Danski ljósaframleiðandinn Louis Poulsen frumsýndi fyrr á árinu á hönnunarsýningunni í Stokkhólmi í fyrsta sinn fallega koparútgáfu af Ph 3½-2½ borðlampanum. Í fyrra gaf Louis Poulsen einmitt út koparútgáfu af PH 3½ -3 loftljósinu í tilefni af 120 ára afmæli hönnuðarins Poul Henningsen og sló ljósið svoleiðis í gegn að þeir ákváðu að gera slíkt hið sama við borðlampann.
Það gleður okkur að tilkynna það að lampinn er kominn í verslun okkar.
Með lampanum fylgja tveir skermar, einn gler og annar úr kopar og verður lampinn seldur í takmörkuðu upplagi í Epal.
Lampinn kostar 198.000 kr. sem er sama verð og lampinn er á í Danmörku.
Komdu í heimsókn og skoðaðu þennan gullfallega lampa.