Sparibaukurinn Mosi er afurð hönnunarteymisins Tulipop. Nú hafa Tulipop og MP banki tekið höndum saman með UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, og verður sparibaukurinn seldur á næstunni til styrktar starfi samtakanna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Tulipop leggur UNICEF lið en árið 2010 framleiddi teymið páskaegg til styrktar samtökunum. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hefur í nærri sjö áratugi staðið vörð um líf barna frá fæðingu til fullorðinsára. Samtökin eru leiðandi í hjálparstarfi og réttindagæslu fyrir börn um heim allan og því tilvalið að splæsa í Mosa og leggja UNICEF lið við að bæta hag barna um víða veröld. Mosi kostar 5500 krónur. Fyrir ágóðann sem UNICEF fær af hverjum seldum Mosa geta samtökin útvegað skólagögn fyrir 30 börn. Sparibaukurinn verður til sölu á öllum sölustöðum Tulipop. Sögu Mosa og ýmislegt skemmtilegt sem honum viðkemur má finna á mp.is/mosi.
tulipop.com ® unicef.is