Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun. Nafnið Muuto er innblásið af finnska orðinu “muutos”, sem þýðir breyting eða ný sýn.
Nýlega fagnaði Muuto 5 ára afmæli sínu og í dag er hægt að nálgast Muuto vörur í yfir 800 verslunum um heim allan. Muuto velur sjálft leiðandi hönnuði til að vinna fyrir sig og koma hönnuðurnir frá Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Danmörku -vonandi Íslandi líka einn daginn. En þau framleiða bæði húsgögn, ljós ásamt frábæru úrvali af vörum fyrir heimilið.
ÍHér að ofan má sjá mynd af stoltum stofnendum Muuto, Kristian Byrge og Peter Bonnen.
Í tilefni af 5 ára afmæli Muuto valdi Designmuseum Danmark 10 vörur frá þeim sem verða héðan í frá partur af varanlegri sýningu safnsins sem þykir mikið afrek og frábær viðurkenning fyrir svo ungt hönnunarfyrirtæki.
Að sjálfsögðu er Muuto til sölu hjá okkur í Epal.