Nýlega hóf One Collection aftur framleiðslu á hinum klassíska Dennie eftir Nönnu og Jorgen Ditzel. Þau hönnuðu stólinn árið 1956 fyrir Fritz Hansen, en stóllinn hefur aldrei áður verið framleiddur í mörgum eintökum. Dennie er mjög þægilegur hægindarstóll og eigum við hann til í 2 litum.




Nanna Ditzel sem lést árið 2006 var ein helsta hönnunarstjarna Danmerkur.
Núna hefur dóttir hennar sem ber sama nafn og stóllinn, Dennie, beðið One Collection að hefja aftur framleiðslu á þessum fallega stól sem hún sat svo oft í og lét lesa fyrir sig sögur í æsku.



Nanna Ditzel hannaði einnig flottu Trinidad stólana sem sjást hér að ofan. Trinidad stólarnir eru án efa vinsælasta hönnunin hennar og eru fyrir löngu orðnir klassísk eign á skandinavískum heimilum.