Fræga Stelton hitakannan sem hönnuð var árið 1977 af Erik Magnussen hefur núna verið framleidd í tveimur nýjum og ferskum litum. Litirnir eru innblásnir frá nýlegri Stelton könnu í koparlit sem kom á markað í fyrra og sló rækilega í gegn. Nýju litirnir tóna vel við þá koparlituðu en það er brúnn litur og pastel grænn litur sem bætast við litarflóru Stelton og koma í verslanir innan skamms.
Hitakannan er klassísk hönnun frá árinu 1977 og hefur hún hlotið ýmis virt hönnunarverðlaun.
Smart litasamsetning.