Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Mörg ykkar kannist eflaust við dýrahankana sívinsælu og í þessari nýju vörulínu sem var að koma til okkar í Epal eru hillur skreyttar kisum út í mýri með vísun í hina alkunnu þulu,
Köttur úti í mýri
setti upp á sér stýri
úti er ævintýri.
Bókahillurnar og fráleggshillan með lyklakrók munu án efa hitta beint í mark hjá fagurkerum enda einstaklega vandaðar og fallegar hillur. Tilvalið í jólapakkann í ár!