Hér má sjá glænýtt og væntanlegt ljós frá Normann Copenhagen, Norm 12. Ljósið Norm 69 kom á markað árið 2002 og endaði það sem hönnunartákn um allann heim. Ljósið markaði einnig upphaf samstarfs Normann Copenhagen við danska hönnuðinn Simon Karkov. Og núna, áratug síðar hefur Simon Karkov hannað þetta nýja ljós sem er eflaust eftir að ná sömu hæðum í vinsældum og Norm 69 ljósið.
Innblástur sótti hönnuðurinn í náttúruna og má sjá tengingu í blóm og laufblöð þegar horft er á Norm 12 ljósið.
Ljósið mun vera til í tveimur stærðum, og passa þau inná flest heimili og við marga ólíka stíla. Stærra ljósið væri fullkomið á ganginn eða í svefnherbergið, og það minna við eldhúsborðið.