NÝTT FRÁ STELTON: STOCKHOLM LÍNAN

Stockholm er fyrsta línan frá Stelton sem er hluti af nýrri og stærri vörulínu frá þeim sem ber heitið Nordic sem er innblásin af norrænni náttúru og hönnunarhefðum. Stockholm línan er hönnuð af sænska hönnunartvíeykinu Bernadotte & Kylberg og inniheldur hún fallega vasa og skálar. Línan er innblásin af Eystrasaltinu og síbreytilegri ásjón hafsins sem var mikil uppspretta innblásturs í hönnunarferlinu.

Línan er framleidd með nýstárlegri framleiðslutækni þar sem hlutirnir eru í grunninn úr áli en með glerungi að utan sem er að lokum handskreyttur með grafík.

Línan er afar elegant og vilja sumir segja að hún hafi konunglegt yfirbragð sem vissulega má tengja við bláa litinn en Carl Philip Bernadotte grafískur hönnuður og annar hönnuður Stockholm línunnar er sænskur prins en hann er yngri bróðir Viktoríu krónprinsessu Svíþjóðar.

Stockholm línunni hefur verið afar vel tekið og vann hún nýlega hin virtu Red Dot verðlaun í flokki “high quality design”. 

AD_Stockholm_aquatic_wide.ashx
AD_Stockholm_aquatic_portrait.ashx AD_Stockholm_aquatic_bowls.ashxOL_450-22_Stockholm_vase_large_aquatic.ashxOL_450-13_Stockholm_bowl_large_aquatic.ashx10418886_1038165206211134_1168031471205859575_n

Stockholm línan inniheldur 4 skálar og 3 vasa í ólíkum stærðum. Komdu við í Epal og heillastu af þessari fallegu og tímalausu hönnun.