Salún er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem sérhæfir sig í heimilistextíl. Salún er óður til hins einstaka, íslenska salúnavefnaðar en djörf munstrin byggja á hefðum og reglum sem salúnvefnaðurinn krefst. Menningararfur er Salún mikilvægur og við hönnun og framleiðslu á vörunum er lögð áhersla á að upphefja og sameina íslenskan menningararf sem samtvinnast í textíl-og sundlaugamenningu þjóðar.
Check box handklæði
Check box munstrið er óður til köflótts salúnvefnaðar. Köflóttan salúnvefnað má í dag helst finna á minjasöfnum, í Bústaðakirkju eða á nytjamörkuðum víðsvegar um landið. Litir handklæðanna eru innblásnir af íslenskum vetri, líkt og hrímuð sina við fjallsrót á köldum, björtum vetrardegi.
Handklæðin eru tilvalin til daglegra nota, hvort sem það er fyrir sundlaugina, ferðalög eða ströndina þar sem þau eru létt, rakadræg, þorna fljótt og pakkast vel.
Handklæðin eru framleidd í Tyrklandi að hætti hinna tyrknesku Pestemal og Perskir handklæða. Slík handklæði eru notuð í Hammam böðum, aldagamalli baðhefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanveldisins til dagsins í dag.
Stóra handklæðið, einnig þekkt sem Pestemal, var upphaflega notað í Hammam böð, aldalanga hefð sem hefur varðveist frá tímum Ottómanaveldis til dagsins í dag. Þetta handklæði er líka dásamlegt sem teppi eða trefil.
Perskir handklæðin eru upprunalega ætluð fyrir hárið en Pestemal fyrir líkamann. Perskir handklæðin eru einnig tilvalin sem gestahandklæði eða viskastykki.
Smelltu á hlekkinn til að skoða vöruúrval Salún í vefverslun