Nýtt í Epal! Parlans Konfektyr er þekktur sænskur sælgætisframleiðandi sem kemur beint frá hjarta Stokkhólms með handgerðar klassískar karamellur, sælkerasósur og súkkulaði gerðu úr náttúrulegum hráefnum og alvöru ástríðu.
Parlans Konfektyr Stockholm er jafnframt gómsætt nýtt vörumerki hjá okkur í Epal sem þú vilt ekki láta framhjá þér fara.
Karamellusósan frá þeim sem nýtur ótrúlegra vinsælda er frábær viðbót við eftirréttinn og baksturinn, og fæstir sem standast freistinguna að smakka karamelluna beint úr krukkunni með skeið! Umbúðirnar eru smart með klassísku yfirbragði sem vekur um leið upp nostalgíu og eru vörurnar frá Parlans Konfektyr tilvalin gjafahugmynd fyrir sælkerana í þínu lífi.
Valdar vörur frá Parlans Konfektyr eru nú fáanlegar í Epal Skeifunni og í vefverslun Epal.is