NÝTT: SPRING COPENHAGEN

Spring Copenhagen er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2015 og leggur áherslu á gæði og klassíska hönnun á góðu verði.

Fyrsta vara Spring Copenhagen var Piparfuglinn sem hannaður var á sjötta áratugnum af Sven Erik Tonn Petersen sem þeir kynnt aftur til sögunnar árið 2015 eftir langt hlé. Piparfuglinn er einstakur fugl sem er í senn piparkvörn gerður úr mahóní, ask, hlyn og hnotu. Síðan þá hefur Spring Copenhagen bætt við vöruúrvalið Mörgæs (saltkvörn), hitaplatta, hnetubrjót og skopparakringlum. Á stuttum tíma hafa vörur Spring Copenhagen slegið í gegn og fást núna í yfir 150 verslunum um heim allan og bætist núna Epal á listann.

14639861_815146408625284_3370641208199717072_n mg_5629 mg_7809 mg_9921 spring_mg_4789