Margt var um manninn í Epal Skeifunni þegar HönnunarMars var opnaður formlega í gær.
Epal fagnar í ár fimmtíu ára afmæli sínu og tekur þátt í HönnunarMars sautjánda árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Til sýnis er hlaðborð af nýrri og áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og sumir einnig á erlendri grundu. Í Epal verða einnig til sýnis íslensk húsgögn sem eiga það sameiginlegt að hafa náð hæstu hæðum varðandi sölu- og verðmætasköpun og minna þau á mikilvægi og gildi góðrar hönnunar sem nýta má sem verðmæta auðlind.
Einnig var til sýnis íslenska vörulínan BAÐ sem er samstarfsverkefni fjögurra íslenskra hönnuða fyrir Epal og gengur út á þróun á sígildum og fáguðum vörum sem hafa tengingu við íslenska baðmenningu s.s. sundlaugar, baðlón, heilsulindir, náttúrulaugar o.s.frv.
Sýningin Íslensk hönnun á öllum aldri stendur yfir dagana 2. – 5. apríl í Epal Skeifunni.
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir
Ljósmyndari: Ingibjörg Torfadóttir