Our Society – nýtt vörumerki í Epal

Our Society er ungt danskt hönnunarmerki með það markmið að vilja standa fyrir nútímalegum gildum og framleiða hönnun fyrir næstu kynslóðir.

Our Society byggir á nútímalegu hugarfari varðandi efnisnotkun og vinnusiðferði og með einfaldan en sterkan stíl sem rammar inn stemmingu dagsins í dag á meðal hæfileikaríkra og skapandi einstaklinga um allan heim. Samnefnari allra hönnuða og þeirra lykilaðila sem koma að Our Society er að þau eru upprennandi og sækja þau innblástur til ungu kynslóðarinnar og því bjartsýna og nýstárlega hugarfari sem henni fylgir.
“Sem hönnunarmerki sem byggt er af næstu kynslóð er siðferðisleg og sjálfbær framleiðsla sjálfsagður hluti af DNA fyrirtækisins. Að vinna með ungum hönnuðum setur háar kröfur og viðmið hvernig hönnun skuli vera framleidd. Eru því allir framleiðsluaðilar handvaldir á staðnum og innan Evrópu sem er þeim mikilvægt og uppfylla þeir allir umhverfisstaðla og viðeigandi vottanir.”