Ragnhildur Fjeldsted, blómaskreytir mun í dag halda sýnikennslu í að útbúa einfaldar og fallegar skreytingar og kransa fyrir aðventuna, sem skemmtilegt er að tvinna saman með fallegum kertastjökum og blómavösum hjá okkur í Epal Skeifunni.
Ragnhildur rak um árabil blómabúðina Dans á Rósum og hefur haldið fjölda námskeiða í gerð jólakransa og jólaskreytinga ásamt einfaldari gerð blómaskreytinga sem flestir ættu að geta nýtt sér. Hún hefur í fjölmörg ár séð um allar sviðsskreytingar fyrir Sinfóníuhljómsveit Íslands ásamt því að skreyta fyrir fyrirtæki, stofnanir, hótel og veitingastaði.
Ragnhildur mun vera hjá okkur í Epal Skeifunni frá kl. 14 – 18 föstudaginn 22. nóvember.
Verið hjartanlega velkomin.