Veglegur sælkeradagur verður haldinn laugardaginn 24. september í verslun Epal Skeifunni þar sem kynntar verða allskyns ljúffengar sælkeravörur og fá gestir meðal annars að smakka gómsætt handgert sælgæti, grískar matvörur og gæða ólívuolíur, súkkulaði, lakkrís, karamellur og konfekt, gæða kaffiog óáfenga drykki og svo margt fleira sem kitlar bragðlaukana.
10-20 % afsláttur verður á öllum sælkeravörum þennan dag í verslun Epal Skeifunni og í vefverslun. Vörumerkin sem verða á staðnum með kynningar eru; Sigma ekta grískt, Sjöstrand, Sparkling Tea Copenhagen, Tefélagið, Lakrids by Bülow, Lentz Copenhagen, Wally & Whiz, The Mallows, Add Wise og Hattesens Konfektfabrik.
Lestu þér til um sælkeravörurmerkin hér að neðan;
SIGMA EKTA GRÍSKT
Sigma ekta grískt býður upp á fyrsta flokks gæðavörur frá Grikklandi. Þar fer fremst í flokki margverðlaunaðar hágæðajómfrúarólífuolíur frá gríska fjölskyldufyrirtækinu Andriotis sem hefur sérhæft sig í ólífuolíum í meira en 50 ár, en höfuðstöðvar þeirra má finna á sólríku eyjunni Korfú. Olíurnar eru einstaklega bragðgóðar og koma í fallegri flösku.
LAKRIDS BY BÜLOW
Danska fyrirtækið Lakrids by Bülow sérhæfir sig í framleiðslu á handgerðum gæðalakkrís sem er bæði glútenlaus og án allra aukaefna og er því góður kostur fyrir þá sem vilja gera vel við sig. Lakkrísinn frá Lakrids by Johan Bülow er fáanlegur í fjölmörgum braðgtegundum og eru reglulega kynntar til sögunnar bragðgóðar árstíðarbundnar vörur í takmörkuðu upplagi sem njóta mikilla vinsælda.
THE MALLOWS
The Mallows eru ljúffengir sykurpúðar sem koma í mörgum ólíkum bragðtegundum og henta við öll tækifæri. The Mallows gefa bragðlaukunum þínum einstaka upplifun, þeir eru dúnmjúkir að bíta í, lífrænir og gerðir úr besta mögulega hráefninu.
LENTZ COPENHAGEN
Lentz Copenhagen er sannkallað handverk er kemur að sætum molum til að narta í eða deila með öðrum. Á bak við merkið stendur Michael Jacques Lentz sem er ekki bara bakari, heldur einnig sælgætisgerðasmiður og stórkostlegur súkkulaðiframleiðandi.
Lentz stendur sjálfur í eldhúsinu á vinnustofu rétt fyrir utan Kaupmannahöfn þar sem heimagerðar karamellur og súkkulaði er handunnið af mikilli alúð og virðingu fyrir hráefninu. Hann sækir innblástur hvaðanæva að úr heiminum, en þó sérstaklega til Parísarborgar.
KANDÍS
Kandís er íslenskur handgerður brjóstsykur úr náttúrulegum hráefnum, jurtum og berjum. Kandís hefur vakið mikla athygli fyrir einstakt bragð og nýstárlega notkun á íslenskum jurtum.
SJÖSTRAND
Sjöstrand er sænskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur náð að gjörbreyta viðhorfi til hylkjakaffis – frá ógn við umhverfið yfir í sjálfbæra og þægilega lausn fyrir heimilið. Sjöstrand vélarnar eru framleiddar úr ryðfríu stáli með góðan endingu sem lykilmarkmið. Kaffið er 100% lífrænt, Fair Trade vottað og skilur ekki eftir neitt kolefnisspor – því er síðan pakkað í hylki úr sterkju og plöntutrefjum, efnum sem brotna niður í náttúrunni og má henda með lífrænum úrgangi.
Sparkling Tea Copenhagen
Sparkling Tea Company var stofnað í Kaupmannahöfn árið 2017 af Jacob Kocemba og Bo Sten Hansen og er það fyrsta sinnar tegundar í heiminum. Sparkling Tea er lífrænt, án viðbætts sykurs og er ýmist áfengislaust eða 5%.
Wally & Whiz
Wally & Whiz framleiðir ómótstæðilega gott víngúmmí úr fersku og náttúrulegu gæða hráefni sem er án allra aukaefna, dýraafurða og glútens. „Við höfum skapað það sem við teljum vera besta víngúmmí í heiminum úr mestu gæðunum, sem selt er í fleiri en 30 löndum og aðeins í verslunum sem leggur áherslur á gæðavörur.“
Hattesens Konfektfabrik
Hattesens Konfektfabrik framleiðir klassískt lakkrískonfekt samkvæmt gömlum hefðum. “Minni sykur – meira bragð” er þeirra mottó ásamt því að lakkrísinn er gerður úr hreinum og náttúrulegum gæða hráefnum. Mikið magn af berjum eru notuð í staðinn fyrir sykur sem gefur molunum bjarta liti og frábært bragð.
ADD:WISE
Sænska vörumerkið ADD:WISE býður upp á lífrænar og náttúrulegar vörur sem gera máltíðina eða baksturinn að spennandi upplifun.