Veglegur sælkeradagur verður haldinn laugardaginn 3. desember í verslun Epal Skeifunni þar sem kynntar verða allskyns ljúffengar sælkeravörur og fá gestir meðal annars að smakka gómsætt handgert sælgæti, grískar matvörur og gæða ólívuolíur, súkkulaði, lakkrís, karamellur og konfekt, gæða kaffiog óáfenga drykki og svo margt fleira sem kitlar bragðlaukana.
10 – 20 % afsláttur verður á öllum sælkeravörum þennan dag í verslun Epal Skeifunni og í vefverslun. Vörumerkin sem verða á staðnum með kynningar eru; Sigma ekta grískt, Sjöstrand, Sparkling Tea Copenhagen, Tefélagið, Lakrids by Bülow, Lentz Copenhagen, Wally & Whiz, The Mallows, Add Wise og Hattesens Konfektfabrik.
Sælkeradagurinn verður hjá okkur í Epal Skeifunni, laugardaginn 3. desember á milli klukkan 12 – 16.