SIGURJÓN PÁLSSON HÖNNUÐUR ÁRITAR VAÐFUGLA

Um helgina (föstudag og laugardag) mun húsgagnahönnuðurinn Sigurjón Pálsson árita Vaðfugla sem framleiddir eru af Normann Copenhagen en þá undir nafninu Shorebirds.

Fuglarnir hafa vakið mikla athygli frá því þeir komu í sölu fyrir stuttu síðan og er þetta því einstakt tækifæri til að eignast fallega hönnun með mikið söfnunargildi. Sigurjón Pálsson er þriðji íslenski hönnuðurinn til að fá hönnun sína framleidda af hönnunarfyrirtækinu Normann Copenhagen en vörur þeirra eru seldar um heim allan og hafa unnið til fjölmargra virtra hönnunarverðlauna.

Fyrirmyndirnar sótti Sigurjón í íslensku vaðfuglana, spóa, stelk og sendling. Hér að neðan má sjá skemmtilegar myndir af fuglunum, en þeir koma í þremur stærðum og fjórum mismunandi litum.

Sigurjón verður staddur í Epal Skeifunni á föstudaginn kl.14:00-18:00 og á laugardaginn frá kl.12:00 -15:00.

ncepal1001_Shorebird_Swan_Ducky_1 1001_Shorebird_Swan_Ducky_2

Screen Shot 2014-11-20 at 3.49.49 PM

 

Áritaður vaðfugl er frábær hugmynd að jólagjöf fyrir þann sem kann vel að meta fallega hönnun!