SIKA DESIGN : KLASSÍSK DÖNSK HÖNNUN

SIKA DESIGN

Saga húsgagnaframleiðandans Sika Design nær aftur til fimmta áratugarins og er Sika Design í dag einn elsti “rattan” og “wicker” húsgagnaframleiðandinn í Skandinavíu.

Sika Design framleiðir handgerð húsgögn með þægindi, gæði og umhverfisvernd að leiðarljósi í allri hönnun sinni og framleiðslu. Sika Design framleiðir húsgögn eftir nokkra þekktustu og mikilvægustu hönnuði og arkitekta sem uppi hafa verið. Arne Jacobsen, Nanna og Jørgen Ditzel, Viggo Boesen og Franco Albini sem öll voru frumkvöðlar á sínum tíma fyrir formtilraunir sínar með sterka og krefjandi efnið “rattan” og “wicker”.

HANGANDI EGG

Hangandi eggið var hannað árið 1959 af Nönnu Ditzel og Jørgen Ditzel og hefur hlotið verðskuldaða athygli og viðurkenningu. Auðþekkjanlegt formið hefur síðan þá margoft verið leikið eftir, en gullöld “rattan” efniviðsins var á sjöunda áratugnum þegar hæfileikaríkir vefarar og arkitektar gerðu ýmis formfögur húsgögn úr þessum krefjandi efnivið.

PARÍSAR STÓLL

Parísar stóllinn var hannaður af engum öðrum en Arne Jacobsen og var jafnframt hans fyrsta húsgagnahönnun.

Parísar stóllinn hlaut silfurverðlaun á Art Deco sýningunni í París árið 1925 og var gerður úr “rattan”. Sika Design hóf endurframleiðslu á þessum klassíska stól árið 2014

Kíktu við hjá okkur í Epal Skeifunni og kynntu þér Sika design.