Við vorum að fá þennan einstaka sófa til sölu í Notað verður Nýtt aftur.
Sófinn sem hannaður var af Guðrúnu Margréti Ólafsdóttur og Oddgeiri Þórðarsyni, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum er talinn vera ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar.
“Sófinn Vetur er ein birtingarmynda póstmódernismans í íslenskri húsgagnahönnun, sem kom fram undir lok níunda áratugar 20. aldar. Höfundar hans eru Guðrún Margrét Ólafsdóttir og Oddgeir Þórðarson, í samvinnu við Tolla, sem málaði áklæðið í tauþrykkslitum. Sófinn var bólstraður af Kjartani Einarssyni bólstrara og gerður í þremur eintökum. Auk Veturs, voru sófarnir Sumar og Nótt, samkvæmt skilgreiningu og útfærslu Tolla. Sófinn var kynntur í Epal árið 1989 og var Vetur seldur. Nótt er á Hönnunarsafni Íslands og Sumar fór á norræna húsgagnasýningu í Noregi og þaðan til Los Angeles. Síðan hefur ekkert til hans spurst.” heimild: mbl.is.
Einstakur sófi sem kominn er í sölu aftur í Epal.