Sænski arkitektinn Nils Strinning hannaði hillukerfið String árið 1949, hillurnar hafa orðið að nokkurskonar hönnunartákni síðan þá en ástæðurnar fyrir því eru nokkrar. Hillurnar þykja afar hentugar, hægt er að stækka við þær í allar áttir og bæta við, hillurnar koma í handhægum pakkningum og auðvelt er að setja þær saman. Einnig eru þær afar stöðugar og standast tímans tönn.
Nýlega birtust þessar fallegu myndir af String hillunum sem einn frægasti innanhússstílisti í Svíþjóð hafði stíliserað, Lotta Agaton. Myndirnar þykja sýna á afar skemmtilegann hátt mismunandi notkunarmöguleika String hillanna. Myndirnar tók Marcus Lawett.