String® hillurnar voru hannaðar árið 1949 af sænsku hjónunum Nisse og Kajsa Strinning. Síðan þá hefur String® verið þekkt fyrir tímalausa hönnun sem hentar fyrir hvaða rými sem er, stór eða smá. Hillurnar bjóða uppá endalausa möguleika á skemmtilegum samsetningum og er auðvelt að bæta við og breyta með tímanum. Hér er hægt að skoða úrval hugmynda af samsetningum, kaupa tilbúnar einingar eða hanna þína eigin útgáfu. Við bjóðum einnig uppá að teikna samsetningu fyrir viðskiptavini okkar.