NAP stóllinn sem hannaður er af Kasper Salto fyrir Fritz Hansen er nokkuð nýlegur, en hann kom á markað árið 2010 eftir tveggja ára þróunarvinnu.
NAP stóllinn er staflanlegur og afar þæginlegur að sitja í, en hann var hannaður með þrjár helstu setstöður mannslíkamans í huga.
Það er venjuleg setstaða, þ.e.a.s beint bak, hreyfanleiki og afslöppun.
Stóllinn hentar því vel á heimili ásamt fundarherbergjum og skrifstofurými.

NAP með örmum og í hvítum lit er nú á sumartilboði og kostar aðeins 29.900 kr. En verð áður er 69.500 kr.


Hönnuðurinn Kasper Salto hjá NAP stólunum. Stóllinn er framleiddur í fjórum litum; Milk white, Butter yellow, Pepper grey og Coffee brown.
Á íslensku s.s Mjólkurhvítur, smjörgulur, pipargrár og kaffibrúnn.
Skemmtileg litarheiti!

Hér að neðan má sjá NAP stólinn öðrum litum.





Flottur gæðastóll á góðu verði í sumar!