GLÆSILEGUR TIKI SÓFI FRÁ FOGIA

Tiki sófinn er glæsilegur 3 sæta sófi frá Fogia sem býður upp á mikil þægindi og stílhreint útlit. Tiki er hannaður af verðlaunahönnuðinum Andreas Engesvik einum fremsta norska hönnuðinum í dag, sem hefur m.a. hannað vörur fyrir Georg Jensen, Iittala, Hay, Muuto og Menu.

Fogia er sænskur húsgagnaframleiðandi sem hefur síðustu þrjátíu ár í samstarfi við vel valda Skandinavíska hönnuði framleitt húsgögn fyrir heimili og opinber rými um allan heim.

Létt yfirbragð sófans er einkenni hans, með háar og grannar stálfætur og passar hann vel inn á hvert heimili.

Andreas Engesvik fyrir Iittala

Andreas Engesvik hannaði kertastjakana Allas fyrir Iittala sem komu út fyrr á þessu ári, en hann er fyrsti norski hönnuðurinn sem fenginn er til að hanna fyrir Iittala og þykir það mikill heiður. Hann hefur hlotið ýmis verðlaun fyrir verk sín svosem hönnunarverðlaun Wallpaper árið 2009 og iF hönnunarverðlaunin árið 2010 og nú síðast hin virtu Red Dot hönnunarverðlaun árið 2012 fyrir Allas kertastjakana. Fyrir utan Iittala hefur Andreas hannað fyrir Muuto, Asplund og Ligne Roset, og má finna hönnun eftir hann í norsku konungshöllinni.