Angan kynnir Westfjords – áfyllanlegar líkams og hárvörur

Angan kynnir nýja línu sem ber nafnið Westfjords

⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Westfjords eru áfyllanlegar líkams og hárvörur sem innihalda nærandi olíur og villt íslenskt jurtaextrakt. Framleitt af alúð með náttúrulegum, sjálfbærum og villtum innihaldsefnum.
⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀
Náttúrulegur ilmurinn er síðan undirstrikaður með einiberjum, lofnaðarblómi og garðablóðbergi sem flytur þig í ferðalag til afskekktra Vestfjarða.

Næringarríku vörurnar koma í endurnýtanlegum gler flöskum í 250ml og 500ml. Hægt er að fylla á flöskurnar og þannig draga úr umbúðanotkun og huga betur að umhverfinu.

/ Þú finnur nýju vörurnar einnig í vefverslun Epal.is

NÝTT Í EPAL: ANGAN HÚÐVÖRUR

Við vorum að taka inn nýtt merki hjá okkur í Epal, ANGAN sem er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki.

“Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan. Fyrstu tvær vörurnar frá ANGAN eru byggðar á íslensku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu og er einstaklega steinefnaríkt.”

Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði sem deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. Markmið þeirra er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm og trúa þær því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.

Íris Ósk Laxdal og Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack stofnendur ANGAN.

Myndir: Gunnar Sverrisson

Fyrstu vörurnar frá ANGAN eru þarabaðsalt og saltskrúbbur og verða báðar vörur til sölu í Epal.

ÞARABAÐSALT – 300 gr

“Í þarabaðsaltinu notum við sjálfbært og steinefnaríkt sjávarsalt ásamt handtýntu bóluþangi sem er þurrkað með jarðvarma. Bóluþangið inniheldur mikið af andoxunar- efnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Saltið dregu úr bólgum, eykur blóðflæðið og er djúphreinsandi.

Bætið handfylli af baðsalti í heitt bað og látið leysast upp. Njóttu einstakrar slökunar fyrir bæði líkama og sál.”

 

SALTSKRÚBBUR með fjallagrösum – 300gr

“Í saltskrúbbnum notum við sjálfbært íslenskt sjávarsalt ásamt fjallagrösum sem eru handtýnd víðs vegar um landið. Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græðandi. Einnig eru lífrænar olíur gefa húðinni einstaka mýkt og raka.

Notið handfylli og nuddið blöndunni varlega inn í húðina með hringlaga hreyfingu í átt að hjarta. Forðast sár. Skolið af með volgu vatni.”