Applicata er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 2005. Þau framleiða fallegar og litríkar smávörur fyrir heimilið sem eiga það allar sameiginlegt að vera gerðar úr við. Öll framleiðsla fer fram í Danmörku og leggur fyrirtækið ríka áherslu á að gamlar handverskhefðir fái að njóta sín.
Við eigum von á spennandi nýjungum frá Applicata sem kynntar voru nú á dögunum á hönnunarsýningunni NorthModern í Kaupmannahöfn. Nýjar vörulínur sem vöktu athygli okkar voru þær sem notast við fleiri efni en aðeins við sem hefur verið þeirra helsta einkenni, þar má nefna bakka úr marmara og ílát og kertastjaka úr gleri og postulíni. Applicata mun því sannarlega vekja athygli í ár með þessum nýju og spennandi vörum.
Applicata fæst í Epal, sjá í vefverslun HÉR.