VERÐLAUNAHÖNNUN : FROST RUSLATUNNAN

FROST Denmark var stofnað árið 2002 af Hans Jørgen Frost og er í dag þekktast fyrir margverðlaunuðu ruslatunnuna Frost Pedal bin. Ruslatunnan hefur hlotið bæði iF hönnunarverðlaunin 2018 ásamt Red Dot verðlaunin 2018 sem mætti líkja við það að hafa unnið Óskarinn í flokki hönnunar.

Epal er söluaðili FROST á Íslandi, og bjóðum við upp á frábært úrval af fallegri hönnun fyrir heimilið, þá sérstaklega fyrir baðherbergi.

FROST Pedal bin er minimalísk og klassísk í útliti, gerð úr ryðfríu stáli með mattri lakkaðri áferð. Lokið kemur með sex ólíkum áferðum til að passa vel við þitt heimili.

 

DREYMIR ÞIG UM NÝTT BAÐHERBERGI?

Fáðu innblástur frá þessum glæsilega innréttuðu baðherbergjum frá Montana.

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

 

NÝTT FRÁ MONTANA FYRIR BAÐHERBERGI & ANDDYRI

Nýtt frá Montana, 

Peter J. Lassen stofnaði fjölskyldufyrirtæki sitt Montana Møbler árið 1982 og fagnar fyrirtækið því í ár 35 ára afmæli sínu. Montana hillukerfið hefur notið mikilla vinsælda en hillurnar er hægt að nota á ýmsa vegu og koma þær í mörgum litum. Því er hægt að fá hillur sem henta manni fullkomnlega og gera rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og fer öll framleiðslan fram í Danmörku.

Við vorum að setja upp glæsilegar sýningareiningar í verslun okkar í Epal Skeifunni þar sem hægt er að skoða nýjungar frá Montana fyrir baðherbergi og anddyri.

Baðherbergjalína Montana:

Óendanlegir möguleikar, fjölbreytni, frábær virkni og falleg smáatriði er það sem einkennir nýja baðherbergjalínu Montana sem auðveldlega er hægt að sérsníða að þínum óskum og útkoman verður einstakt og persónulegt baðherbergi. Innrétting, vaskur og spegill koma mörgum ólíkum stærðum og hentar því bæði fyrir stór og lítil baðherbergi. Hægt er að velja um 12 stærðir á baðvaska einingum, 10 geymsluhirslur og 9 spegla sem öll fást í 42 ólíkum litum og því ættu allir að geta eignast sitt drauma baðherbergi.

Endalaust úrval af Montana fyrir anddyri

Innréttaðu fallegt og persónulegt anddyri sem tekur hlýlega á móti öllum þínum gestum. Speglar, bekkir, hillur, skúffur, snagar og fleira sem skapar afslappað umhverfi þegar að öll fjölskyldan þarf að koma sér út á morgnanna og einnig sem tekur vel vel á móti þér eftir langan dag. Montana innréttingar er hægt að sérsníða eftir þínum óskum og þörfum svo það passi fullkomnlega fyrir þitt heimili.


Vertu velkomin til okkar í Epal Skeifunni og skoðaðu glæsilegan Montana sýningarsal og fáðu ráðgjöf.

Við minnum einnig á frábær afmælistilboð á vinsælum Montana einingum, sjá meira á Epal blogginu hér.

NÝTT Í EPAL: ANGAN HÚÐVÖRUR

Við vorum að taka inn nýtt merki hjá okkur í Epal, ANGAN sem er íslenskt, sjálfbært og handgert húðvörumerki.

“Markmiðið er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan angan. Fyrstu tvær vörurnar frá ANGAN eru byggðar á íslensku sjávarsalti sem fellur út í sjálfbærri saltframleiðslu og er einstaklega steinefnaríkt.”

Vörumerkið er skapað af vinkonum, arkitekt og vöruhönnuði sem deila sýn á fullnýtingu náttúrulegra hráefna ásamt því að hvetja til vitundarvakningar á eiginleikum þeirra. Markmið þeirra er að vinna með náttúrunni og skapa einfaldar og áhrifaríkar húðvörur sem gefa húðinni raka, mýkt og dásamlegan ilm og trúa þær því að náttúran hafi allt það sem þarf til að búa til bestu húðvörur sem völ er á.

Íris Ósk Laxdal og Theódóra Mjöll Skúladóttir Jack stofnendur ANGAN.

Myndir: Gunnar Sverrisson

Fyrstu vörurnar frá ANGAN eru þarabaðsalt og saltskrúbbur og verða báðar vörur til sölu í Epal.

ÞARABAÐSALT – 300 gr

“Í þarabaðsaltinu notum við sjálfbært og steinefnaríkt sjávarsalt ásamt handtýntu bóluþangi sem er þurrkað með jarðvarma. Bóluþangið inniheldur mikið af andoxunar- efnum, steinefnum og slímefnum sem mýkja húðina. Saltið dregu úr bólgum, eykur blóðflæðið og er djúphreinsandi.

Bætið handfylli af baðsalti í heitt bað og látið leysast upp. Njóttu einstakrar slökunar fyrir bæði líkama og sál.”

 

SALTSKRÚBBUR með fjallagrösum – 300gr

“Í saltskrúbbnum notum við sjálfbært íslenskt sjávarsalt ásamt fjallagrösum sem eru handtýnd víðs vegar um landið. Fjallagrösin hafa bakteríudrepandi eiginleika, eru mýkjandi og græðandi. Einnig eru lífrænar olíur gefa húðinni einstaka mýkt og raka.

Notið handfylli og nuddið blöndunni varlega inn í húðina með hringlaga hreyfingu í átt að hjarta. Forðast sár. Skolið af með volgu vatni.”