KAISER IDELL BORÐLAMPI Á AFSLÆTTI

Kaiser idell borðlampinn er tímalaust hönnunartákn.

Kaiser idell lampinn var hannaður af Christian Dell(1893-1974) sem var þýskur silfursmiður og hönnuður.

Á árunum 1922-25 var Dell yfir málmverkstæðinu í Bauhaus skólanum í Weimar og hafði hann mikil áhrif á Bauhaus stílinn. Frá árunum 1926 teiknaði Dell nokkur ljós og flest voru þau teiknuð fyrir ljósaverksmiðjuna Gebr. Kaiser & Co. Fyrsta línan var gefin út árið 1936 og þar var m.a. að finna borðlampann 6556-T.

3466

KAISER idell 6556-T er tímalaust hönnunartákn, þýsk gæðahönnun og er lampinn þekktastur sem ein frægasta ljósahönnun sem þróaðist á Bauhaus tímabilinu.

Í Kaiser idell línunni er einnig að finna gólflampa, vegglampa og loftljós sem öll eru framleidd í dag af Fritz Hansen. Ljósin eru framleidd úr hágæða stáli og eru skermarnir handmálaðir.

30733076 3078 3080 3412 3450

KAISER idell lampinn er núna á 40% afslætti á meðan birgðir endast og kostar aðeins 59.800 kr.-

Falleg hönnunarklassík á frábæru verði!