NÝTT Í EPAL: BJØRN WIINBLAD

Við vorum að bæta við vöruúrval okkar glæsilegri og klassískri hönnun frá Bjørn Wiinblad sem Rosendahl hóf nýlega endurframleiðslu á eftir áratuga langa bið.

Bjørn Wiinblad var danskur listamaður sem fæddist í Kaupmannahöfn árið 1918. Þrátt fyrir að hafa verið danskur þótti stíllinn hans þó vera allt annað en danskur, á meðan að fúnksjónalismi réði ríkjum í Danmörku, þá fór Bjørn Wiinblad allt aðrar leiðir með náttúrulegum formum, björtum litum og rómantískum stíl. Fljótlega færði hann sig úr því að gera “bara” teikningar yfir í að búa til og myndskreyta keramík sem varð svo það sem hann var alla tíð þekktastur fyrir og hafa þeir gripir verið eftirsóttir af söfnurum undanfarna áratugi. Verk eftir hann prýða meðal annars Victoria og Albert safnið í London og MoMa í New York.

Stíll Wiinblad er auðþekkjanlegur af glaðlegum og ævintýralegum myndskreytingum hans og færir línan svo sannarlega gleði inn á heimilið. Línan inniheldur thermo bolla, blómapotta, blómavasa, kökubox, kertastjaka og bakka, allt að sjálfsögðu myndskreytt teikningum eftir Bjørn Wiinblad.

Wiinblad línan var tilnefnd til hönnunarverðlauna sem endurkoma ársins 2014 “comeback of the year” af dönsku tímaritunum Bo bedre, Costume og Bolig Magasinet.

Sjón er sögu ríkari, við spáum þessari línu miklum vinsældum á Íslandi.


BW_58525_03BW_53005_02BW_58501-2
BW_56152BW_59501 BW_58121_01 BW_58531_03 BW_52105 BW_58103_02 BW_58103_04 BW_58530_01
bjorn_500x500.jpg