BRÚÐARGJAFALISTAR & BRÚÐARGJAFALEIKUR EPAL

Er brúðkaup í vændum?
Skráðu brúðargjafalistann í EPAL og við drögum út mánaðarlega í sumar heppin brúðhjón sem vinna glæsilega brúðargjöf.
PH5 ljós frá Louis Poulsen, Sjöa frá Fritz Hansen eða 50.000 kr. úttekt í by Lassen vörum.

Við bjóðum væntanlegum brúðhjónum upp á þá þjónustu að útbúa gjafalista hjá okkur, það auðveldar oft gestum valið á réttu gjöfinni. Skráðu brúðargjafalistann í Epal og við gefum væntanlegum brúðhjónum fyrstu gjöfina ásamt afsláttarkóða sem gildir í vefverslun Epal.

 

 

HAMMERSHØI FRÁ KÄHLER : TÍMALAUS KLASSÍK

Hammershøi

Hammershøi línan frá Kähler er í uppáhaldi hjá fjölda viðskiptavina þegar kemur að kaupum fyrir borðhaldið og skrautmuni fyrir heimilið.

Glæsilegar rákir sem einkenna línuna eru innblásnar af upprunalegum verkum þekkta sænska listamannsins Svend Hammershøi sem gerð voru í upphafi 20. aldar á verkstæði Kähler í danska bænum, Næstved.

Sérhver vara í Hammershøi línunni er niðurstaða vandlegra athugana um notagildi hlutanna, staðsetningu ráka, val á réttum litum ásamt heildar jafnvægi á hönnuninni. Á hverjum degi á verkstæði Kähler eru þessi grundvallaratriði samtvinnuð framúrskarandi handverki og góðum gæðum.

Hönnuðurinn á bakvið Hammershøi línuna, Hans-Christian Bauer, tekst meistaralega að hanna nýjar vörur fyrir línuna, og er hver ný vara ítarlega skoðuð með notagildi í huga, staðsetningu ráka og síðast en ekki síst jafnvægi og heildarútlit hönnunarinnar. Þessar sígildu og vandlega hugsuðu rákir mynda andstæðu við mjúkar útlínurnar, sem gefa hönnuninni lífræna eiginleika og jafnvægi sem gerir Hammershøi línunni kleift að samtvinnast annari hönnun einstaklega vel á nútíma heimili.