Til að fagna afmælisdegi Hans J. Wegner hefur hönnuðurinn Ilse Crawford sett sitt mark á Y stólinn.
CH24 árituð afmælisútgáfa Hans J. Wegner í gljáandi dökkbláum lit er bæði aðlaðandi, tímalaus og nútímaleg. Einstakur áritaður safngripur sem aðeins verður til sölu til 30. apríl 2020.
Verið hjartanlega velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku hönnun frá Carl Hansen & Søn
Sérfræðingarnarnir koma frá Montana, Auping og Carl Hansen & søn sem Epal er stoltur söluaðili fyrir.
Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.
Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best. Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum Montana vörum ásamt 20% afslætti af Montana TV einingum.
Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun. Þau framleiða hönnun á heimsmælikvarða eftir nokkra þekktustu hönnuði húsgagnasögunnar, þar má nefna Hans J. Wegner ásamt Arne Jacobsen, Børge Mogensen, Ole Wanscher, Kaare Klint, Poul Kjærholm, Mogens Koch, Bodil Kjær og Tadao Ando.
Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.
Við bjóðum upp á 15% afslátt af öllum vörum frá Carl Hansen ásamt 20% afslætti af Colonial Chair og CH25.
Með yfir 125 ára þekkingu ásamt nýjustu þróun á sviði tækni, vinnuvistfræði og hönnunar, tryggir Auping að veita hágæða, fullkomin svefnþægindi og fallega, nútímalega hönnun. Auping hefur hlotið verðskulduga viðurkenningu fyrir þetta í gegnum árin, með mörgum verðlaunum og vottunum varðandi endingu, áreiðanleika, gæði og hönnun.
Auping hefur skarað fram úr í hönnun í mörg ár. Útkoman er bæði nútímaleg og klassísk með hágæða hönnun sem hægt er að setja saman og breyta á óteljandi vegu. Með Auping færðu gæði, góða hönnun og framúrskarandi nýsköpun allt í einu rúmi.
Við bjóðum upp á 20% afslátt af öllum vörum frá Auping.
Við erum stolt að geta kynnt ykkur fyrir „Muhamad the Weaver“ sem er einn af meisturunum hjá Carl Hansen & Son. Muhamad þykir vera framúrskarandi vefari og verður hann staddur í Epal Skeifunni frá föstudegi til laugardags 20. – 21. september og sýnir okkur ótrúlegu tæknina sem er að baki þess að vefa sæti í Y-stólinn fræga. Hægt verður að kaupa þá stóla sem ofnir verða á staðnum og fá þá áritaða.
Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.
Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Son árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.
Við bjóðum Muhamad velkominn í Epal frá 20. – 21. september. Muhamad starfar hjá Carl Hansen og sérhæfir sig eingöngu í að vefa sæti í Y-stóla og tekur það hann ekki nema um klukkustund að klára einn stól. Muhamad kemur til með að vefa nokkra Y-stóla í Epal og mun vera hægt að kaupa þá stóla.
Sjón er sögu ríkari!
Ásamt Muhamad verða hjá okkur staddir sérfræðingar frá Auping og Carl Hansen og verður veittur 15% afsláttur af þeirra vörum í tilefni þess.
Happdrætti á meðan heimsókninni stendur og geta heppnir þátttakendur unnið Y stól ásamt dúnmjúkum koddum frá Auping.
Hér að neðan má sjá áhugavert video þar sem sýnt er frá aðferðinni að vefa Y stól.
Við fáum í heimsókn til okkar sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní.
20% afsláttur af öllum borðum og 15% afsláttur af öllum öðrum vörum frá Carl Hansen & Søn verður veittur dagana 6. – 8. júní.
Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.
Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.
Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.
Við fáum til okkar góða gesti um helgina, 31. maí – 2. júní. Fritz Hansen, Montana og Carl Hansen og í tilefni þess verður 15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum frá þessum söluaðilum um helgina.
Sérfræðingur frá Jensen verður einnig hjá okkur veittur verður 10% afsláttur af öllum pöntunum á Jensen rúmum.
Í tilefni 104 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í Ancient eikar útgáfu.
Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í Ancient eik. Þökk sé sérstakri meðferð hefur eikartréð fengið einstakan dökkbrúnan glóa sem einkennir þessa sérstaklega eftirsóttu og sjaldæfu, þúsund ára gömlu eik.
Sérstakar afmælisútfágur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða Ancient eikar útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner dagana 3. – 4. apríl.
Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 3. og 4. apríl.
Colonial chair 149 frá Carl Hansen & Søn er einstalega fallegur hægindarstóll og mikil meistarasmíði. Colonial stóllinn er einfaldur og elegant og mjög stöðugur þrátt fyrir fíngert útlit. Hannaður árið 1949 af Ole Wanscher og er nú á 20% tilboðsverði til 1. nóvember. Colonial chair 149 er klassísk og tímalaus dönsk hönnun.
Horfðu á þetta stutta video hér að neðan og sjáðu hvernig stóllinn er smíðaður,
Dönsku hönnunarverðlaunin voru kynnt á dögunum og hlutu fjölmargar vörur sem fást í Epal viðurkenningu fyrri framúrskarandi hönnun. Þeir sem standa að baki hönnunarverðlaunanna eru dönsku hönnunartímaritin Bo Bedre, Bolig Magasinet og Costume living.
CH22 stóllinn hlaut til að mynda verðlaun sem “Årets Comeback” eða endurkoma ársins en stóllinn var nýlega settur aftur í framleiðslu af húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn.
CH22 stóllinn var einn af fyrstu stólunum sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og var fyrst kynntur til sögunnar árið 1950 ásamt heimsþekkta CH24 sem betur er þekktur sem Wishbone chair / Y-stóllinn. Fyrr á árinu hóf Carl Hansen & Søn endurframleiðslu á þessum einstaka stól og bjóðum við nú upp á hann á frábæru tilboðsverði, aðeins 200.000 kr. í stað 320.000 kr.