Við fáum í heimsókn til okkar sérfræðing frá Carl Hansen & Søn dagana 6. – 8. júní.
20% afsláttur af öllum borðum og 15% afsláttur af öllum öðrum vörum frá Carl Hansen & Søn verður veittur dagana 6. – 8. júní.
Áttu gamalt húsgagn frá Carl Hansen en vantar ráðleggingar um umhirðu og viðhald? Sérfræðingur Carl Hansen getur svarað öllum spurningum sem koma að nýjum og gömlum húsgögnum frá Carl Hansen og hvetjum við ykkur til að koma við og fræðast um þennan framúrskarandi húsgagnaframleiðanda, einstaka hönnunina og viðhald húsgagna frá þeim.
Carl Hansen & Søn eiga rætur sínar að rekja aftur til ársins 1908 og er fyrirtækið í dag eitt það fremsta í danskri húsgagnaframleiðslu og eru heimsþekktir fyrir gæði og frábæra hönnun.
Verið hjartanlega velkomin í heimsókn.