2022 afmælisútgáfa Y stólsins

2022 afmælisútgáfa Y stólsins er glæsileg samsetning úr FSC™ vottuðu olíubornu tekki og með vönduðu náttúrulega meðhöndluðu leðri. Takmarkað upplag!
Stóllinn er merktur með einstakri brass plötu sem grafin er með undirskrift Hans J. Wegner ásamt fæðingardegi.

Afmælisútgáfa Y stólsins er aðeins til sölu frá 28. mars til 4. apríl. Verð: 139.900 kr. Tryggðu þér eintak í vefverslun Epal.is

CH24 í níu nýjum litum

Til að fagna yfir 70 ára samstarfi Hans J. Wegner og Carl Hansen & Son er Wishbone stóllinn nú kynntur í níu nýjum litum sem sérvaldir eru af heimsþekkta hönnuðinum Ilse Crawford.

Hans J. Wegner hannaði Wishbone stólinn árið 1949 fyrir Carl Hansen og hefur stóllinn verið framleiddur samfellt í meira en 70 ár. Til að fagna þessum tímamótum hefur Ilse Crawford valið níu matta liti sem gefa stólnum nýtt yfirbragð. Hönnuðurinn segist hafa sótt innblástur sinn í verk danska listamannsins Per Kirkeby, þar sem litirnir ná að fanga fegurð norræns landslags.

“Litirnir eru klassískir og stjórnast ekki af tískustraumum líðandi stundar, heldur litir sem færa dýpt og margbreytileika á hvaða heimili sem er”, segir Ilse.

Wishbone stóllinn (CH24) í nýjum litum verður kynntur frá mars til desember 2022.

Pewter er fyrsti liturinn úr nýju línunni sem er fáanlegur og mun nýr litur vera kynntur í hverjum mánuði út árið.

Einstakur safngripur! CH24 dökkblár lakkaður

Til að fagna afmælisdegi Hans J. Wegner hefur hönnuðurinn Ilse Crawford sett sitt mark á Y stólinn.
CH24 árituð afmælisútgáfa Hans J. Wegner í gljáandi dökkbláum lit er bæði aðlaðandi, tímalaus og nútímaleg. Einstakur áritaður safngripur sem aðeins verður til sölu til 30. apríl 2020.

Verið hjartanlega velkomin til okkar í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku hönnun frá Carl Hansen & Søn

Einstök afmælisútgáfa CH24 stólsins : Aðeins til sölu 2. apríl

Í tilefni af 105 ára afmælisdegi Hans J. Wegner þann 2. apríl, hefur Carl Hansen & Søn afhjúpað einn þekktasta stól hönnuðarins, glæsilegan CH24 stól í olíuborinni hnotu með rauðu geitaskinni.

Í fyrsta sinn í sögu stólsins er hann kynntur í þessari einstöku útgáfu og verður aðeins til sölu þann 2. apríl í tilefni afmælisdags Hans J. Wegner. 

Í lok tíunda áratugar síðustu aldar vann Hans J. Wegner náið með Carl Hansen & Søn að þróa leðurútgáfu klassíska CH24 stólsins sem færi vel með upprunalega stólnum þar sem sætið er ofið úr sterkum pappírsþræði. Með nýrri tækni og nýjum bólstrunaraðferðum sem þróaðar voru af sérhæfðu handverksfólki Carl Hansen & Søn varð þessi sérstaka takmarkaða útgáfa að raunveruleika.

Hver stóll er merktur með kopar plötu með áritun Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi hans. Sérstakar afmælisútgáfur Y – stólsins eru sérstaklega eftirsóttar hjá söfnurum og hönnunar aðdáendum sem fá nú tækifæri að eignast einstaka áritaða hnotu – leður útgáfu af elegant Y – stól Hans J. Wegner.

Afmælisútgáfan verður eingöngu til sölu 2. apríl.

ÁRITUÐ ÚTGÁFA Y-STÓLSINS Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI ÚR ÁLM

Ekki missa af einstöku tækifæri til að eignast áritaða útgáfu Y-stólsins úr álmi sem framleiddur var í takmörkuðu upplagi.

Carl Hansen & Søn fögnuðu afmælisdegi Hans J. Wegner 2. apríl með árituðum Y-stól í takmörkuðu upplagi úr álm. Þetta er í fyrsta sinn sem Y-stóllinn er framleiddur í þessari sterku og fallegu viðartegund.

Allir stólarnir eru áritaðir með undirskrift Hans J. Wegner ásamt afmælisdegi og með fylgir upprunavottorð.

Þessi einstaka útgáfa af Y stólnum kostar 85.000 kr.-

Y-stóllinn er heimþekktur og er jafnframt frægasta hönnun Hans J. Wegner (sem hannaði yfir 500 stóla á sinni lífstíð). Frá því að fyrsti stóllinn var framleiddur árið 1950 hefur Y-stóllinn verið gerður úr sömu 14 pörtum sem krefjast yfir 100 ólíkra vinnslustiga og um það bil 3 vikur í undirbúning.

Stóllinn er úr viði og er að mestu leyti handgerður, þar á meðal er setan handofin úr 120 metrum af sterkum pappírsþræði sem á að duga í allt að 50 ár. Hans J. Wegner hannaði stólinn fyrir Carl Hansen & Søn árið 1949, og hefur hann verið óslitið í framleiðslu frá 1950. Stóllinn heitir í raun CH24 en er kallaður Y-stóllinn á íslensku og óskabeinsstóllinn á ensku, eða Wishbone chair.