Jólaborðið í Epal : Fólk Reykjavík

Jólaandinn mun svífa yfir í desember og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Þær Ólína Rögnudóttir og Ragna Sara Jónsdóttir hjá Fólk Reykjavík dekkuðu glæsilegt jólaborðið í Epal.

Fólk frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á árinu nýja vörulínu, Living Objects / Lifandi hlutir sem vakið hefur mikla eftirtekt. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Ragna Sara stofnaði FÓLK árið 2017 til að samræma áhuga sinn á umhverfis- og samfélagsmálum og hönnun. Þess vegna vinnur FÓLK eingöngu með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

Markmið FÓLKs er að fjárfesta í hönnuðum og hönnun þeirra og skapa þannig svigrúm fyrir þá til að skapa á meðan FÓLK sér um framleiðslu- og markaðssetningarferlið. Markmið FÓLKs er einnig að auka hlutfall íslenskrar hönnunar sem fer í framleiðslu og markaðssetningu alþjóðlega.”

Jólaborð FÓLKs mun standa í Epal Skeifunni dagana 13. – 19. desember.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Okkur fannst gott að halda fast í þær hugsjónir sem við höfum verið að vinna með í okkar samstarfi – einfaldir hluti úr hráefnum sem eru náttúruleg eða endurvinnanleg. Borðið þarf jafnframt að þjóna því hlutverki sem þú vilt að það þjóni þegar hátíðleg tilefni ber að garði.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Við höfðum einfaldleika og sjálfbærni að leiðarljósi þegar við skreyttum borðið. Við erum með glös frá Iittala, svartan viðarbakka og salatskeiðar frá Skagen, kaffibollar vatnskanna og salatskál eru frá Ro, svartir desert diskar og forréttadiskar eru frá EVA SOLO, gyllt hnífapör frá HAY, viðarbakka frá Applicata, viskustykki frá Humdakin og svo erum við með hluti úr vörulínunni Lifandi hlutir (e. Living Objects) sem Ólína Rögnudóttir vöruhönnuður hannaði fyrir FÓLK. Fallegir marmarahlutir sem geta verið bæði kertastjakar og blómavasar og hins vegar staflanlegar glerskálar og viðarbakkar sem eru væntanleg á markað með vorinu.

Hvaða hlut væruð þið helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ólína – Ég bíð eftir að geta nýtt glerskálarnar frá FÓLK, keramikskálin frá Ro er í uppáhaldi sem og vatnskannan frá þeim, samspil allra þessara forma heilla mig.

Ragna Sara – ég er mjög ánægð með allar vörurnar sem við erum að setja á markað og eru eftir Ólínu, mig langar raunverulega að eiga þær allar og svo langar mig í keramikskálarnar frá Ro.

Finnst ykkur best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir? Við ákváðum í upphafi að vinna með sjálfbærni þema, þ.e. að nota eingöngu náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og að hampa náttúrunni á borðinu, og þess vegna má sjá að helstu skreytingarnar eru úr plöntum og helstu hlutirnir eru úr náttúrulegu eða endurvinnanlegum hráefnum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? Stíllinn er mjög afslappaður og náttúrulegur. Það er til dæmis ekkert plast á þessu borði!

Jólaborðið í Epal : Linda hjá Pastelpaper

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. Linda Jóhannsdóttir hönnuður Pastelpaper dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 28. nóvember – 5. desember.

Linda Jóhannsdóttir hönnuður stofnaði Pastelpaper árið 2014. Undir nafninu Pastelpaper hefur hún meðal annars hannað dásamlegar illustration línur sem innihalda bæði myndir og póstkort, þrívídd messing verk og vatnslitaverk sem vakið hafa mikla athygli. Nýjasta verkefnið hennar er samstarfsverkefni með Urð, Linda myndskreytti kertið Brjóstbirta og gaf út nýja línu sem heitir Brjóst og saman stóð af 30 verkum sem unnin voru í blandaðri tækni með vatnslitum, pastelkrít og blek. Sýningin og kertið sem var partur af bleikum október var unnið fyrir Göngum Saman. Pastelpaper er þó líklega þekktast fyrir fallegu fuglana sem seldir eru víða og þar á meðal hér í Epal.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er best að mynda sér skoðun á því hvað manni langar skapa, það þarf alls ekki að vera flókið að gera fallegt hátíðarborð. Það er oft þægilegt að vinna með einhvern ákveðin stíl og þema, finna til hvað maður á heima og svo bæta kannski við fallegum hlutum sem fullkomnar lookið. Mér finnst oft gaman að finna til hluti sem eiga í raun kannski ekki “heima” á borði en gera eitthvað skemmtilegt og skapa stemningu. Á þessu borði er til dæmis lunda goggarnir frá okkur sem eru gerðir til að hengja á vegg en eru með í að gera ævintýralega stemningu.

Hvaða hlutir eru á borðinu?

Marmara plattar frá Menu, Kähler diskar, HAY hnífapör, messing diskar frá HAY sem eru í raun undirskálar, Holmegaard rauðvínsglös, bleik Iittala vatnsglös, jólaskraut frá meðal annars Ferm Living og Lyngby og svo Johan Bülow lakkrís og The Mallows sykurpúðar til að gera jólaborðið extra girnilegt.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu?

Langar helst eiga þetta allt og mun örugglega bara nota mynd af borðinu í stað óskalista þessi jólin en ef ég yrði að velja væru það messing stjakarnir frá Menu þar sem þeir eru búnir að vera á óskalistanum lengi og bleika skálin frá Lyngby.

Finnst þér best að vinna eftir vissu þema þegar þú skreytir?

Ég reyni að vera með ákveðin stíl eða þema þegar ég skreyti, hvort sem ég sé að fara skreyta köku, borð, veislu eða heimili, þannig skapast heild og auðveldar líka valið af hlutum. Þema getur til dæmis verið út frá mynd, uppáhalds sögu, lagi eða lit.

Hvernig er stíllinn á borðinu?

Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.

“Stílinn er Pastel í bland við ævintýri. Gat í raun varla verið annað þegar “Pastelpaper” var að skreyta í fyrsta skipti í Epal. Pastel lit er svo blandað við messing sem er í miklu uppáhaldi hjá mér og gerir allt svo hátíðarlegt.”

 

Við þökkum Lindu Pastelpaper kærlega fyrir þetta hátíðlega skreytta jólaborð. Verið velkomin til okkar í Epal Skeifuna og fáið hugmyndir að jólagjöfum og jólaskreytingum.

JÓLABORÐIÐ : IHANNA HOME

Jólaandinn mun svífa yfir í desember 
og fáum við til okkar fjóra hönnuði og stílista sem munu dekka jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni. IHANNA HOME dekkaði upp jólaborðið í Epal vikuna 24. nóvember – 1. desember.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir gæðavörur með einfaldleika og notagildi að leiðarljósi. Fyrirtækið var stofnað árið 2008 þegar Krummi herðatré leit dagsins ljós. Vörur IHANNA HOME eru seldar í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu víða um heim.

14976056_10155458583368332_747662107_o

Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir hönnuður IHANNA HOME ásamt Iðunni Sveinsdóttur sölu- og markaðstjóra fyrirtækisins lögðu á borð og sitja fyrir svörum.

Hvernig er stíllinn á borðinu? 

Stíllinn er hlýr og hátíðlegur en á sama tíma myndum við segja að hann sé stílhreinn.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð?

Það er fallegt að skreyta borðið með einhverju lifandi eins blómum og greinum sem gefa borðinu alltaf mikið líf. Einnig mælum við með að velja fallegar servíettur til að leggja á borðið með og við völdum á okkar borð Forest servíettur frá IHANNA HOME. Það er einnig gott að huga að litaþema og að hafa jafnvægi í skreytingunum, að raða t.d. ekki öllu skrauti á sama stað.

15183956_10155458584338332_22738833_o 15204263_10155458582818332_772993717_o 15215879_10155458580013332_1781625522_o 15215980_10155458584523332_1658308976_o 15224769_10155458583073332_1410675913_o

Hvaðan eru hlutirnir?

Aðventukertastjaki og glervasar eru frá Menu, og stendur á Kubus bakka. Matarstell ásamt glösum eru frá Iittala og hnífapörin eru eftir Arne Jacobsen og koma frá Georg Jensen.

Viðarbakkinn heitir Sunrise og er frá Anna Thorunn og á honum standa glös og karafla frá Ferm Living. Servíettur, sniglar og værðarvoðir koma frá IHANNA HOME.