HÖNNUNARMARS Í EPAL: ÍSLENSK SAMTÍMAHÖNNUN VIII – Textílhönnun

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Meðal þess sem er til sýnis er áttunda sería frímerkjanna “íslensk samtímahönnun” eftir Örn Smára sem fjallar í ár um íslenska textílhönnun. Frímerkin sýna hönnun eftir þær Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína í gegnum tíðina.

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR

Auga/Kúla – Hljóðlausn

Bryndís útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og hefur sérhæft sig frá árinu 2009 í að byggja upp skúlptúrform sem jafnframt hafa notagildi og hefur í þeim tilgangi fengið alþjóðlegar vottanir fyrir hljóðdempandi virkni verka sinna. Bryndís hefur sýnt og selt verk sín til allra Norðurlandanna sem og fjölmargra Evrópulanda.

RAGNA FRÓÐA

Fjallgarður – Heimilistextíll

Ragna lærði fata- og textílhönnun í París og á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og styrki fyrir hönnun sína. Undanfarin ár vann Ragna í New York hjá einu þekktasta tískuspádómsfyrirtæki heims. Ragna býr núna á Íslandi og vinnur að eigin hönnun, auk þess sem hún er deildarstjóri Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík.

VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Verndarhönd – Trefill

Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni hönnuða en markmið þess er að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnar. Hönnuðirnir heillast af sagnahefð og hegðun náttúrunnar.
Þeir eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Fyrirtækið hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og vörurnar verið sýndar á sýningum erlendis.

ANÍTA HIRLEKAR

Vor/Sumar 2016 – Tískulína

Anita útskrifaðist með MA-gráðu í fatahönnun 2014 frá Central Saint Martins listaháskólanum í London. Hugmyndafræði Anítu snýst um að sameina handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Hún var valin sem ein af fjórum mest framúrskarandi alþjóðlegum hönnuðum árið 2015 í Bretlandi. Aníta hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir hönnun sína.

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL: IHANNA HOME

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

HOME BAGS er ný vörulína sem samanstendur af 3 stærðum af fjölnota körfum í mismunandi útfærslum. Körfurnar eru unnar úr 100% endurunnu plasti og með leður handföngum. Þessi vörulína er samstarfsverkefni IHANNA HOME og finnska fyrirtækisins Vilikkala en eigendur þessara fyrirtækja hafa verið vinir síðan á unglingsárum og hefur lengi dreymt um að vinna að sameiginlegu verkefni.

Home bag er m.a. gagnlegt fyrir:

  • Leikföng
  • Prjónadót
  • Plöntur
  • Tau
  • Eldivið
  • Handlkæði

Og margt margt fleira,

 

BUBBLES mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett. Hugmynd að mynstrinu er fengin út frá sápukúlumynstri sem myndast við uppvask.


Barnarúmföt er nýjung frá IHANNA HOME og verður fáanlegt í 3 útfærslum; Dots mynstrinu í hvítum með svörtum doppum og Mountains mynstrinu í bleikri og blárri útfærslu. Barnarúmfötin koma í sætum “leikfimipokum.” Stærðin er 100×140 cm ásamt koddaveri 45×40 cm. Sængurverunum er lokað með rennilás.

 

 

SENTIMENT værðarvoð er viðbót við værðarvoðalínuna sem er nú þegar fáanleg frá IHANNA HOME. Værðarvoðin er 130 cm x 180 cm að stærð og framleitt úr 88% ull og 12% bómll sem gerir hana hlýja en mjúka í senn.

Hugmyndin að munstrinu Sentiment kemur út frá því tilfinningalega gildi sem fólk myndar til sumra hluta sem fylgja þeim í gegnum lífið.

 

HÖNNUNARMARS Í EPAL : MARGRETHE ODGAARD

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hönnuðurinn Margrethe Odgaard notar vefnað sem grundvöll í sína hönnun. Með því að hugsa með höndunum er nálgun hennar á sama tíma listræn, áþreifanleg og vel úthugsuð. Odgaard notast bæði við ljóðræn og samræmd mynstur og liti og er hún stöðugt í leit að ferskum leiðum til að nýta lit og mynstur í vefnað sem er einkennandi fyrir öll hennar verk. Hennar listræna sýn er knúin áfram af þrá hennar fyrir sköpun þar sem þekking, hugmyndir og kunnátta eru í forgrunni.

 „Mitt íslenska verk samanstendur af tveimur vörum, sem hvort um sig er nefnt eftir stöfum úr stafrófinu. Púðinn heitir Ástvin, sem er íslenskt karlmannsnafn og merking þess er „kær vinur“. Teppið heitir eftir kvenmanns nafninu Brynja, það er þykkt, mjúkt og notalegt til að kúra með og halda á sér hita. Þetta er samstarfsverkefni mitt með EPAL og er hugmynd þeirra að kynna reglulega nýjar vörur sem gerðar eru úr íslenskri ull. Næsta vara mun byrja á stafnum C.“

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ANNA ÞÓRUNN

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Sýnendur eru: Anna Thorunn, Ihanna Home, Margrethe Odgaard, Marý, Hring eftir hring, Sigurjón Pálsson og Vík Prjónsdóttir.
Ásamt sýningunni Íslensk samtímahönnun á frímerkjum. Textílhönnun eftir Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur er viðfangsefni áttundu frímerkjaútgáfu Póstsins í seríunni Íslensk samtímahönnun. Frímerkin sem eru hönnuð af Erni Smára verða sýnd í stækkaðri mynd ásamt hlutunum sem prýða þau.

 

Anna Þórunn Hauksdóttir vöruhönnuður frumsýnir stóllinn By 2 sem gerður var í samvinnu við eiginmann hennar Gian Franco Pitzalis. Ásamt blómavasanum Prosper sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa, og borðspegli og skartgripahirslunni Insight sem gerður er úr grænum marmara.

INSIGHT : “Þríhyrningsformið á sér víðtaka merkingu í hinum efnislega sem og andlega heimi.Formið gefur frá sér innra rými óendanleikans sem kallar á að við skoðum okkur sjálf og gefum okkur rými til að vera.”

PROSPER : “Er blómavasi sem gefur nýja skynjun á blóm í vasa. Lok með fáeinum götum þekur yfirboð vasans og gefur með því tilfinningu líkt og blóm sé að vaxa upp úr moldinni.Frá hverju gati fyrir sig liggur rör niður í vasann sem gefur blóminu styrk að standa eitt og sér. Einnig er hægt að nota vasann á loks og verður hann þar af leiðandi eins og hver annar vasi.”

Myndir : Kristinn Magnússon

HÖNNUNARMARS Í EPAL: MARÝ

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23.-26.mars, kynnið ykkur endilega opnunartíma og sýnendur á facebook viðburðinum okkar: https://www.facebook.com/events/1825393947677990/

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Marý Ólafsdóttir vöruhönnuður býr og starfar í Stokkhólmi. Aðaláherslur Marý sem hönnuður er að hvetja fólk til umhugsunar á umhverfinu og sýna því aukna virðingu. Þar af leiðandi er hver vara hönnuð með það í huga og með áherslu á sjálfbærni, náttúrlegan efnivið og hefur hver vara sögu að segja. Sjá nánar:​ ​www.mary.is

Keilir er handgerð skopparakringla sem hvetur til leiks hjá ungnum sem öldnum. Hún minnir á náttúruna, ýtir undir einfaldleikann og kyrrðina sem felst í að njóta augnabliksins. Einkenni skopparakringlunnar er að börkur trésins er skilinn eftir á ystu rönd hennar. Handverkið og uppruni efnisins verður áberandi fyrir vikið og nálægðin eða tilfinningin fyrir efninu verður sterkari. Skopparakringlan er rennd úr íslensku birki frá Kjarnaskógi og Hallormsstaðarskógi af 79 ára gömlum handverksmanni vestur af fjörðum.

Keilir er fyrsta verkefnið úr nýrri línu sem ber heitið Heima, en verkefnið gengur út á samstarf hönnuða, handverksfólks og lítilla framleiðsluaðila á Íslandi. Allar vörurnar eru unnar úr íslenskum náttúrulegum hráefnum. Hvert verkefni sækir innblástur í Íslenska náttúru og lifnaðarhætti með ferskri nálgun.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: HRING EFTIR HRING

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hring eftir hring er íslenskt skartgripafyrirtæki sem var stofnað árið 2009 í kjölfar þess að Steinunn Vala, einn af eigendum Hring eftir hring, skapaði Laufahringinn sem naut mikilla vinsælda hér heima. Frá þeim tíma hafa fleiri skartgripalínur litið dagsins ljós, hannaðar af Steinunni Völu sem og öðrum hönnuðum, listamönnum og handverksfólki. Þennan HönnunarMars sýnir Hring eftir hring Flugur sem eru hugarsmíði Steinunnar Völu og Helgu Páleyjar myndlistakonu. Þar á meðal má finna hálsmen úr glerperlum, fjöðrum og þræði sem eru innblásin af þeim gjörningi þegar manneskja veiðir fisk. Einhverjir gætu séð móta fyrir gapandi munni fisksins og beitu veiðimannsins í hálsmenunum.

Skartgripalínan sem nú er sýnd í Epal er í raun viðbót og spuni upp úr skartgripalínu sem Hring eftir hring hefur þegar kynnt til leiks og sett á markað og heitir Flugur. Flugurnar eru handhnýttar á sama hátt og veiðiflugur og bera hver um sig eigið nafn og sinn eiginleika, enda einstakar hver og ein, eins og hver og einn.