NÝTT Í EPAL: GEJST DESIGN

Við vorum að bæta við úrvalið okkar vörum frá glæsilega danska hönnunarmerkinu Gejst. 

Gejst var stofnað árið 2013 af hönnuðunum Søren Nielsen og Niels Grubak Iversen. Hugmyndin var að ögra hefðbundinni hugsun um nútíma hönnun og í kjölfarið þróa vörur sem standast tímans tönn – bæði hvað varðar efni og hönnun.

Gejst er þó meira en aðeins nafn, á dönsku þýðir orðið að vera áhugasamur og ákafur og var það einmitt eitt af grunngildum stofnunar fyrirtækisins að sögn Søren og Niels, og síast það inn í hverja hugsun og hverja vöru sem þeir framleiða.

Gejst framleiðir fallegar og endingargóðar vörur fyrir heimilið og má þar nefna viðar eldhúsrúllustanda, viðarbakka, skipulagshillur og fleira.

Verið velkomin verslun okkar í Skeifunni og sjáið úrvalið.

gejst_transmission_black

SONY DSC

gejst_flex_white_04 gejst_flex_black_03 gejst_flex_black_01 gejst_underground_black_400-1 gejst_transmission_kitchenrollholder_white_02_313 gejst_transmission_kitchenrollholder_black_01_307 gejst_transmission_cutting_board_30x40black_01_310 gejst_transmission_cutting_board_20x30brown_01_304

PH ljósið 90 ára – ljósið sem átti að fegra heimili og fólk

Við megum til með að deila áfram þessari frábæru grein um PH ljósið sem birtist á vefmiðlinum Kjarnanum þann 3.júlí 2016. Greinin er skrifuð af Borgþóri Arngrímssyni. 

Sjá grein á Kjarnanum, hér

Í nýlegri danskri könnun þar sem lands­menn voru beðnir að nefna tíu þjóð­ar­ger­semar kenndi ýmissa grasa. Meðal ger­sem­anna var PH ljósið svo­nefnda. PH er eig­in­lega sam­nefni yfir fleiri en eitt ljós sem byggj­ast öll á sömu hug­mynd­inni. Níu­tíu ár eru síðan arki­tekt­inn og hug­mynda­smið­ur­inn Poul Henn­ings­en, PH, fékk hug­mynd­ina og smíð­aði sitt fyrsta ljós, en þessi hönnun hefur staðið af sér allar tísku­bylgjur og ljósin selj­ast enn eins og heitar lumm­ur, kannski jafn­vel hrað­ar!

media-17989031-lp_ph5_rosa.width-900

Poul Henn­ingsen var fæddur 1894 í Ordrup norðan við Kaup­manna­höfn. Hann var í opin­berum skjölum skráður sonur rit­höf­und­ar­ins Agn­esar og skóla­stjór­ans Mads Henn­ingsen. Fað­ir­inn var hins vegar rit­höf­und­ur­inn Carl Edwald, sem móðir Pouls átti í ást­ar­sam­bandi við. Að loknu barna­skóla­námi hóf hann nám í múr­verki en 1911 – 1917 stund­aði hann nám við Det tekniske Selskabs Skole og jafn­framt um tveggja ára skeið í Polyt­eknisk Lær­ean­stalt, Tækni­skól­an­um. PH hafði mik­inn áhuga fyrir mál­ara­list og stund­aði um skeið nám hjá list­mál­ar­anum Johannes Larsen. PH stund­aði ekki, frekar en margir þekktir danskir hönn­uðir og arki­tekt­ar, ekki nám við Arki­tekta­deild Lista­há­skól­ans, Kun­staka­demi­et. Bak­grunn­ur­inn var iðn- og tækni­nám.

Snemma áber­andi í menn­ing­ar­líf­inu

PH hafði snemma mörg járn í eld­in­um. Hann setti á fót teikni­stofu í eigin nafni árið 1919, sem hann starf­rækti árum sam­an. Vann meðal ann­ars mikið fyrir skemmti­garð­inn Tívolí, var eins­konar hirð­arki­tekt þar eins og hann orð­aði það ein­hvern tíma. Hann hafði alla tíð mik­inn áhuga fyrir þjóð­fé­lags­mál­um, skrif­aði árum saman fyrir dag­blaðið Politi­ken og síðar Information. Hann samdi jafn­framt fjöl­margar revíur og á árunum 1926 – 1928 gaf hann út tíma­ritið Kritisk Revy, þar var fjallað á gagn­rýn­inn hátt um þjóð­fé­lags­mál. 1935 fékk utan­rík­is­ráðu­neytið hann til að gera kvik­mynd um dag­legt líf í Dan­mörku, myndin var hugsuð sem kynn­ing á landi og þjóð. Myndin fékk mis­jafna dóma og var síðar stytt og er nú til í tveimur útgáf­um. PH var frá upp­hafi mjög gagn­rýn­inn á nas­is­mann og eftir að Þjóð­verjar her­námu Dan­mörku 1943 voru öll skrif hans rit­skoð­uð. 

Flýði til Sví­þjóðar undan nas­istum

30. sept­em­ber 1943 flýði PH ásamt eig­in­kon­unni Inger á ára­bát yfir Eyr­ar­sund til Sví­þjóð­ar. Um borð í ára­bátnum var líka arki­tekt­inn Arne Jac­ob­sen ásamt unn­ustu sinni og ungum verk­fræð­ingi, Her­bert Marcus, sem lagði stund á kapp­róðra. Þeir Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus voru gyð­ingar og ótt­uð­ust um líf sitt. Það gerði PH líka og eftir að stríð­inu lauk komst upp að danskir nas­istar ætl­uðu sér að drepa PH og fjöl­skyldu hans með því að kveikja í rað­húsi fjöl­skyld­unnar í Ordr­up. Eftir að stríð­inu lauk flutti PH með fjöl­skyldu sinni til baka til Dan­merkur og það gerðu líka Arne Jac­ob­sen og Her­bert Marcus. Eftir heim­kom­una hélt PH áfram að skrifa, ásamt vinn­unni á arki­tekta­stof­unni. Arki­tekta- og rit­störfin verða ekki frekar rakin hér en list­inn er lang­ur: ein­býl­is­hús, fjöl­margar og ólíkar opin­berar bygg­ing­ar, Tívolí (sem áður var get­ið) söngv­ar, skrif í dag­blöð og tíma­rit. Enn­fremur skrif­aði hann nokkrar bækur og var áber­andi per­sóna í dönsku þjóð­líf­i. 

En það er þó fyrst og fremst eitt sem heldur nafni hans á lofti.  

ph5.width-800
PH 5 ljósið er til í ýmsum útgáfum og litum í dag.

 

PH ljósin

Strax á náms­ár­unum fékk PH mik­inn áhuga fyrir ljósum og lýs­ingu. Ljósa­per­urnar voru að hans mati ljót­ar, og birtan frá þeim ann­að­hvort allt of skær eða dauf. Hann ein­setti sér að útbúa ljós, eða skerm eins og hann kall­aði það, sem kastaði birt­unni frá sér án þess að peran sjálf væri sýni­leg. Hann gerði ótal til­raunir heima í rað­hús­inu í Ordrup og á teikni­stof­unni. Árið 1924 hófst sam­vinna PH við fyr­ir­tækið Louis Poul­sen. Það fyr­ir­tæki var stofnað 1874 í kringum inn­flutn­ing á víni, sá rekstur gekk ekki vel en 1891 hóf fyr­ir­tækið rekstur raf­magns­verk­stæðis og opn­aði jafn­framt verslun með verk­færi og járn­vörur af ýmsu tagi ásamt litlu járn­smíða­verk­stæði. Þegar PH leit­aði eftir sam­vinnu við Louis Poul­sen 1924 var ætlun hans að taka þátt í alþjóð­legri sýn­ingu í París árið 1925 og sýna þar nýju upp­finn­ing­una, þriggja skerma ljós­ið. ­Skemmst er frá því að segja að ljósið, sem var loft­ljós úr málmi, vakti mikla athygli og hlaut fyrstu verð­laun sýn­ing­ar­inn­ar. Ári síð­ar, 1926, vann PH í sam­vinnu við Louis Poul­sen sam­keppni um lýs­ingu í nýja sýn­ing­ar­höll, For­um, á Frið­riks­bergi við Kaup­manna­höfn. Í dag­blaði frá þessum tíma segir að ljós­in, skerm­arnir úr opal gleri, hafi verið eins og hvítir fuglar í sýn­ing­ar­saln­um. 

Ein­stök hönnun 

Bæði PH og for­svars­mönnum Louis Poul­sen var ljóst að upp­finn­ing PH, þriggja skerma ljósið, var ein­stök og Louis Poul­sen náði brátt samn­ingum við umboðs­menn í mörgum löndum og lét úbúa kynn­ing­ar­efn­i.  Nýjar útfærslur af þriggja skerma ljós­inu komu á mark­að­inn, loft­ljós, borð­lampar, og salan jókst stöðugt. Í blaða­við­tali frá þessum tíma sagð­ist for­stjóri Louis Poul­sen hand­viss um að PH ljósin ættu eftir að verða vin­sæl og eft­ir­sótt í fram­tíð­inni og þriggja skerma hönn­unin myndi stand­ast tím­ans tönn. Hann reyn­ist sann­spár.

Margt í gangi hjá PH 

Þótt ljósin seld­ust vel og mögu­leik­arnir á útfærslum hug­myndar PH væru langt frá því að vera tæmdir hafði hönn­uð­ur­inn fleiri járn í eld­in­um. Tekj­urnar af ljósa­söl­unni gerðu honum kleift að sinna öðrum áhuga­mál­um, þar voru rit­störfin fyr­ir­ferð­ar­mest. Svo var það arki­tekta­stof­an, þar var nóg að gera. Louis Poul­sen þrýsti mjög á PH að koma með fleiri ljós og nýjar útfærsl­ur. Árin liðu, PH var orð­inn mold­ríkur (eins og hann orð­aði það sjálf­ur) en hann hélt þó alltaf áfram að sinna öllum sínum fjöl­mörgu áhuga­mál­um. Skyndi­lega var komið árið 1958.

PH 5

Mörg af ljósum PH bera ekki sér­stök heiti. Þau hafa ein­fald­lega tölu­staf fyrir aftan staf­ina PH, til aðgrein­ingar hvert frá öðru. Þótt til séu nokkur hund­ruð mis­mun­andi ljós og útfærslur af ljósum Poul Henn­ingsen er ljósið sem fékk nafnið PH 5 lang þekkt­ast og hefur orðið eins konar sam­nefn­ari fyrir verk hans. PH 5 kom á mark­að­inn 1958 og talan 5 merkir að stærsti skerm­ur­inn er 50 senti­metrar í þver­mál. Þetta ljós, PH 5, féll strax í kramið hjá almenn­ingi og hefur selst í millj­ón­a­tali. Í verk­smiðju Louis Poul­sen í Vejen á Jót­landi eru 130 starfs­menn og þar eru árlega fram­leidd að minnsta kosti 230 þús­und ljós en nákvæm tala fæst ekki gefin upp. Lang stærsti hluti fram­leiðsl­unnar er PH ljós og lampar, þar vegur hlutur PH 5 þyngst.   Efnið í PH 5 er matt­lakkað ál, aðal­lit­ur­inn í upp­hafi hvítur en einnig blár litur og rauður til að skapa jafn­vægi í dreif­ingu birtunn­ar. Síðar hafa komið fleiri litir og sífellt bætist við úrval­ið. Sér­stök útgáfa, kölluð PH 50 kom á mark­að­inn 2008, í til­efni þess að þá var hálf öld síðan PH 5 var fyrst fram­leitt. Poul Henn­ingsen hefur lík­lega ekki órað fyrir vin­sældum ára­tuga vin­sældum ljóss­ins en hann lést 1967.

Hver er ástæða þess að þetta ljós sem hefur verið á mark­aðnum í tæpa sex ára­tugi er svo vin­sælt? Margir vildu geta svarað þess­ari spurn­ingu en eng­inn veit svar­ið. Ljósið er fyrir löngu orðið sígilt og hefur staðið af sér alla tísku­strauma. Salan helst stöðug milli ára, eykst þó held­ur. Án þess að tölu­legar stað­reyndir liggi fyrir verður að telja lík­legt að hlut­falls­lega séu PH 5 ljósin algeng­ust í Dan­mörku en þau hafa í gegnum árin selst vel í nágranna­lönd­unum og hafa lengi verið vin­sæl á Íslandi. Jap­anir eru líka hrifnir af ljós­un­um. Sú saga er sögð af Jap­ana sem kom til Dan­merkur uppúr 1960 að hann hafi keypt PH 5 ljós og haft með sér heim. Hann hafi svo sagt frá því þegar heim kom að sér hefði verið sagt að danska ríkið gæfi öllum brúð­hjónum í Dan­mörku svona ljós. Þetta ku hafa þótt tíð­indi þar eystra. Tak­mörkuð tungu­mála­kunn­átta veldur iðu­lega mis­skiln­ingi.

 

GLÆSILEGAR MOTTUR FRÁ LINIE DESIGN

Linie Design er danskt hönnunarmerki sem stofnað var árið 1980 og sérhæfir sig í hönnun, þróun og heildsölu á handgerðum mottum úr hágæða efnum. Í dag er Linie Design stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Norður-Evrópu.

Linie Design vinna mikið með hefðir, bæði þegar kemur að norrænni hönnun en einnig þegar kemur að einstöku handverki. Allar motturnar eru hannaðar af hæfileikaríkum Skandinavískum hönnuðum og handgerðar af Indverskum handverskmeisturum sem hafa fullkomnað sitt handverk í gegnum margar kynslóðir.

Við bjóðum upp á gott úrval af mottum frá Linie Design og einnig er hægt að sérpanta. Allt úrvalið má sjá á vefsíðu þeirra liniedesign.com ásamt því að hægt er að skoða gott úrval í sýningarsal okkar í Epal Skeifunni 6.

136057_a 254105_a 302706_a 423990_a 481106_a 487206_a 488906_a 590435_a 592814_a 593006_a 966506_a 970215_a combination_yellow_image--N Fade_Grey_01-New LOKE-IN-CHARCOAL---DESIRE-I

LJÓSIN FRÁ LOUIS POULSEN

Louis Poulsen er eins og við flest þekkjum, danskur ljósaframleiðandi og var fyrirtækið stofnað árið 1874. Tveir af frægustu hönnuðum Louis Poulsen voru þeir Arne Jacobsen og Poul Henningsen en sá síðarnefndi hannaði einmitt eitt frægasta ljósið frá Louis Poulsen sem framleitt er enn í dag, það er PH ljósið. Louis Poulsen framleiðir þó fjölmörg önnur glæsileg og vönduð ljós og er Epal söluaðili þeirra á Íslandi. Við tókum saman nokkrar myndir sem sýna fjölbreytt úrval fallegra ljósa frá Louis Poulsen sem er jafnframt aðeins brot af vöruúrvali þeirra.

tg_70new_50753b849606ee32484e980e8e842b31c5314a763eb7ae708268c922 tg_52_50753e6c9606ee320c00739c tg_28_50753ba3ddf2b3632f000117 tg_13_50753ba2e087c3015c25d77e fbd07d7e023ccad824f31dac6af1a39c f0a8092495e5e7464d87c3d8c1d26e0e dbcf1b9219768a8d416e503c75767d57 bd37cf05d4915bc11db5ec7d13fa58b8 b848b8c2b9821170c474e71820aa20e0 a2767500acf677f4d6eb62845f15a546 a966325cb48bb07c392a21e47c553c76 a193809b4cce04f25338167b7e3c6e8d a02d8a41213346e2a1e9c726fba9d55a 8523cf1509593d598a3e114c7b509534 6852a902e90c345b444c12a8e321484e 833c6d10087f7510cdce80dfd74a4104 77cd5381a0e7dfb95467d6d1e46a30e4 46e3a61472747fed194074c8967b7880 45e2929036be5183a49de444e830b390 9fb3d813c3db523cc0462517006ed47c 6d289de51b8b9bf522f46edb43674f75 4b03197b2d6f1e54109d9d6a418f8017

NÝTT MERKI Í EPAL: DARØ

Við vorum að bæta spennandi vörumerki við vöruúrval okkar, en það er danski ljósaframleiðandinn Darø.

Darø er danskt fjölskyldufyrirtæki sem hefur í gegnum þrjár kynslóðir sérhæft sig í hönnun og framleiðslu á lúxus ljósum fyrir heimilið og vinnustaði. Hvort sem þú ert að leita af borðlampa, gólflampa, hangandi ljósi eða veggljósi, þá er Darø með úrval ljósa til að velja úr. Hönnun Darø er frumleg og falleg og hefur hlotið verðlaun fyrir góða hönnun. Ljósið Bell hlaut þýsku hönnunarverðlaunin 2015 fyrir bestu hönnunina, og erum við spennt að fylgjast með framhaldinu hjá þessu glæsilega hönnunarfyrirtæki sem er á hraðri uppleið.

11902445_450925685079596_4334664860538300440_n1378515_324922411013258_7186593936489747007_n

Ljósið Bell má sjá hér að ofan.

1932286_324948231010676_1423654630148607401_n 10424343_392440697594762_4843928294427522219_n
10576957_324948354343997_3003264785641874677_n 10679492_324948267677339_7717938079998957354_o 10704068_324949274343905_2178028911570845663_n 10955511_408296026009229_3151842658578027961_n 11011188_392425184262980_6514966467114716559_n 11033982_392421000930065_7715976076997408354_n 11071125_389658667872965_8885348784839165149_n 11391327_425620797610085_384755181014134993_n10522646_324922407679925_6712397698442558331_n

 

Komdu við í Epal Skeifunni og fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar.

NÝTT & SPENNANDI FRÁ MENU

Danska hönnunarfyrirtækið Menu var stofnað árið 1976 og hefur það hlotið mikla athygli undanfarið fyrir ferskt vöruúrval sitt og samstarf við suma hæfileikaríkustu hönnuði heims. Stíllinn er minimalískur með skandinavísku ívafi og er því ekki að furða hversu mikillar velgengni þau njóta. Við vorum að fá margar nýjar og spennandi vörur frá Menu og hér að neðan má sjá nokkrar þeirra.

round-box-black-oak.jpg round-box-black-oak-1.jpg

Round box er fallegt eikarbox sem hentar vel til að geyma í t.d. skartgripi, lykla og síma

norm-tumbler-alarm-clock-carbon.jpg norm-tumbler-alarm-clock-carbon-1.jpg

Tumbler eru skemmtilegar vekjaraklukkur sem þarf einungis að snúa við til að slökkva á vekjaranum

circular-bowl.jpg circular-bowl-2.jpg

 

Töffaraleg skál úr steypu

spoonless-container-s-ash.jpg

Spoonless eru skemmtilega hönnuð ílát með þann tilgang að leysa skeiðina af í ýmsum tilfellum, t.d. til að hella múslíinu yfir jógúrtið, hella te í tesíu eða sykri í kaffið

spoonless-container-s-ash-1.jpg

 

Menu fæst í Epal.

NÝTT Í EPAL: BJØRN WIINBLAD

Við vorum að bæta við vöruúrval okkar glæsilegri og klassískri hönnun frá Bjørn Wiinblad sem Rosendahl hóf nýlega endurframleiðslu á eftir áratuga langa bið.

Bjørn Wiinblad var danskur listamaður sem fæddist í Kaupmannahöfn árið 1918. Þrátt fyrir að hafa verið danskur þótti stíllinn hans þó vera allt annað en danskur, á meðan að fúnksjónalismi réði ríkjum í Danmörku, þá fór Bjørn Wiinblad allt aðrar leiðir með náttúrulegum formum, björtum litum og rómantískum stíl. Fljótlega færði hann sig úr því að gera “bara” teikningar yfir í að búa til og myndskreyta keramík sem varð svo það sem hann var alla tíð þekktastur fyrir og hafa þeir gripir verið eftirsóttir af söfnurum undanfarna áratugi. Verk eftir hann prýða meðal annars Victoria og Albert safnið í London og MoMa í New York.

Stíll Wiinblad er auðþekkjanlegur af glaðlegum og ævintýralegum myndskreytingum hans og færir línan svo sannarlega gleði inn á heimilið. Línan inniheldur thermo bolla, blómapotta, blómavasa, kökubox, kertastjaka og bakka, allt að sjálfsögðu myndskreytt teikningum eftir Bjørn Wiinblad.

Wiinblad línan var tilnefnd til hönnunarverðlauna sem endurkoma ársins 2014 “comeback of the year” af dönsku tímaritunum Bo bedre, Costume og Bolig Magasinet.

Sjón er sögu ríkari, við spáum þessari línu miklum vinsældum á Íslandi.


BW_58525_03BW_53005_02BW_58501-2
BW_56152BW_59501 BW_58121_01 BW_58531_03 BW_52105 BW_58103_02 BW_58103_04 BW_58530_01
bjorn_500x500.jpg

AFMÆLISTILBOÐ: Y-STÓLL HANS J. WEGNER

Eitt þekktasta húsgagn Hans J. Wegner er CH24 / Wishbone chair, sem einnig gengur undir nafninu Y-stóllinn. Wishbone stóllinn er nú á sérstöku tilboðsverði í tilefni 40 ára afmælis Epal. Stóllinn var hannaður árið 1949 og var eitt fyrsta húsgagnið sem Hans J. Wegner hannaði fyrir danska húsgagnaframleiðandann Carl Hansen & Søn og hefur stóllinn verið í framleiðslu frá árinu 1950 og notið mikilla vinsælda.

Y-ið í baki stólsins gefur honum mikinn karakter og veitir einnig góðan stuðning við bakið. Stóllinn er léttur og því er auðvelt að færa hann á milli rýma, hann hentar vel við borðstofuborðið, skrifborðið eða jafnvel einn og sér.

image001 2

 

d2f7a11b9a4db2e58f4c3b74ce728c4f

Decon-Wishbone-Chair-Carl-Hansen-2-Wegner-600x600

 

Falleg og klassísk hönnun sem stenst tímans tönn.

ÁHUGAVERÐUR FYRIRLESTUR 10.MAÍ : DANISH MODERN

Í tengslum við sýninguna SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar, mun Aðalsteinn Ingólfsson halda fyrirlestur í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar á Laugarnesi sunnudaginn 10. maí kl. 15:00.

Heiti fyrirlestrarins er DANISH MODERN: Finn Juhl og gullöld danskrar húsgagnahönnunar. Aðalsteinn ætlar að fjalla um tilurð og þróun nýrrar húsgagnahönnunar í Danmörku á árunum 1930-1960, með sérstakri áherslu á áhrifavalda og aðstæður, og helstu merkisbera þessarar hönnunar, einkum og sérílagi Finn Juhl.

Á sýningunni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar eru meðal annars húsgögnin sem Juhl kynnti fyrst árin 1940 og 1941 ásamt verkum eftir Sigurjón, sem Juhl valdi fyrir heimili sitt og teiknistofu. Núna 75 árum eftir að Pelikan stóllinn var sýndur í fyrsta skipti á húsgagnasýningu Snedkerlaugets í Kaupmannahöfn, ásamt tréskúlptúr eftir Sigurjón, er þessi stóll meðal vinsælustu húsgagna Finns Juhl.

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar er opið laugardaga og sunnudaga milli klukkan 14 og 17. Frá 1. júní verður opið alla daga nema mánudaga.

finn_juhl

Við mælum með sýningunni SAMSPIL – SIGURJÓN ÓLAFSSON OG FINN JUHL, Hugarflug milli höggmyndar og hönnunar. Á sýningunni eru meðal annars húsgögn sem Finn Juhl sýndi á Snedkerlaugets Møbeludstilling í Kaupmannahöfn 1940 og 1941, stóllinn Pelikanen og sófinn Poeten, ásamt skúlptúrum eftir Sigurjón sem Finn Juhl valdi í samleik við húsgögn sín.

One Collection og Epal styrkja sýninguna.

LOUIS POULSEN : AFMÆLISÚTGÁFA COLLAGE

Fallega ljósið Collage var hannað af danska hönnuðinum Louise Campbell fyrir Louis Poulsen ljósaframleiðandann. Collage er eitt af þekktari ljósum frá danska ljósaframleiðandanum og vekur alltaf athygli, en fallegt mynstur ljóssins gerir það einstaklega elegant og aðlaðandi.

Collage er samsett úr þremur skermum sem mynda dýpt og fallegt skuggaspil eins og sjá má úti í skógi þegar sólargeislar brjótast í gegnum tréin, en það er einmitt þaðan sem Louise Campbell sótti innblástur sinn við hönnun ljóssins árið 2005.

Í tilefni af 10 ára afmæli ljóssins valdi Louise Campbell fjóra nýja liti á ljósið sem allir eru með möttu yfirbragði, hvítt, fölbleikt (rose), dökk grænt og blá grátt.

collage-pendant-lamp-louis-poulsen-4

11150542_10152976853897917_8143309583294189297_n

Screen Shot 2015-05-06 at 14.16.06 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.28 Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.58Screen Shot 2015-05-06 at 14.15.19

Louise Campbell er einn fremsti danski hönnuðurinn í dag.

Collage kemur í tveimur stærðum og hentar það vel fyrir heimili jafnt sem fundarherbergi fyrirtækja, veitingarhús og biðsali.

Kíktu við í verslun okkar í Skeifunni og fáðu frekari upplýsingar um afmælisútgáfu Collage ljóssins.