Maurinn í Deko Silhouette útgáfu á einstöku verði!

Maurinn Deko Silhouette er klasssísk hönnun í einstakri listaverkaútgáfu.

Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952 og framleiddur af Fritz Hansen er hér í einstakri útgáfu, myndskreyttur af dönsku listakonunni Kristu Rosenkilde. Mynstrið er innblásið af formi Maursins og var upprunalegt listaverkið dúkrist og handprentað og að lokum skannað inn og prentað á yfirborð stólsins.

Einstök listaverka útgáfa á tímalausri hönnun Maursins, nú á frábæru verði á meðan birgðir endast.

3 sérvaldir litir! Tilboðsverð 19.800 kr. / Fullt verð 48.900 kr.

Fritz Hansen – 150 ár af einstakri hönnun

150 ára afmælisútgáfa Fritz Hansen heiðrar nokkur af þekktustu verkum húsgagnasögunnar

Í tilefni af 150 ára afmæli Fritz Hansen eru kynntar til sögunnar einstakar afmælisútgáfur af nokkrum þekktustu húsgögnum sögunnar. Eggið, Svanurinn, Sjöan, Liljan og PK61, allt húsgögn sem eru dáð af hönnunaráhugafólki um allan heim, nú í einstökum nýjum efnum og áklæðum.

Afmælis Eggið og Svanurinn eru klædd Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og með svörtum krómfæti sem gefur fágað yfirbragð. Afmælis Sjöan er fáanleg með Vanir ullaráklæði eða Grace leðri og á klassískum krómfótum og PK61 borðið er í fyrsta sinn með norskum marmara.

Alltaf klassísk, hvert húsgagn endurspeglar einstakt handverk Fritz Hansen, gæða efnisval og endingargóða hönnun.

Grace:

Grace er úrvalsleður úr hágæða skinnum. Nýtt kastaníubrúnt leðrið er unnið af Sørensen Leahter eingöngu fyrir Fritz Hansen, fyrir afmælisútgáfur af Egginu, Svaninum, Sjöunni og Liljunni. Sørensen er umhverfismeðvitað alþjóðlegt vörumerki sem vinnur með eftirsóttasta hágæða, sjálfbæra leðrið í heiminum.  

Vanir:

Vanir er þæfður ullartextíll sérhannaður af belgíska fatahönnuðinum Raf Simons fyrir Kvadrat. Vanir er nú í fyrsta sinn kynnt á afmælisútgáfum af Egginu, Svaninum og Sjöunni.

Norskur marmari:

Afmælisútgáfan af mínimalíska PK61 borði Poul Kjærholm er nú kynnt í fyrsta sinn úr norskum marmara frá Fauske, Noregi. Norskur marmari er sérstaklega fallegur með glitrandi áferð, með gráum og hvítum æðum sem minna helst á ískaldan sjó.

Sjáðu einstakar afmælisútgáfur Fritz Hansen hjá okkur í Epal Skeifunni.

Kynntu þér einnig úrvalið í vefverslun Epal.is 

Glæsileg Safnútgáfa : Liljan eftir Arne Jacobsen

Liljan klædd PURE leðri er glæsileg safnútgáfu af stólnum sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1970.
Liljan var upphaflega hönnuð af Arne Jacobsen árið 1970 fyrir Danska Landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur af mjög flóknu mótunarferli en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé.
Liljan er léttur og þægilegur stóll sem nú er kynntur í fyrsta sinn klædd einstöku Pure leðri sem mun öðlast sinn persónuleika með tímanum.
Aðeins voru framleidd 200 eintök á heimsvísu og því er um að ræða einstaka safnútgáfu.

Tilboð: Kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með

Við kynnum frábært tilboð á Egginu ásamt skammel – kaupir þú Egg fylgir skammel frítt með*.

Eggið er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu þar sem skammel fylgir frítt með kaupunum.

*Gildir um öll áklæði og leður Egg. Gildistími er 1. – 30. nóvember.

Svanurinn á einstöku tilboði

Ekki missa af einstöku tilboði á Svaninum frá Fritz Hansen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Það var stórt tækifæri fyrir Arne Jacobsen að fá að hanna alla þætti hótelsins og geta því framkvæmt kenningar sínar um samþættingu hönnunar og arkitektúrs. 

Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er ein þekktasta hönnun Arne Jacobsen. Svanurinn er framleiddur af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. 

Svanurinn í Christianshavn áklæði er nú á einstöku tilboði fram til 1. september. (26 möguleikar á litum).

 

Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen dagana 13. – 15. júní

Heimsókn frá Montana og Fritz Hansen –

Sérfræðingar frá Montana og Fritz Hansen verða í verslun okkar Epal Skeifunni dagana 13. – 15. júní. Kíktu í heimsókn og fáðu ráðgjöf sérfræðinga og gerðu góð kaup á hönnun frá Montana og Fritz Hansen. 

Fritz Hansen

Fritz Hansen er alþjóðlegt hönnunarmerki, stofnað í Danmörku árið 1872 og er í dag órjúfanlegur hluti af menningararfi dana og þjóðarsál. Fritz Hansen framleiðir heimsþekkta hönnun, klassík sem þekkist um allan heim ásamt nútímalegum húsgögnum, lýsingu og smávöru sem bera af í gæðum og endingu. Fritz Hansen framleiðir hönnun eftir nokkra þekktustu hönnuði heims og má þar nefna húsgögn Arne Jacobsen, einum áhrifaríkasta arkitekt sem uppi hefur verið.

Montana

Montana er eitt þekktasta hönnunarmerki dana, stofnað árið 1982 af Peter J. Lassen og fer öll framleiðsla fram í Danmörku. Montana hannar og framleiðir hillukerfi sem hægt er að sérsníða að þörfum hvers og eins og gera þær rýmið persónulegra. Montana framleiðir hillueiningar fyrir bæði heimili og skrifstofur og hægt er að fá hillurnar í yfir 30 ólíkum litum.

Montana hillurnar eru klassísk dönsk hönnun eins og hún gerist best.

Svanurinn á frábæru tilboði

Við kynnum frábært tilboð á Svaninum eftir Arne Jacobsen.

Svanurinn var upphaflega hannaður af Arne Jacobsen árið 1958 fyrir anddyri og setustofur á SAS Royal Hótelinu í Kaupmannahöfn. Á þeim tíma þótti Svanurinn nýstárlegur stóll, engar beinar línur – heldur aðeins mjúkar línur. Þessi formfagri og klassíski stóll hefur notið mikilla vinsælda undanfarna áratugi og er framleiddur hjá Fritz Hansen. 

Svanurinn er nú á frábæru tilboði frá 1. maí fram til 1. september í Christianshavn áklæði með möguleika á 26 ólíkum litum.

Verið velkomin í verslun okkar í Skeifunni og kynnið ykkur Svaninn á tilboði.

Glæsileg safnútgáfa : Liljan eftir Arne Jacobsen

Við kynnum glæsilega safnútgáfu af Liljunni sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1970.
 
Liljan var upphaflega hönnuð af Arne Jacobsen árið 1970 fyrir Danska Landsbankann. Einstakt lag stólsins er afrakstur af mjög flóknu mótunarferli en stóllinn er mótaður úr mörgum lögum af formbeygðum spón. Liljan var sett í endurframleiðslu árið 2007 og hefur síðan þá fengið verðskuldaða athygli eftir langt hlé.
Liljan er léttur og þægilegur stóll sem nú er kynntur í fyrsta sinn klædd einstöku Pure leðri sem mun öðlast sinn persónuleika með tímanum.
Aðeins voru framleidd 200 eintök á heimsvísu og því er um að ræða einstaka safnútgáfu.

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði sem gildir til 1. desember.