EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN / EGGIÐ, SVANURINN & DROPINN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

MINI APINN ER KOMINN Á EPAL.IS

Við bjóðum nýja Kay Bojesen 10 cm mini apann velkominn í Epal og verða fyrstu 50 eintökin einungis fáanleg í vefverslun okkar á Epal.is –

Þessi smái en glæsilegi api bætist við vöruúrval Kay Bojesen dýranna sem hafa glatt svo marga í gegnum tíðina. Klassíski tekk apinn sem svo margir þekkja hefur því eignast lítið systkini.

Upphaflega hafði Kay Bojesen ætlað sér að útbúa skemmtilegann snaga fyrir jakka barna sinna með viðarapanum sem að hann hannaði árið 1951. Hönnunaraðdáendur hafa lengi heillast af apanum, en hann er einnig góð gjöf handa börnum sem munu eiga apann um ókomna tíð ólíkt öðrum leikföngum. Apinn er þó bara eitt af mörgum viðardýrum sem Kay Bojsesen hannaði og eru í dag framleidd af Rosendahl Copenhagen.

EGGIÐ Á FRÁBÆRU TILBOÐSVERÐI

60 ár með Egginu – frábært tilboðsverð

Við kynnum frábært tilboð á Egginu, einni þekktustu hönnun Arne Jacobsen sem framleitt er af danska húsgagnaframleiðandanum Fritz Hansen. Eggið var hannað árið 1958 fyrir SAS Royal hótelið í Kaupmannahöfn, en ásamt Egginu hannaði Arne Jacobsen einnig Svaninn og Dropann fyrir hótelið. Eggið er tímalaus klassík þekkt um allan heim og er eftirsóttur hægindarstóll hjá þeim sem kjósa gæði og þægindi. Eggið er fáanlegt í leðri og með textíl og við kynnum núna frábært tilboð á Egginu í Hallindal áklæði frá 1. september – 1. desember 2019.

 

HEIMSÓKN UM HELGINA : FRITZ HANSEN, CARL HANSEN, MONTANA OG JENSEN

Við fáum til okkar góða gesti um helgina, 31. maí – 2. júní. Fritz Hansen, Montana og Carl Hansen og í tilefni þess verður 15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum frá þessum söluaðilum um helgina.

Sérfræðingur frá Jensen verður einnig hjá okkur veittur verður 10% afsláttur af öllum pöntunum á Jensen rúmum.

EINSTÖK 60 ÁRA AFMÆLISÚTGÁFA FRÁ FRITZ HANSEN

TÍMALAUS KLASSÍK Á RÉTTUM TÍMA

Við fögnum 60 árum með Egginu™, Svaninum™ og Dropanum™.

Til þess að fagna 60 ára afmæli nokkra þekktustu hönnuna Arne Jacobsen, vinnur Fritz Hansen með einstök efni þar sem áherslan er ekki eingöngu lögð á útlit heldur einnig snertingu, lykt og aldur. Til viðbótar við að enduspegla munaðinn sem fylgir þessum klassísku hönnunum munu nýju efnin ýta undir persónuleika hvers stóls frá toppi til táar.

 

60 ára afmælisútgáfan stendur saman af Egginu™ og Svaninum™ í PURE leðri, og Dropanum™ í Sera efni ásamt því eru allir stólarnir á 24 karata gylltum fótum. Lykilorðið er “hreinleiki” þar sem hrein efnin munu öðlast sinn persónuleika með tímanum.

60 ára Afmælislínan inniheldur einnig klassíska KAISER idell™ gólflampann ásamt leðurskemli hönnuðum af Cecilie Manz.

Verið velkomin í Epal Skeifunni og sjáið þessa einstöku safngripi.

HEIMSÓKN UM HELGINA: FRITZ HANSEN & MONTANA

Sérfræðingar frá Fritz Hansen og Montana verða hjá okkur um helgina, fimmtudag, föstudag og laugardag, 21.-23. september.

15% afsláttur af öllum vörum og pöntunum* frá Montana og Fritz Hansen um helgina. Einnig eru í boði sérvaldar einingar með meiri afslætti. (Ekki er veittur afsláttur af svörtum og hvítum Sjöum).

NÝTT : RO SÓFI FRÁ FRITZ HANSEN

Spænski hönnuðurinn Jaime Hayon hannaði hægindarstólinn vinsæla, Ro árið 2013 fyrir Fritz Hansen. Í dag er hægt að fá Ro stól og skemil í úrvali af glæsilegum litum og efnum og núna hefur einnig bæst við 2ja sæta sófi.

Við minnum einnig á að nú er aftur opið alla laugardaga í verslun okkar í Skeifunni og við tökum vel á móti ykkur þar.
Epal er einnig opið allar helgar, laugardaga og sunnudaga í Kringlunni, Laugavegi 70 og í Hörpu.

EINSTÖK ÚTGÁFA SJÖUNNAR Í TAKMÖRKUÐU UPPLAGI

Danski hönnunarframleiðandinn Fritz Hansen valdi liti ársins 2017 á klassísku Sjöurnar sem hannaðar voru af Arne Jacobsen árið 1955. Þessar sérstöku útgáfur af Sjöunni koma í takmörkuðu upplagi og kemur skelin í tveimur litum, ljósum pastel bleikum og djúprauðum lit sem innblásnir voru af japanska Sakura blóminu sem blómstrar á vorin og fegrar umhverfi sitt.

2017 útgáfa Sjöunnar er með rósagullhúðuðum fótum og vekur því mikla eftirtekt

NÝTT FRÁ FRITZ HANSEN: OBJECTS

Hönnunarvikan í Mílanó eða Salone del Mobile hófst í gær þann 12.apríl og stendur hún til 17.apríl. Þar koma saman helstu hönnunarframleiðendur heims og kynna nýjungar sínar ásamt því að fjöldinn allur af þekktum hönnuðum sem og óþekktum nýta sér þennan viðburð til að koma hönnun sinni á framfæri. Helstu fréttirnar frá Mílanó að okkar mati er ný lína frá danska hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen en í fyrsta sinn kynna þeir heila línu af fylgihlutum fyrir heimilið og ber línan heitið Objects. Línan samanstendur af fallegum smávörum, kertastjökum, spegil, bökkum, púðum, vösum, samanbrjótanlegu hliðarborði og kolli. Hönnuðir Objects eru þeir fremstu í heiminum en þar má helst nefna þekkta spænska hönnuðinn Jamie Hayon ásamt því að púðarnir eru skreyttir mynstri sem hannað var af engum öðrum en Arne Jacobsen. Mikil eftirvænting er eftir þessari glæsilegu línu og verður Epal að sjálfsögðu söluaðili hennar. Skráðu þig endilega á póstlistann okkar sem finna má neðst á forsíðunni til að missa ekki af neinu.

12957521_10154451671899316_1556319594943242836_o 12961226_10154451672914316_2883776943571256409_o 12961420_10154451670924316_4537881776690568374_o 12961633_10154451672759316_5349393164492157864_n 12961708_10154451672064316_4308561378593558452_n 12970796_10154451671309316_8697343179943676250_o 12974391_10154451672549316_3048852030181945067_n 12974407_10154451672654316_5396684273106545248_n 12977131_10154451673154316_2010718890853401325_o 12983200_10154451672389316_4419228817082673917_o 12983412_10154451671704316_3473019837110232417_o 12983835_10154451671169316_5926891296479932213_o 12987177_10154451672219316_2829805670395988589_n collage unspecified-1 unspecified-2 unspecified

9 NÝIR LITIR SJÖUNNAR

Sjöan sem hönnuð var af Arne Jacobsen árið 1955 er í dag mest seldi stóll í heiminum og hefur selst í fleiri en 7 milljónum eintaka. Fritz Hansen fagnar í ár sextíu ára afmæli stólsins og fékk því til liðs við sig danska listamanninn Tal R til að velja 9 nýja liti á stólinn. Nýju litirnir fá þig til að sjá stólinn í nýju ljósi og munu þeir heilla nýjar kynslóðir. 
Tal R er ekki ókunnugur hönnunarframleiðandanum Fritz Hansen sem fékk hann einnig til liðs við sig á fimmtíu ára afmælisári Eggsins. Tal R hefur haldið listasýningar víðsvegar um heiminn og er í sérstöku uppáhaldi hjá dönsku konungsfjölskyldunni sem fékk hann til að útbúa listaverk fyrir vetrarheimili þeirra, Amalíuborg í Kaupmannahöfn.

Tal-R-all-colours-576

Stólarnir eru komnir í Epal, komdu við og skoðaðu úrvalið.