FRITZ HANSEN ÍBÚÐ Í MÍLANÓ

Á hönnunarsýningunni Salone del mobile í Mílanó í vikunni var sýningarrými Fritz Hansen fallega innréttuð íbúð skreytt húsgögnum frá þeim. Í íbúðinni mátti sjá gamlar og vinsælar vörur í blandi við nýjar og spennandi vörur frá fyrirtækinu eins og Fri armstólinn og Sammen borðstofustólinn hannaða af Jamie Hayon, ásamt nýju litavali á Sjöunni sem danski listamaðurinn Tal R valdi.

Sjón er sögu ríkari, kíkjum á þetta fallega innréttaða heimili.
13220_10153487060389316_6958549078486149605_n

1522197_10153487060209316_4807450624822166827_n-1 1535032_10153487060569316_3953185478306624384_n 10174780_10153487060204316_5226502384824682969_n 11034285_10153487060579316_2158528519820076492_n 11150234_10153487061239316_3370916087630848743_n 11156303_10153487060199316_987674452256538311_n

GRAND PRIX & MAURINN Á TILBOÐI

Ekki missa af þessu frábæra tilboði á takmörkuðu magni af Maur og Grand Prix stólunum eftir Arne Jacobsen frá Fritz Hansen. -Stólarnir eru til í mörgum litum.

Það þekkja flestir Maurinn sem hannaður var af Arne Jacobsen árið 1952, en stólinn má finna í mörgum opinberum byggingum um allan heim ásamt því að finnast á fjölmörgum heimilum. Arne Jacobsen hannaði stólinn upphaflega fyrir matsal danska lyfjarisans Novo Nordic og var fyrsta útgáfa Maursins 3100 þá með aðeins þremur löppum. Árið 1980 hóf Fritz Hansen framleiðslu á nýrri útgáfu stólsins 3101, þar sem fjórðu löppinni hafði þá verið bætt við. Maurinn er léttur og þægilegur stóll sem framleiddur hefur verið í ótal litaafbrigðum.

the-Ant-chair-designed-in-1951-by-Arne-Jacobsen-via-Eros-Greatti

Grand Prix stóllinn eftir Arne Jacobsen var fyrst kynntur til sögunnar árið 1957 en þá hét hann Model 3130. Sama ár var stóllinn sýndur á hönnunarsýningu í Mílanó þar sem hann hlaut ‘Grand Prix’ verðlaun sýningarinnar, eða það besta af sýningunni, nafnið festist við stólinn og þekkja nú hann flestir sem Grand Prix. Þrátt fyrir þessa glæstu viðurkenningu þá hefur minna farið fyrir stólnum en bræðrum hans, Sjöunni og Maurnum sem flestir þekkja, en Grand Prix gefur þeim þó ekkert eftir í formfegurð sinni og gæðahönnun. Upphaflega var stóllinn hannaður með viðar og -stálfótum, og var framleiddur í þeim útgáfum í nokkur ár eða þar til Fritz Hansen hætti framleiðslu á stólnum. Árið 1991 hófu þeir aftur framleiðslu á Grand Prix en þá aðeins með viðarfótum sem var þó aftur tekinn úr framleiðslu fjórum árum síðar. Í dag er stóllinn framleiddur með krómhúðuðum stálfótum í beyki, valhnotu og kemur í 9 litum.

d9450f53a354ffe79224416605f9d632 Epal-grandprix

Einstaklega fallegir stólar og klassísk hönnun.

Stólarnir kosta á tilboðsverði 39.800 kr.

CONRAN SHOP HEIMSÓTT

Elísabet Ómarsdóttir innanhússarkitekt og bloggari á vefsíðunni EÓ innanhússarkitekt heimsótti nýlega fallega hönnunarverslun í París og leyfir okkur að deila myndum þaðan með ykkur.

Conran shop í París er algjört augnakonfekt. Þar er að finna falleg gæða húsgögn, ljós, gjafavöru og allavega fylgihluti eins og töskur og úr. Vöruúrvalið er skemmtilega fjölbreytt og mjög svipað og Epal í Skeifunni býður upp á. Verslunin er með hin ýmsu fyrirtæki á sínum vegum, hin klassísku dönsku fyrirtæki eins og Fritz Hansen, Gubi, Louis Poulsen og Carl Hansen og svo mætti lengi telja. Fyrir áhugasama þá er gaman að kíkja á síðuna þeirra conranshop.fr”

Fjölbreytt úrval af stólum eins og hinn svarti Masters og glæri Victoria Ghost stóllinn frá Kartell.
Bólstraði stóllinn þar við hliðina er frá Gubi.

Stool 60 frá Artek fást í Epal, kollurinn var hannaður árið 1933 af Alvar Alto.
Í dag eru kollarnir framleiddir í allavega fallegum litum eins og sést hér að ofan.

Bertoia Diamond chair frá Knoll, hannaður árið 1952. Fyrir aftan sést í Y stólinn, hannaður af Hans J.Wegner og framleiddur af Carl Hansen.

Adnet spegilinn frá Gubi kemur líka í svörtu og þremur mismunandi stærðum. Borðlampinn heitir Panthella frá Louis Poulsen og er líka fáanlegur sem gólflampi.

Hvíti borðlampinn er frá Louis Poulsen og er einnig framleiddur sem gólflampi í nokkrum litum.

Það kemur vel út að raða Sjöunni upp og sjá alla lita og viðartónana.

PK 22 stólarnir frá Fritz Hansen í brúnu leðri.

 Svana sófinn í leðri er algjörlega ómótstæðilegur. 

CH 07 stólinn frá Carl Hansen er meira lifandi með skemmtilega munstruðu skinni.

Eggið eftir Arne Jacobsen tekur sig vel út hvar sem er!

Falleg frönsk hönnunarverslun!