NÝTT FRÁ SEBRA

Sebra Interior er danskt hönnunarfyrirtæki sem hannar og framleiðir húsgögn og smávörur fyrir barnaherbergi. Fyrirtækið var stofnað af Miu Dela árið 2004 og fagnar Sebra því 10 ára afmæli í ár. Mia Dela ákvað að stofna sitt eigið hönnunarfyrirtæki þegar hún var að innrétta herbergi sonar síns Gustav, en henni fannst ekki vera til nógu gott úrval af gæða húsgögnum sérhönnuðum fyrir börn. Í dag eru alls 14 hönnuðir sem hanna fyrir Sebra en samtals eiga þau 26 börn, því er hægt að segja að þau séu með puttann á púlsinum þegar kemur að góðri hönnun fyrir barnaherbergi.

Hér að neðan má sjá myndir úr nýju vor og sumarlínunni 2014 frá Sebra sem er litrík og falleg.


Stækkanlegu barnarúmin frá Sebra njóta mikilla vinsælda og eru þau til í fjölmörgum litum.

Kíktu við í Epal og skoðaðu úrvalið, einnig er hægt að sérpanta vörur sem ekki eru til í verslun okkar.

Hægt er að skoða Sebra bæklinginn með því að klikka á linkinn HÉR. 

TEIKNIMOTTUR FYRIR KRAKKA

MARK-MAT eru bráðsniðugar myndskreyttar silkiprentaðar sílikon mottur sem eru sérhannaðar fyrir krakka. Teiknimottunum fylgja sérstakir tússlitir svo auðvelt er að þrífa þær og endurnota. MARK-MAT teiknimotturnar eru sérstaklega vinsælar hjá börnum við matarborðið, og hefur jafnvel hvetjandi áhrif fyrir þau að sitja lengur við borðhaldið.


Skemmtileg hönnun fyrir krakka.

NÝ HÖNNUN : KÖTTUR ÚTI Í MÝRI

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Nú er komin ný lína frá hönnunarteyminu Hár úr hala, þar sem þau vinna með þulu sem gjarnan er notuð í lok ævintýra og hljóðar á þessa leið:

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

 Í þessari vörulínu eru snagar þar sem kettir úti í mýri setja jafnvel upp á sér sýri og passa upp á tvo hanka hver. Þetta eru fjórar tegundir þar sem kettirnir Skotta, Brandur, Loppa og Lási eru í aðalhlutverki. Síðan er annar snagarekki þar sem kettir úti í mýri ásamt kettlingum passa þrjá hanka. Í framhaldinu koma svo hillur þar sem hilluberarnir munu passa uppá ævintýrin og verða hillurnar vonandi líka vettvangur nýrra ævintýra.

 Snagarnir eru pólýhúðað laserskorið ál með góðum hönkum og til að byrja með verða litlu snagarnir til í svörtu en stærri í svörtu og hvítu.

Þessir flottu snagar fást núna hjá okkur í Epal.