TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin. Hugmyndafræði okkar sem stöndum að fyrirtækinu er að skapa gæðavörur fyrir heimilið með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnun okkar er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki erum við undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem við höfum upplifað á ferðalögum okkar.
Fyrsta vörulína TAKK Home eru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.
Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.
Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –
Takk Home vörurnar eru væntanlegar í Epal –
Handklæðin fást í fimm litum:
- Svart/hvítt röndótt
- Grátt/hvítt röndótt
- 3 lita, bleikt, blátt og hvítt
- 3 lita, mintugrænn, blátt og hvítt
- Grátóna munstrað
Stærðir:
- 100 x 180 cm
- 60 x 90 cm