VILTU VINNA STACKED HILLU FRÁ MUUTO?

Stacked hillurnar frá Muuto eru ein þekktasta hönnunin þeirra en Muuto er ungt hönnunarfyrirtæki sem er þó orðið þekkt á alþjóðlegum vettvangi sem leiðandi fyrir Skandinavíska hönnun.

Stacked eru hannaðar af Julien De Smedt sem er heimsþekktur arkitekt sem hlotið hefur meðal annars hin eftirsóttu verðlaun Golden Lion þá aðeins 29 ára gamall en verðlaunin hlaut hann fyrir heimsins bestu tónleikahöll, fleiri verk eftir Julien má sjá hér.

Stacked eru bráðsniðugar hillur sem hægt er að raða saman á óteljandi vegu, hillurnar eru klemmdar saman svo auðvelt er að breyta uppröðuninni en hægt er að nota Stacked sem hefðbunda bókahillu, hliðarborð, jafnvel sem millivegg eða annað sem þér dettur í hug! Í tilefni 40 ára afmælis Epal verður 20% afsláttur af öllum pöntunum af Stacked hillunum í júní og júlí. Einnig verður skemmtileg samkeppni í tilefni afmælisins. Raðaðu saman Stacked hillunum eftir þinni hugmynd og Epal gefur einum aðila þá uppstillingu í gjöf *. Hægt er að útfæra þína hugmynd www.epal.is/samkeppni.

Sendu svo þína hugmynd á sverrir@epal.is *ekki þarf að ganga frá pöntun til að taka þátt í samkeppninni.

Hér að neðan má sjá hugmyndir af flottum uppstillingum af Stacked hillunum.

Creativ BoardsAround_Tables_Muuto_LogoCreativ BoardsCreativ BoardsStacked_Ash_Backboard_exampleCreativ BoardsStacked_CloseupCreativ Boards

Furniture shoot

Furniture shoot

Creativ Boardsimage001 2