
Íslensk hönnun í jólapakkann. Sauðabindið er flott gjöf handa herramönnum á öllum aldri.

DLM hliðarborð frá HAY, undir bókina og kaffibollann.

Leðurdýrin frá Zuny eru flottar bókastoðir.

Master stóllinn sem Phillippe Starck hannaði fyrir Kartell er góð gjöf fyrir hönnunarunnandann.

Ýmsar sniðugar vörur hafa komið frá Joseph&Joseph hönnunarfyrirtækinu, en skurðarbrettið er ein sú sniðugasta. Brettin eru litamerkt, sem auðveldar eldamennskuna.

Gæðahandklæði frá Marimekko eru flott í ræktina og fyrir heimilið.

Allas-kertastjakann hannaði Andreas Engesvik nýlega fyrir iittala. Stjakinn er steyptur úr stáli, grófur og flottur.
Fyrir i-phone eigandann er þessi skemmtilega hönnun frá Areaware góð hugmynd. Dokka fyrir símann sem lítur út eins og vekjaraklukka þegar síminn er hlaðinn.

Kaffipressa hönnuð af Arne Jacobsen og framleidd af Stelton, klassísk gjöf fyrir hönnunar- og kaffiunnandann.

Mugga slaufurnar eru flottar en Guðmundur Jón Stefánsson, húsgagnasmíðameistari, mótar slaufurnar úr tré.
Tivoli útvarp.
AJ borðlampi hannaður af Arne Jacobsen.
Eldhússvuntur frá Marimekko í ýmsum týpum fyrir kokkinn.
Pantone bolli í uppáhaldslitnum hans.
Ein best selda vara Normann Copenhagen á heimsbreiðu eru þessi flottu koníakglös, falleg hönnun fyrir herramanninn.