HönnunarMars : IHANNA HOME

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

IHANNA HOME er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

IHANNA HOME er íslenskt hönnunarfyrirtæki sem var stofnað af Ingibjörgu Hönnu Bjarnadóttur árið 2008, með tilkomu Krumma herðartrés. Fyrirtækið hannar og framleiðir hágæða hönnunarvörur með grafísku ívafi sem eru í senn gagnlegar og fallegar á öllum heimilum. Innblásturinnn kemur úr okkar nær umhverfi. Markmiðið er að bjóða upp á vörur þar sem einfaldleiki, gæði og notagildi fara saman.

GRAVITY

Kertastjaka- og vasasería. Gravity fjallar um efnismassa sem er á ferðalagi í gegnum lítið gat og breytir um lögun á mismunandi tíma og stað í ferlinu. Þetta er þríleikur. Í fyrsta stykkinu, kertastjakanum þá er meirihluti efnismassans fyrir ofan gatið, í öðru stykkinu, vasanum er efnismassinn jafn mikil fyrir ofan og neðan gat, í þriðja stykkinu, vasanum er efnismassinn meiri fyrir neðan gatið.

 

HAILSTORM

Munstrið Hailstorm er hannað fyrir japanskt fyrirtæki sem heitir Scandinavian Pattern Collection. Þar var unnið með hluti sem notaðir eru við japanskt “tea ceremony”, þ.e. bolli, skál og diskur úr Hasahi postulíni, blævængur og Kaishi pappír sem er notaður með sætindunum í te athöfninni. Hlutirnir voru svo sýndir á nokkrum sýningum í Japan og fjöldramleiddir og seldir þar í landi.

 

FEATHERS

mynstrið er nýtt og nýjar vörur sem falla undir það eru viskustykki og servíettur sem verður fáanlegt hvort í sínu lagi en einnig sem gjafasett.

 

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars

HönnunarMars : Heimsfrumsýning á lunda frá Normann Copenhagen

Skemmtilegt viðtal birtist við Eyjólf Pálsson stofnanda Epal á Vísir.is í tengslum við HönnunarMars. Viðtalið tók Þórarinn Þórarinsson og er endurbirt hér að neðan. 

“Eyjólfur Pálsson, Epal sjálfur, leikur venju samkvæmt á als oddi á HönnunarMars. Heimsþekktir íslenskir hönnuðir verða áberandi í Epal og þar heimsfrumsýnir Eyjólfur nýjan fugl, sem Normann Cop­enhagen sérpantaði frá vini hans, Sigurjóni Pálssyni.

Eyjólfur Pálsson, húsgagnahönnuður og stofnandi Epal, er einn þeirra sem ruddu hönnunarvöru braut inn á íslenskan markað þegar hann stofnaði verslunina fyrir 44 árum. Hann er því vitaskuld í essinu sínu í HönnunarMars en þetta er í ellefta sinn sem hann og hans fólk tekur þátt í þeirri hönnunargleði.

Óhætt er að segja að óvenju mikið verði um dýrðir í Epal að þessu sinni en á morgun verður opnað nýtt sýningarrými í versluninni í Skeifunni þar sem verk íslenskra hönnuða sem slegið hafa í gegn á heimsvísu verða í forgrunni.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu,“ segir Eyjólfur og bætir við að í ár hafi verið ákveðið að vekja sérstaka athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun. Ekki síst til þess að draga fram hversu víða hróður íslenskra hönnuða hefur borist.

Mynd af Eyjólfi:  FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

Mynd af lunda: Gunnar Sverrisson

Ráðist í brúarbyggingu

Á annan tug íslenskra hönnuða hafa breitt úr sér á 120 fermetrum í Epal þar sem hönnun þeirra verður til sýnis frá og með deginum í dag. „Þetta er eiginlega bara brú á milli tveggja bita hérna yfir versluninni,“ segir Eyjólfur.

„Við vorum svo heppin að við vorum nýbúin að fá þetta samþykkt þegar samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar var sett af stað þannig að þá drifum við bara í því að byggja brú hérna innanhúss.“

Eyjólfur er ekki síst spenntur fyrir því að heimsfrumsýna nýjan lunda eftir vin sinn Sigurjón Pálsson, sem hefur gert stormandi lukku víða um lönd með sínum rómuðu fuglum. „Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundann, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur.

Eyjólfur segir engin bein tengsl milli lundans sem verður afhjúpaður í dag og lundabúðafársins í Reykjavík. Þvert á móti er um sérpöntun frá Normann Copenhagen að ræða.

„Þeir báðu hann um að gera lunda fyrir sig og það er ekki oft sem erlendur framleiðandi biður hönnuði svona sérstaklega um að gera eitthvað,“ segir Eyjólfur og setur vinsældir fugla Sigurjóns í tölulegt samhengi.

„Það er væntanlega búið að selja 250.000 vaðfugla og ég hugsa að verðmæti þeirra í útsölu sé svona einn og hálfur milljarður.“

Eyjólfur neitar því ekki að hann sé spenntur fyrir því að fá loks að afhjúpa lundann sem var fullskapaður fyrir nokkru en ákveðið var að bíða eftir rétta tækifærinu til þess að sleppa honum lausum.

„Það er nú svolítið síðan ég fékk að sjá hann,“ segir Eyjólfur. „En ég nýt þeirra forréttinda að ég fæ almennt mjög oft að sjá hluti sem ég má bara ekki segja frá. Það er stundum rosalega erfitt þegar hausinn er fullur af einhverju sem maður má ekki tala um.“

Eyjólfur segir það í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa náð langt á vettvangi alþjóða og starfi eða hafi starfað hjá mörgum þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims.

„Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York og hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol. Feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson búa í Stokkhólmi og hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn.“

Að ógleymdri Siggu Heimis sem „nær óþarfi er að kynna en hún hannar núna fallega hjartaspegla og allur ágóði af sölu þeirra fer til Sjónarhóls.“

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

 

HönnunarMars : S. Stefánsson & co

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Stefánsson Studios er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars. 

Stefánsson Studios er sjálfbært vörumerki hannað af Birtu Ísólfsdóttur. Aðal áhersla merkisins er hinn fágæti íslenski æðardúnn. Hugmyndafræði S. Stefánsson Studios á rætur sínar að rekja 60 ár aftur í tímann þegar hjónin Sæmundur Stefánsson og Úlla Knúdsen hófurækt við æðarfuglinn í Hrísey í Eyjarfirði. Einstakt samband hefur myndast milli manna og villtrar náttúru, í þessu tilfelli æðarfuglsins, þar sem fuglinn sækir í vernd mannsins og fjölgar sér á þeim svæðum þar sem dúnnin er týndur. Leitumst við eftir að auka verðmætasköpun fágætrar landbúnaðarafurðar og varpa um leið ljósi á þá möguleika sem liggja í samstarfi sem hefur gagnkvæman ávinning við villta náttúru.

Lítil vöruþróun hefur fylgt öflun æðardúns á Íslandi sem og annarstaðar og nánast öll uppskera íslenskra bænda er flutt úr landi sem hrávara og nýtt í sængur. Erum við því afar stolt að kynna fágæta vörulínu okkar yfirhafnir og trefla einangraða með íslenskum æðardún, minimalísk hönnun sem leyfir hráefninu að njóta sín til fulls. Allar vörur okkar eru framleiddar á Íslandi.

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars : Morra

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Morra er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur. 

Fyrsta lína Morra kom út fyrir jól og samanstóð af silkislæðum með myndskreytingum úr íslenskri flóru. Hið alþjóðlega „blómaprent“ var heimfært með því að nota íslensk smáblóm í bland við harðeskjulegar jurtir og slæðinga sem mynduðu skrautlega blómasveiga. Fyrir Hönnunarmars í ár verður þetta myndmál þróað áfram í prentverkum í takmörkuðu upplagi sem verða sýnd ásamt slæðunum.

Signý Þórhallsdóttir er hönnuðurinn á bakvið Morra. Signý útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2011 og hefur síðan þá unnið hjá ýmsum hönnuðum í London, þ.á.m. Vivienne Westwood, þar sem hún starfaði í þrjú ár við að hanna fatnað og munstur. Signý leitast við að starfa á mörkum fata-og prenthönnunar, og vinnur nú að eigin verkefnum á Íslandi, þar sem hún sækir innblástur í mynd- og nytjalist, tískusögu og íslenska náttúru.

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars: ANNA THORUNN

HönnunarMars hefst í Epal í dag með opnunarhófi á milli kl. 17 – 19. Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

ANNA THORUNN er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars og sýnir nýjar vörur – 

Ottobre

Hugmyndin af sófaborðinu Ottobre kemur frá skúlptúrum í allri sinn mynd.

Hugsunin að hafa efni fyrir framan sig sem hægt er að vinna með og gera að sínu jafnvel tvinna saman ólíkum efnum með ólíkri efniskennd bæði sjómrænu og áþreifanlegu hljómar afar spennandi.

Efnin tvö sem eru notuð er í Ottobre er spegill sem virkar eins og fljótandi efni sem drekkur í sig umhverfið og hvern einasta sólargeisla meðan viðurinn er stöðugur og jarðtengdur,virkar eins og massi sem enginn getur hreyft við. Einskonar ying og yang.

Bliss

Formið á Bliss er mjúkt og áreynslulaust en kúlu formið hefur ávallt heillað mig. Í æsku eignaðist ég spegil með slíku formi sem hafði verið vinsæll á áttunda áratugnum en svo skemmtilega vildi til að ég rakst á hann  á flóamarkaði og einhvern veginn festis hann í huga mér og vasinn Bliss varð til. Vasinn er nútímalegur með smá yfirbragð áttunda áratugarins sem gefur hverju rými aukna gleði og hamingju. Hver er þín hamingja?

Kimati 

Hugmyndin af Kimati kemur út frá vöntun á fallegri, tímalausri og praktískri hirslu fyrir eyrnalokka. Með Kimati er auðvelt að halda skipulagi á eyrnalokkunum og þannig geta gengið að þeim vísum. Fyrir þægindi er spegill í loki hirslunnar sem auðveldar að setja lokkana á sig.

 

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars : Íklædd arkitektúr

Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun.
Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis, enda hefur verslunin haft það að leiðarljósi frá stofnun að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi.

Sýningin í Epal opnar miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00 – 19:00.

Nemendur á þriðja ári í fatahönnun verða með spennandi sýningu og gjörning hér á opnun HönnunarMars sem kallast „Íklædd arkitektúr“ og er undir stjórn Katrínar Káradóttur og Dainius Bendikas. Verkin eru unnin upp úr efnum af gömlum lager Epal frá textílframleiðandanum Kvadrat, sem eru á mörkum arkitektúrs og fatahönnunar.

Innsetningin Íklædd arkitektúr er samstarfsverkefni 3. árs nema í fatahönnun og 1. árs nema á alþjóðlegri samtímadansbraut. 

Í verkefninu Íklædd arkitektúr var lögð áhersla á að dýpka skilning og þekkingu fatahönnunarnema á faginu. Innblásturs var leitað frá hinu virta fyrirtæki Kvadrat sem framleiðir fyrst og fremst textíl til innanhúsnotkunar. Unnið var í samstarfi við Epal og gaf fyrirtækið nemendum 100 m af efnum af eldri lager gardínuefna danska textílframleiðandans sem þekktur er um allan heim fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í framleiðslu. 

Fatahönnunarnemar kynntu afrakstur námskeiðsins fyrir dansnemum, sýndu hönnunarverk og gáfu þeim innsýn inn í rannsóknarvinnu sína. Dansnemarnir unnu svo nokkra ördansa út frá þremur verkum, með tilliti til forms, efnis og hreyfieiginleika hvers þeirra.

Afrakstur verkefnisins verður sýndur í heild sinni á opnun sýningar Epal á HönnunarMars.

Nemendur í fatahönnun: Sigmundur Páll Freysteinsson, Kristín Áskelsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir,Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgard Jensen, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Þ. Sunneva Elfarsdóttir 

Nemendur í samtímadansi undir leiðsögn Ásgeirs Helga Magnússonar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Mathilde Mensink, Mira Jochimsen.

Verið velkomin á HönnunarMars í Epal dagana 28. – 31. mars.

HönnunarMars í Epal Skeifunni dagana 28. – 31. mars

Á HönnunarMars í Epal verður til sýnis úrval af áhugaverðri hönnun eftir fjölbreyttan hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.

„Við höfum alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt okkur fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars og í ár viljum við vekja athygli á alþjóðlega viðurkenndri íslenskri hönnun, því oft gerum við okkur ekki grein fyrir því hversu víða íslensk hönnun berst,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi og eigandi Epal. Sýningin í Epal opnar miðvikudaginn 27. mars kl. 17:00.

Heimsfrumsýning á nýjum lunda


Á sýningunni verða vel á annan tug hönnuða en þar verður jafnframt heimsfrumsýning á nýjum fugli eftir Sigurjón Pálsson, lunda sem framleiddur er af Normann Copenhagen.
„Það er mikill heiður að fá að frumsýna lundan, sem margir hafa beðið lengi eftir,“ segir Eyjólfur og bendir á að það sé í raun merkilegt hversu margir íslenskir hönnuðir hafa starfað og starfi hjá þekktustu og virtustu hönnunarfyrirtækjum heims: „Ég get nefnt sem dæmi að Hlynur V. Atlason, sem starfar í New York, hannaði nýverið glæsilega vörulínu fyrir ercol og feðginin Kolbrún Leósdóttir og Leó Jóhannsson, sem búa í Stokkhólmi, hanna fyrir Skipper Furniture í Danmörku og Guðmundur Lúðvík hannar fyrir Fredericia Furniture í Kaupmannahöfn. Það er nær óþarfi að kynna Siggu Heimis en hún er nú að hanna fallega hjartaspegla og fer allur ágóði af sölu þeirra til Sjónarhóls.“

 

„Íklædd arkitektúr“

Í Epal verður einnig til sýnis nemendasýning 3. árs fatahönnunarnema Listaháskóla Íslands „Íklædd arkitektúr“ undir stjórn Katrínar Káradóttir og Dainius Bendikas.

Innsetningin Íklædd arkitektúr er samstarfsverkefni 3. árs nema í fatahönnun og 1. árs nema á alþjóðlegri samtímadansbraut. 

Í verkefninu Íklædd arkitektúr var lögð áhersla á að dýpka skilning og þekkingu fatahönnunarnema á faginu. Innblásturs var leitað frá hinu virta fyrirtæki Kvadrat sem framleiðir fyrst og fremst textíl til innanhúsnotkunar. Unnið var í samstarfi við Epal og gaf fyrirtækið nemendum 100 m af efnum af eldri lager gardínuefna danska textílframleiðandans sem þekktur er um allan heim fyrir framúrskarandi hönnun og gæði í framleiðslu. 

Fatahönnunarnemar kynntu afrakstur námskeiðsins fyrir dansnemum, sýndu hönnunarverk og gáfu þeim innsýn inn í rannsóknarvinnu sína. Dansnemarnir unnu svo nokkra ördansa út frá þremur verkum, með tilliti til forms, efnis og hreyfieiginleika hvers þeirra.

Afrakstur verkefnisins verður sýndur í heild sinni á opnun sýningar Epal á HönnunarMars. Gjörningurinn stendur í um 30 mínútur og verður sýndur tvisvar meðan á opnuninni stendur.

Nemendur í fatahönnun: Sigmundur Páll Freysteinsson, Kristín Áskelsdóttir, Steinunn Stefánsdóttir,Ingerð Tórmóðsdóttir Jönsson, Julie Mölgard Jensen, Sigríður Ágústa Finnbogadóttir, Þ. Sunneva Elfarsdóttir 

Nemendur í samtímadansi undir leiðsögn Ásgeirs Helga Magnússonar: Bjartey Elín Hauksdóttir, Mathilde Mensink, Mira Jochimsen

 

Hönnunarmars í Epal stendur yfir dagana 28. – 31. mars 2019.
Opnunarhóf miðvikudaginn 27. mars kl. 17–19. Allir velkomnir.

Ótrúlegur árangur íslenskrar hönnunar

Hönnunarsýning í Epal í tilefni 10 ára afmælis HönnunarMars:

Í tilefni af 10 ára afmæli HönnunarMars opnaði Epal hönnunarsýningu í Skeifunni 6 undir yfirskriftinni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd.

Á sýningunni í ár, er íslensk hönnun í kastljósinu sem náð hefur hæstu hæðum varðandi sölu og verðmætasköpun, bæði hér heima og erlendis. Jafnframt er hulunni svipt af nýjum áhugaverðum hönnunarvörum sem bundnar eru vonir við að verði einnig eftirsóttar.

Af áhugaverðum nýjum vörum á sýningunni nefnir Eyjólfur útskorin hreindýr eftir Pál Garðarsson, sem ganga undir nafninu Himneskir herskarar, og Epal hefur nú hafið framleiðslu á.

„Við fórum í samstarf við hann um framleiðslu á þessum vörum með tilstyrk Hönnunarsjóðs Epals, sem settur var á laggirnar á 40 ára afmæli Epal, m.a. með framlögum frá okkar viðskiptavinum. Þetta er fyrsta verkefni sjóðsins sem borgar framleiðslukostnaðinn. Eftir því sem varan selst skila svo fjármunirnir sér aftur inn í þennan ágæta sjóð sem aldrei tæmist,“ segir Eyjólfur.

Hönnunarvörur eftir hátt í 20 íslenska hönnuði eru á sýningunni í Epal, ásamt nemendasýningu frá Myndlistaskóla Reykjavíkur, undir stjórn Rögnu Fróðadóttur, sem ber heitið Úr böndunum.

gagn er lítið fjölskyldufyrirtæki sem er staðsett á Sauðárkróki. Fyrirtækið er rekið af hjónunum Magnúsi Frey Gíslasyni og Kolbrúnu Dögg Sigurðardóttur. Magnús er arkitekt og húsgagnasmiður. Kolbrún er kennari. Saman þróa þau vörurnar og framleiða á verkstæðinu sínu.

Útgangspunkturinn er alltaf einföld vara, þar sem að efniviðurinn er í forgrunni. Þau reyna að horfa á hluti í umhverfi sínu sem að gætu notið góðs af því að verða strípaðir niður í sín grunn element. Þegar þangað er komið reyna þau að gera einfaldleikann fallegan með hlutföllum og efnisvali.

FÓLK frumsýnir nýja vörulínu á Hönnunarmars 2018 Lifandi hlutir. Línan er afrakstur úr samstarfi FÓLKs við Ólínu Rögnudóttur vöruhönnuð. Verkefnið fólst í að skapa abstrakt hluti fyrir heimilið sem hver um sig hefur fleiri en einn notkunarmöguleika. Í vörulínunni er hreinum hráefnum teflt saman við hrein form.

FÓLK sýnir einnig vörulínuna Urban Nomad Collection eftir Jón Helga Hólmgeirsson vöruhönnuð. Urban Nomad eru vegghillur sem vísa í líf hirðingjans, sem þarf ekki mikið til að hefja líf á nýjum stað. Nomad hillan er einn af þeim hlutum sem þú getur flutt með þér frá heimili til heimilis, þar sem hún getur gegnt mismunandi hlutverkum. Hún er hönnuð til að vera fjölnota, og við hana er hægt að kaupa fylgihluti sem auka notkunarmöguleika hennar.

Vorhús kynnir fyrsta matar-og kaffistell sinnar tegundar á Íslandi sem hannað er af listamanninum Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur.

Sveinbjörg hefur um árabil starfað sem hönnuður undir eigin nafni en fyrirtæki hennar Vorhús er nú á HönnunarMars að frumsýna fullbúið matar-og kaffistell í Epal í Skeifunni. Stellið er veglegt og samanstendur af matardiskum, djúpum diskum, kökudiskum, kaffi- og tebollum, tekatli, steikarfati, tertufati, sósukönnu, rjómakönnu og fylgiskálum í mismunandi stærðum. Það er því heildstætt og uppfyllir þarfir bæði stórra og lítilla heimila. Stellið er unnið úr hágæða hvítu postulíni og því endingargott og notendavænt í daglegri notkun sem og á hátíðisdögum. Fallegt og stílhreint yfirbragð mynstursins gefur stellinu klassískan blæ sem er í senn norrænn og með sterkum persónuleika hönnuðar.

Himneskir herskarar eru handverkstæði Páls Guðmundssonar þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír.  Þar má finna  fígúrur af ýmsu tagi, engla og hreindýr, elgi og fugla ásamt fleiru. Hreindýrin eru fyrsta vara sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Hvít hreindýrin spretta úr jarðvegi íslensks handverks þar sem alúð er lögð við hvert smáatriði. Þau eiga uppruna sinn að rekja í hugarheim Páls Garðarssonar, urðu til við eldhúsborðið og þangað sóttu þeir sem kynntust þeim fyrst. Hreindýrin eru brot af stærri heimi þar sem einfaldleiki og lágstemmd kímni eru leiðarstef. Seinna tók kliðmjúkur bjölluhljómur hreindýranna á móti þeim sem rötuðu á verkstæði Páls. Og nú hefst nýr kafli í ferðalagi hvítu hreindýranna, og eru þau fyrsta varan sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur. Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.

Sýnendur:
Fólk Reykjavík
Ísak Winther
Gagn
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.

HÖNNUNARMARS Í EPAL 2018

Ekki missa af sýningunni Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á Hönnunarmars í Epal Skeifunni. Sýningin stendur yfir dagana 15.-18. mars.

Með þátttöku EPAL í tíunda sinn á HönnunarMars verður meðal annars farið yfir þekkta hönnunargripi sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á alþjóðlegum vettvangi og skapað miklar tekjur. Ásamt því verða kynntar spennandi nýjungar frá fjölbreyttum hópi hönnuða.

Mikilvægi og gildi góðrar hönnunar verður sífellt skýrari og með áframhaldandi stuðningi er hægt að nýta hönnun sem verðmæta auðlind.

EPAL hefur alla tíð stutt íslenska hönnuði og lagt sig fram um að hjálpa þeim við að koma verkum sínum á framfæri og í framleiðslu auk þess sem starfsemi EPAL hefur aukið skilning og áhuga Íslendinga á hönnun.

Sýnendur:

Fólk Reykjavík
Gagn 
Hring eftir Hring
Sveinbjörg by Vorhus living
Ísak Winther
Páll Garðarsson
Hanna Dís Whitehead
Erla Sólveig Óskarsdóttir
Katrín Ólína
Sigurjón Pálsson
Þórunn Árnadóttir
Tulipop
Umemi
Helga Sigurbjarnadóttir
Chuck Mack
Sveinn Kjarval
Guðmundur Lúðvík
Vík Prjónsdóttir

// Ásamt nemendasýningu frá Textíldeild Myndlistaskóla Reykjavíkur: Úr böndunum undir stjórn Rögnu Fróðadóttur.

Sýningin „Úr böndunum“ er sýning á prjónavöru hönnun lokaársnema í Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík. Nemendur hanna sérstaka innanhús vörulínu fyrir Epal sem framleidd er hjá prjónaverksmiðjunni Varma. Verkefnið er unnið í samstarfi við Epal, Varma, Ístex og Icelandic lamb.

HÖNNUNARMARS Í EPAL: ÍSLENSK SAMTÍMAHÖNNUN VIII – Textílhönnun

HönnunarMars í Epal stendur yfir dagana 23. – 26. mars.

Við sýnum í ár áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða sem eiga það sameiginlegt að hafa skarað fram úr á Íslandi og erlendis. Epal hefur haft að leiðarljósi frá stofnun árið 1975, að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi og hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Meðal þess sem er til sýnis er áttunda sería frímerkjanna “íslensk samtímahönnun” eftir Örn Smára sem fjallar í ár um íslenska textílhönnun. Frímerkin sýna hönnun eftir þær Anítu Hirlekar, Bryndísi Bolladóttur, Rögnu Fróða og Vík Prjónsdóttur. Höfundar textílsins hafa hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningur fyrir hönnun sína í gegnum tíðina.

BRYNDÍS BOLLADÓTTIR

Auga/Kúla – Hljóðlausn

Bryndís útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands 1999 og hefur sérhæft sig frá árinu 2009 í að byggja upp skúlptúrform sem jafnframt hafa notagildi og hefur í þeim tilgangi fengið alþjóðlegar vottanir fyrir hljóðdempandi virkni verka sinna. Bryndís hefur sýnt og selt verk sín til allra Norðurlandanna sem og fjölmargra Evrópulanda.

RAGNA FRÓÐA

Fjallgarður – Heimilistextíll

Ragna lærði fata- og textílhönnun í París og á Íslandi og hefur hlotið margvíslegar viðurkenningar og styrki fyrir hönnun sína. Undanfarin ár vann Ragna í New York hjá einu þekktasta tískuspádómsfyrirtæki heims. Ragna býr núna á Íslandi og vinnur að eigin hönnun, auk þess sem hún er deildarstjóri Textíldeildar Myndlistarskólans í Reykjavík.

VÍK PRJÓNSDÓTTIR

Verndarhönd – Trefill

Vík Prjónsdóttir er samstarfsverkefni hönnuða en markmið þess er að efla vöruþróun á sviði ullar- og prjónaiðnar. Hönnuðirnir heillast af sagnahefð og hegðun náttúrunnar.
Þeir eru Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir. Fyrirtækið hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar og vörurnar verið sýndar á sýningum erlendis.

ANÍTA HIRLEKAR

Vor/Sumar 2016 – Tískulína

Anita útskrifaðist með MA-gráðu í fatahönnun 2014 frá Central Saint Martins listaháskólanum í London. Hugmyndafræði Anítu snýst um að sameina handverk og tískuvitund með einkennandi hætti. Hún var valin sem ein af fjórum mest framúrskarandi alþjóðlegum hönnuðum árið 2015 í Bretlandi. Aníta hefur unnið til fjölda verðlauna og viðurkenninga fyrir hönnun sína.