HÖNNUNARMARS: EMILÍA BORGÞÓRSDÓTTIR

Emilía Borgþórsdóttir iðnhönnuður sýnir á HönnunarMars í Epal kertastjakana Vita.

“Vitar er ný lína kertastjaka úr renndum við sem sækir innblástur til þeirra fjölmörgu vitabygginga sem norpa á annesjum landsins. Vitarnir eru í fimm mismunandi formum sem endurspegla fjölbreyttan byggingarstíl íslenskra vita. Þeir koma í nokkrum stærðum og litum, hvítir, bláir, appelsínugulir og viðarlitaðir. Vitar hafa alltaf veitt mér innblástur, þeir eru traustir en jafnframt sveipaðir dulúð. Þeir vísa sjófarendum veginn og koma þeim öruggum heim í hvaða veðri sem er.”
VITAR-1aEmiliaBorgþórsdóttir

HÖNNUNARMARS: ELSA NIELSEN

Elsa Nielsen grafískur hönnuður sýnir verkefnið #einádag á HönnunarMars í Epal.

“Þann 1. janúar 2015 ákvað ég að skrásetja líf mitt með litlum trélitateikningum og rifja þannig upp gamla trétlitatakta. Ég teiknaði eina litla mynd á dag og deildi þeim á Instagram undir #einádag. Ég náði að klára heilt ár, eða 365 myndir, með hjálp þeirra sem fylgdust með að aðdáun. Ég ákvað í framhaldinu að nýta myndirnar og með því að hanna dagatal úr öllum myndunum sem hægt er að nota líka sem tækifæriskort. Eitt listaverk á dag í eitt ár!

Dagatalið er prentað á gæðapappír og kemur í kassa með 12 blokkum – ein blokk fyrir hvern mánuð. Í kassanum fylgja trönur sem hægt er að setja blokkirnar á. Svo rífur maður einn dag af í einu. Dagatalið er hægt að setja upp hvenær sem er því það er ekki tengt vikudögum né ártali. Dagatal fyrir fagurkera. Dagatalið fæst á íslensku, ensku og dönsku. Danska útgáfan er væntanleg í Illums Bolighus í danmörku í næsta mánuði.

Veggspjöld

Eftir að hafa teiknað allar 365 myndir sá ég að það er auðveldlega hægt að skipta þeim niður í nokkra flokka. Tilvalið að setja á veggspjöld til að fegra heimilið. Flokkarnir eru þessir: Uppáhalds, Heimilið, Leikgleði, Matur, Góðgæti og Náttúra. Til sýnis í Epal á HönnunarMars.

Sængurverasett

Allar 365 teikningarnar passa fullkomlega á eitt sængurver. Fallegt í hjónaherbergið eða barnaherbergið. Í fyrsta skipti til sýnis í Epal á HönnunarMars 2016.

Þetta skemmtilega trélita verkefni #einádag sem byrjaði smátt með einni lítilli mynd á pappírssnepil varð stærra en ég þorði nokkurn tíman að vona. Í janúar á þessu ári var ég útnefnd Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2016 og voru allar orginal myndirnar til sýnis í Gallerí Gróttu í kjölfarið af útnefningunni. Einnig segji ég stolt frá því að ég átti fund með Illums Bolighus í danmörku sem vill fá dagatalið í verslunina sem fyrst og líklega veggspjöldin líka.”

sængurverasett_2 40144_einadag_nr3 Poster_elsanielsen

HÖNNUNARMARS: BYLGJUR

Í tilefni 40 ára afmæli Epal voru 6 hönnuðir frá Íslandi og Danmörku fengnir til að hanna nýjar vörur útfrá íslenskum innblæstri. Í október 2015 dvöldu hönnuðurnir í fjóra daga á Listasetrinu Bæ þar sem þeir skiptust á hugmyndum, ræddu íslenska menningu og kynntust mismunandi hráefni. Verkefnið hlaut nafnið Bylgjur: undir íslenskum áhrifum og er núna hægt að kynna sér á HönnunarMars í Epal Skeifunni.

Hönnuðir voru þau: Margrethe Odgaard, Chris L. Halstrøm, Ragnheiður Ösp Sigurðardóttir, Ingibjörg Hanna, Sebastian Holmbäck og Ulrik Nordentoft.

Hér að neðan má sjá brot af verkunum sem sjá má á sýningunni en sjón er sögu ríkari.
Screen Shot 2016-03-12 at 11.23.17 Hofsós duo 1606 Halstrøm-Odgaard 003 kopi IMG_7373Screen Shot 2016-03-12 at 11.32.35Vatn

 

HÖNNUNARMARS: ANNA ÞÓRUNN

Anna Þórunn sýnir línuna COWBOY DREAM /Kúrekadraumur á HönnunarMars í Epal.

“Snemma í æsku átti ég mér þann draum að verða kúreki enda heilluð af þeirri ímynd sem maður upplifði í bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sá draumur hélt mér hugfanginni þar til að annar draumur varð yfirsterkari. Leyfum okkur að dreyma! Cowboy Dream Collection er tileinkað föður mínum Hauki Hervinssyni.”

Opnunartími HönnunarMars í Epal:

Föstudagur: 10:00 – 18:00

Laugardagur: 11:00 – 16:00

Sunnudagur: 12:00 – 16:00
20160304_AnnaThorunn_0076 20160304_AnnaThorunn_002720160304_AnnaThorunn_004020160304_AnnaThorunn_0102

HÖNNUNARMARS Í EPAL 2016

Íslensk hönnun í sinni litríkustu mynd á HönnunarMars. 
Með þátttöku EPAL í HönnunarMars hefur opnast nýr gluggi að góðri hönnun.
Epal kynnir nýjar vörur sem er afrakstur samvinnu íslenskra og danskra hönnuða sem öll eiga það sameiginlegt að hafa náð langt í sínu fagi – þessi samvinna hefur fengið nafnið BYLGJUR: undir íslenskum áhrifum.
Sex framsæknir hönnuðir voru fengnir í tilefni 40 ára afmæli Epal til að hanna nýjar vörur úr íslensku hráefni og útfrá íslenskum innblæstri sem höfðar til alþjóðamarkaðar. Útkoman er fjölbreytt en þar má nefna gólfmottu, húsgögn, værðarvoð, trefla ásamt fleiru.
Epal mun einnig í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra.
Haft hefur verið að leiðarljósi frá stofnun 1975 að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini Epal. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.
HönnMarsaugl

HÖNNUNARMARS: WELLING/LUDVIK

Epal tekur virkan þátt í HönnunarMars eins og undanfarin ár með því að sýna verk hátt í 30 hönnuða í verslun sinni Skeifunni 6 dagana 12-17 mars. Frá stofnun fyrirtækisins árið 1975 hefur Epal haft að leiðarljósi að auka skilning og virðingu fyrir hönnun á Íslandi með því að velja góða hönnun og gæðavörur fyrir viðskiptavini sína. Hluti af því er þátttaka í HönnunarMars.

Hee Welling og Guðmundur Lúðvík skapa saman hönnunarstúdíóið Welling/Ludvik sem notið hefur mikillar velgengni í Skandinavíu og er hönnun þeirra í framleiðslu af þekktum hönnunarfyrirtækjum eins og Erik Joergensen, Fredericia og Caneline.

Á HönnunarMars í Epal sýnir Welling/Ludvik vörur sem þeir hafa hannað fyrir áðurnefnd fyrirtæki, þar getur að líta sófa, útihúsgögn, sófaborð, stóla og borð. Sjón er sögu ríkari.

Wellingludvik_Area_C Wellingludvik_Lagoon_B Wellingludvik_Lagoon_C Wellingludvik_Less_A Wellingludvik_Less_B Wellingludvik_Mesa_B Wellingludvik_Mesa_D Wellingludvik_Pato_C Wellingludvik_Pato_E Wellingludvik_Sola_A 27ef868543abf9c4e16439c1aeb8f0bd

Epal mun í ár sýna áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða jafnt ungra sem reyndari.

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

HÖNNUNARMARS: SNÆBJÖRN STEFÁNSSON

Vöruhönnuðurinn Snæbjörn Stefánsson kynnir á HönnunarMars í Epal keramikvasa sem hann hefur unnið að síðustu 3 ár, ásamt skrifborði sem faðir hans heitinn, Stefán Snæbjörnsson innanhússarkitekt og húsgagnahönnuður hannaði.

Snæbjörn Stefánsson útskrifaðist sem vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands árið 2006 og hefur síðan þá í gegnum hönnunarstúdíó sitt Hugdetta unnið að allskyns hönnunartengdum verkefnum. Ásamt eiginkonu sinni, hönnuðinum Róshildi Jónsdóttur, rekur hann Grettisborg sem er spennandi hönnunar-íbúðarhótel í miðbæ Reykjarvíkur.

Myndirnar hér að neðan eru frá hönnunarferlinu,

2015-02-16 19.14.08 2015-02-16 16.11.15

2015-02-12 13.15.12

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.

HÖNNUNARMARS: SIGURJÓN PÁLSSON

Sigurjón Pálsson útskrifaðist frá Danmarks Designskole. Hann hefur unnið við hönnun og hönnunartengd störf síðan, hjá öðrum og á eigin vinnustofu. Auk þess að hafa hlotið margvíslegar viðurkenningar fyrir hönnun sína, hefur hann lagt fyrir sig ritstörf og gefið út tvær glæpasögur og fékk Sigurjón Blóðdropann 2012, viðurkenningu fyrir bestu íslensku glæpasöguna, árið áður. Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Nýjasta hönnun hans, Shorebirds, sería þriggja vaðfugla er framleidd af Normann Copenhagen.

Á HönnunarMars í Epal í ár kynnir Sigurjón nýtt dýr til sögunnar og er það rostungur.

„Mikilúðugt og tignarlegt fas rostungsbrimils sem vakir yfir kæpum sínum varð mér innblástur að þessu verkefni. Mig langaði til að tjá hið ógnvekjandi vald sem felst í stærðinni er hann reisir sig upp og sýnir skögultennurnar ógnandi og hótar að ráðast gegn hverjum þeim brimli sem vogar sér að gera atlögu að ríki hans.“

612 2

601

602

 

1001_Shorebirds_Group 2

 

Hér að ofan má sjá Vaðfuglana sem upphaflega voru kynntir á HönnunarMars árið 2015 og notið hafa mikilla vinsælda.

 

 

sigurj 3

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.

HÖNNUNARMARS: HÁR ÚR HALA

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhúss­arkitekts, FHI og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar, FÍT. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti sem gleðja bæði stóra og smáa.

Á HönnunarMars í Epal kynnir Hár í hala Orðaborð.

“Með Orðaborðunum erum við að leika okkur að rýminu, búa til örsögur í vistarverur okkar. Útfærsla borðanna er leikur með letur eða týpógrafía og er vísun í tvívíða framsetningu leturs sem við erum vanari að sjá á prenti. Orðaborðin tengja saman hluti sem við erum umkringd í daglegu lífi okkar og hafa því bæði notagildi og gera umhverfi okkar pínulítið skrítið og skemmtilegt. Í rýminu verða til litlar sögur eða skrítnar samsetningar svo sem: motta er sófi, ljós og bók, hann og hún í svefnherbergi o.s.frv.”

 

Er._web Hun_web Hann_web Og_web Ordabord_oll_web

 

Á HönnunarMars í Epal í ár má sjá áhugaverða hönnun eftir fjölbreyttan hóp hönnuða, þekktra jafnt sem nýrra. Verkin eru allt frá fullmótuðum hlutum sem tilbúnir eru til sölu til hugmynda á frumstigi, þar getur að líta húsgögn, keramík, púða, skartgripi, ljós og aðra áhugaverða hluti.

Vertu velkomin/n á HönnunarMars í Epal.

HÖNNUNARMARS: ÞÓRUNN ÁRNADÓTTIR

Þórunn Árnadóttir hönnuður Pyropet Candles kynnir með stolti Bíbí á HönnunarMars.

Kveikt verður á fyrsta kertinu þann 12.mars og á hverjum degi HönnunarMars // DesignMarch hátíðarinnar mun einn Bíbí rísa upp úr öskunni líkt og fönix.

20150216_Pyropet_122_final6 (1)

Bíbí verður fáanlegur um mánaðarmótin mars-apríl.
20150216_Pyropet_167

  • Opnunartími verslunar yfir HönnunarMars er
    • Fimmt og föstudag 10:00 til 18:00
    • Laugardag 11:00 til 16:00
    • Sunnudag 12:00 til 16:00