Epal tekur þátt í HönnunarMars ellefta árið í röð með vandaðri sýningu á íslenskri hönnun. Að þessu sinni er athyglinni beint að fjölbreyttum hóp íslenskra hönnuða sem hafa náð góðum árangri á sínu sviði bæði hérlendis og erlendis.
Hring eftir hring er á meðal sýnenda í Epal á HönnunarMars.
” Nafnið Hring eftir hring nær einstaklega vel utanum skartgripina sem við frumsýnum nú á Hönnunarmarsi en þeir eru allir gerðir úr endurnýttu hráefni. Slípaðir náttúrusteinar, kuðungar og skeljar, sjávarperlur, plastkúlur, hraunmolar, málmar, kókos, bein og bambus… Efniviður sem eitt sinn var hluti af hálsfesti eða armbandi ánægðs eiganda en endaði ofan í skúffu eða hjá endurvinnslustöð.
Hráefnið sem við nýtum kemur víða frá, spannar kannski heiminn allan, en á það sameiginlegt að hafa “glatað” fegurð sinni og notagildi, í huga eigandans í það minnst. Okkur langar að reyna að nýta hráefnið aftur, gefa þeim annað líf og lofa því að fara hring eftir hring.
Í versluninni Epal, Skeifunni 6, munum við frumsýna eyrnalokka og hálsfestar sem eru viðbót og framhald við GUÐRÚNAR skartgripalínu okkar, en sú lína er uppsköpuð og framleidd á náttúruvænan máta úr endurnýttu hráefni að öllu leiti, að frátöldum silkiþræðinum og gullhúðuðu eyrnalokkafestingunum.”
Verið velkomin á Hönnunarmars í Epal.