HÖNNUNARMARS: INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna sýnir í ár á HönnunarMars í Epal ný mynstur í textíllínu sinni frá Ihanna home. Mynstrin heita Woven og Mountains og verða til að byrja með á viskustykkjum og púðum en nú fyrir eru mynstrin, Experience, Dots og Loop.

“Bæði mynstrin eru leikur með línur. Mountains myndar plúsa og mínusa eftir því hvernig sem línurnar mætast og saman mynda plúsarnir og mínusarnir fjöll og dali. Woven línurnar mynda ofið munstur. Í fjarlægð virðist munstrið vera nokkrir heilir fletir úr mis gráum tónum en þegar litið er nær sést að þetta samanstendur af línum sem eru mis stuttar og langar og hvernig þær mætast og vefjast saman eða ná því ekki,” segir Ingibjörg Hanna.

mountains2

Cushion_Woven

Mountains mynstrið var frumsýnt í lok síðasta árs í París á Maison&Objet hönnunarsýningunni en Woven er splunkunýtt mynstur, hvorugt hefur þó verið til sýnis áður á HönnunarMars.

mountains_tea_towel Woven_tea_towelHönnunarmars í Epal hefst með opnunarpartý þann 11. mars frá kl. 17-19. Viðburðinn á facebook má sjá -hér. 

Vertu velkomin á Hönnunarmars í Epal.

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Við vorum að fá glæsileg rúmföt eftir Ingibjörgu Hönnu sem eru tilvalin í jólapakkann.

bedding_Dot Bedding_experience

Rúmfötin bera heitið Dots og Experience en úr sömu línu er einnig hægt að fá servíettur, viskastykki og púða.

dots experience-1mountains Experience Grey Dots
IHANNA_pillows

hengistoll

Ingibjörg Hanna kynnti þessar nýju vörur til leiks á Hönnunarmars fyrr á árinu en þá var einnig til sýnis glæsileg hengiróla sem einnig fæst í Epal.

NÝTT FRÁ INGIBJÖRGU HÖNNU

Krummi og Ekki Rúdolf eftir Ingibjörgu Hönnu koma núna í fallegri nýrri útgáfu þar sem að viðurinn nýtur sín einstaklega vel. Krummi og Ekki Rúdolf hafa notið mikilla vinsælda undanfarin ár og hefur verið fjallað um þá í fjölmörgum hönnunartímaritum.

KRUMMIvidurERvidurNaturKrummi

 Tilvalið í harða jólapakkann:)

VERSLUN: HOME AUTOUR DE MONDE

Elísabet Ómarsdóttir er innanhússhönnuður og nemi í lýsingarfræði. Hún átti nýlega leið til Parísar og stoppaði við í versluninni Home Autour de monde. Elísabet tók nokkrar myndir í heimsókn sinni sem við fáum að deila með ykkur hér,

“Home autour de monde er verslun í París sem býður upp á margsskonar úrval af fallegri gjafavöru, húsgögnum og fatnaði. Ingibjörg Hönnu þekkja eflaust margir, hún hannaði m.a. vinsæla Krumman sem hangir í mörgum gluggum og hengið Ekki Rúdólf sem er selt í Epal.

Verslunin selur nokkrar af hennar vörum eins og Experienced og Dot púðana, einnig bolla sem kallast Wood/Wood/Wood sem eru skemmtilegir og smart bollar. Verslunin er með flott úrval frá skandinavískum fyrirtækjum eins og Normann Copenhagen, Muuto og HAY.”

IMG_4177-

Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu.

IMG_4169-

Experienced púðinn eftir Ingibjörgu, með gulri bakhlið og Dot púðinn kemur vel út með eikar borðinu. munstraðri framhlið.

IMG_0299-

HAY rúmfötin eru úr bómullar satíni og eru framleidd í nokkrum litum og munstrum.

IMG_0307-

Wood/Wood/Wood bollarnir í beyki og með hvítri áferð, einnig framleiddir í svörtu.

IMG_4183-

IMG_0324-

Lífleg og litrík gluggaútstilling með bökkunum frá HAY og kertastjökunum frá Applicata.

IMG_4181-

Það sést glitta í viskastykki sem er með saman munstri og Experienced púðinn. Munstruðu kringlóttu bakkarnir eru frá Ferm living.

IMG_4187-

Gluggaútstilling á rue des Francs Bourgeois. Það sést í Flip speglana frá Normann Copenhagen og viðarlampann frá Muuto.

NÝ HÖNNUN : INGIBJÖRG HANNA

Ingibjörg Hanna frumsýndi á Hönnunarmars fyrr á þessu ári vörur úr línunum wood/wood/wood og Experienced sem voru núna fyrst að koma í sölu hjá okkur í Epal. Experienced eru fallegir púðar og viskastykki sem eru úr 100% bómull, og wood/wood/wood eru kertastjakar og cappuccino bollar sem Ingibjörg Hanna hannaði í samstarfi við Höllu Björk Kristjánsdóttur hönnuð.

Falleg íslensk hönnun fyrir heimilið.