Á þessu einstaka heimili býr sannkallaður fagurkeri og ekta safnari. Húsögnin eru mörg hver eftir dönsku meistarana, Borge Mogensen, Finn Juhl og Hans J. Wegner. Í viðtali sem birtist með þessu innliti í danska Bo Bedre tímaritinu kom fram að eigandinn hafi mjög ungur að aldri hafið að safna hönnun og list, hann las bækur um listmuni og jafnvel um kínverskt postulín, og á 12 ára aldri hafi hann verið búinn að kaupa sér sína fyrstu postulínstyttu.
Við mælum með að lesa greinina sem fylgir þessum myndum sem finna má á vefsíðu Bo Bedre hér.