Hugdetta : hönnun sem breytir lífi fólks

Vörulína Hugdettu er hönnuð af hjónunum Róshildi Jónsdóttur og Snæbirni Stefánssyni. Hugdetta var fengin af íslenska velgerðarsjóðnum Aurora í Sierra Leone til að hanna vörur sem framleiddar yrðu þar í landi . Allur iðnaður og viðurværi fólks brast í landinu þegar mikil og löng borgarastyrjöld geisaði árum saman og Ebólu faraldurinn fylgdi í kjölfarið. Með því að endurvekja handverk og finna markað á alþjóðavísu fær fjöldi heimamanna atvinnu á ný ásamt kennslu og búnað til að byggja upp nýjan iðnað og nýtt líf. Vörulínan er handunnin úr 100% náttúrulegum hráefnum og er hver hlutur því einstakur. Milliliðalaus ágóði af sölu hverrar vöru fer því bæði til þeirra fjölmörgu aðila sem vinna efniviðinn úr jörðu og nýrrar kynslóðar handverksfólks í Sierra Leone.

Skoðaðu úrvalið í vefverslun Epal.is 

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir upp borgina í þriðja sinn

Verðlaunaátakið „Þetta er íslensk hönnun“ lýsir nú upp borgina í þriðja sinn, með íslenskri hönnunarvöru á ljósaskiltum um allt höfuðborgarsvæðið í heila viku.

„Markmiðið með átakinu er að vekja meðvitund og auka virðingu fyrir íslenskri hönnun,“ segir Eyjólfur Pálsson, stofnandi Epal, en hann stendur að baki átakinu sem hefur vakið mikla athygli og vann til gullverðlauna í FÍT keppninni.

„Átakið sprettur af einlægri ástríðu minni fyrir hönnun en eftir góðar viðtökur og fjölda áskorana um að endurtaka leikinn ákvað ég að kalla á ný eftir stuðningi og samvinnu þeirra sem hanna, framleiða, selja eða einfaldlega elska íslenska hönnun og endurtaka leikinn! Við fengum verðlaunateymið hjá Brandenburg aftur til liðs við okkur og rétt eins og áður munu auglýsingarnar birtast á mínútu fresti í heila viku, á alls þrjátíu stórum skjám og 300 skjám í strætisvagnaskýlum.“

Miðstöð hönnunar og arkitektúrs var Eyjólfi innan handar að útbúa lista yfir vörur sem endurspegla þá miklu breidd sem einkennir íslenska hönnun.

„Við viljum vekja athygli á fjölbreytileika hönnunar og í ár voru 60 hönnunarvörur frá jafnmörgum hönnuðum / hönnunarteymum valdar til að til að prýða borgarumhverfið. Hönnunarvara er ekki bara fallegt húsgagn eða skrautmunur, hönnunarvörur eru allt í kringum okkur, frá tölvuleikjum til stoðtækja og keramík til klæða,“ segir Eyjólfur en forsendur fyrir þátttöku eru að varan sé nú þegar í framleiðslu og sölu.

Eyjólfur bendir á að sýnileiki skipti máli og ekki bara á ljósaskiltum og að frumkvæði og kaup opinberra aðila á hönnuðum vörum geti skipt miklu máli fyrir greinina, eins og sjá megi í Finnlandi og Danmörku þar sem skýr hönnunar – og innkaupastefna hefur leitt leiðina.

„Danir leggja sem dæmi ávallt áherslu á að þeirra eigin framleiðsla og hönnun sé í fyrirrúmi í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera dönsk yfirvöld á hreinum viðskiptalegum forsendum en hönnun er einn helsti drifkrafturinn að baki aukinni verðmætasköpun, meiri lífsgæðum, sjálfbærni og betra þjóðfélagi. Opinberar byggingar eru stolt þjóðar og eiga að endurspegla þann faglega metnað sem við búum yfir, bæði hvað varðar listmuni og arkitektúr en ekki síður hönnunarvörur,“ segir Eyjólfur og segir Ísland geta lært mikið af nágrannaþjóðum hvað það varðar.

 

Íslenskri hönnun varpað á skjái um allt höfuðborgarsvæðið

Í október fór af stað einstakt átak þar sem vakin var athygli á íslenskri hönnun. 60 ólíkar hönnunarvörur, frá ferðavögnum yfir í flothettur og allt þar á milli, prýddu ljósaskilti um allt höfuðborgarsvæðið og sýndu fjölbreytileika og fegurð íslenskrar hönnunar.

Það var Eyjólfur Pálsson, gjarnan kenndur við Epal sem stóð að baki átakinu sem ætlað var að gera fjölbreytileika íslenskrar hönnunar sýnilegar með auglýsingum á umhverfismiðlum um allt höfuðborgarsvæðið.

“Íslensk hönnun fær ekki alltaf þá athygli og virðingu sem hún verðskuldar og hef ég í gegnum tíðina reynt ýmsar leiðir til að koma henni betur á framfæri. Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að við öll, sem seljum, hönnum, framleiðum eða einfaldlega elskum íslenska hönnun, tökum höndum saman til að styðja við þessa
mikilvægu iðngrein,“ segir Eyjólfur.

Viðtal : Hönnunarmiðstöð

60 íslenskir hönnunargripir

Ástríða Eyjólfs fyrir hönnun nær langt út fyrir hans eigin rekstur og var honum sérlega umhugað að um samvinnuverkefni væri að ræða sem endurspegli breidd íslenskrar hönnunar og fékk því Miðstöð hönnunar og arkitektúrs til liðs við sig og óskaði eftir að hún leggði til hugmyndir um fjölbreytta og fallega íslenska hönnun sem er nú þegar í sölu eða notkun.
„Úr varð ótrúlega fjölbreyttur flokkur hönnunargripa, um 60 talsins, sem varpað verður upp á skjái um allt höfuðborgarsvæðið. Hlutirnir á skiltunum munu spanna allt frá flothettum og fötum yfir í gistivagna, húsgögn og tölvuleiki,“ segir Eyjólfur og segir undirtektirnar hafa verið mjög góðar, enda ljóst að allir sem standa að eða unna íslenskri hönnun njóta góðs af því að virðing sé efld fyrir henni.

Brýn þörf á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu

Eyjólfur bendir á að sýnileiki skipti máli, og ekki bara á ljósaskiltum.

„Frændur okkar, Danir, leggja til dæmis ávallt áherslu á eigin framleiðslu og hönnun í stofnunum, byggingum, opinberum verkefnum og öllu kynningarefni, eins og í bíómyndum. Þetta gera Danir á hreinum viðskiptalegum forsendum en hönnun er einn helsti drifkrafturinn að baki aukinni verðmætasköpun, meiri lífsgæðum, sjálfbærni og betra þjóðfélagi. Opinberar byggingar eru stolt þjóðar og eiga að endurspegla þann faglega metnað sem
við búum yfir, bæði hvað varðar listmuni og arkitektúr en ekki síður hönnunarvörur,“ segir Eyjólfur og bendir á að brýn þörf sé á innkaupastefnu gagnvart íslenskri hönnun og framleiðslu.

Það var auglýsingastofan Brandenburg sem stóð að hönnun herferðinnar en hér má sjá brot af þeim hönnunarvörum sem eru gerð skil í átakinu og við hvetjum ykkur til að hafa augun opin á ferð um höfuðborgarsvæðið næstu daga.

Nýtt frá FÓLK : MULTI vasar eftir Rögnu Ragnarsdóttur

MULTI er lína af vösum og skálum sem hæfa hvers kyns blómum og tilefnum. Galdurinn í Multi vösunum er að einungis eitt mót er notað við blástur glerhlutanna, en eftirá eru vasarnir unnir í kaldri vinnu, svo úr verða mismunandi vasar og skálar. Form vasanna er sterkt og grípandi og við hvern skáskurð fá þeir nýja ásýnd og hlutverk. Multi línan er hönnuð af Rögnu Ragnarsdóttur fyrir FÓLK og vasarnir eru munnblásnir í Tékklandi.

Þú finnur MULTI vasana í vefverslun Epal.is

 

Íslensk hönnun á forsíðu Nordic Living

Það er ánægjulegt að sjá íslenska hönnun njóta sín á fallegu heimili sem prýðir forsíðu Nordic Living, tímariti sem gefið er út tvisvar sinnum á ári af Bo Bedre.

Regina blómavasar er hönnunin sem um ræðir, eftir Ingólf Örn Guðmundsson iðnhönnuð og fást þeir í Epal.
Regina er einfaldur þrýhyrndur vasi sem má raða saman á ólíka vegu eftir hæð eða lit. Vasinn getur staðið einn og sér eða sem vasi fyrir greinar eða blóm. Regina kemur í þremur mismunandi hæðum: 36 cm, 29 cm og 24 cm og í svörtu eða gráu.
Sjáðu úrvalið í vefverslun Epal: https://www.epal.is/vorur/islensk-honnun/regina/

Urban Nomad hillur frá Fólk Reykjavík á 20% afslætti dagana 16.-23. ágúst.

Í tilefni þess að FÓLK Reykjavík er að hefja sölu á vörunum sínum erlendis ætlum við að bjóða íslenskum viðskiptavinum 20% afslátt af fallegu Urban Nomad hillum fyrirtækisins dagana 16.-23. ágúst. EPAL hefur selt vörur fyrirtækisins frá upphafi en FÓLK þróar og framleiðir íslenska hönnun í samstarfi við íslenska hönnuði.

Hillurnar eru mínímalískar með ótrúlega fjölbreytt notagildi og henta í öll herbergi heimilisins. 

Fullt verð er frá 24.500 kr. 

 

Tulipop gleði í Epal Skeifunni og 20% afsláttur

TULIPOP gleði í Epal Skeifunni og 20 % afsláttur!

Einstaklega litríkir og skemmtilegir keramík bollar með Tulipop karakterum Fred, Gloomy, Miss Maddy og Bubble verða kynntir í Epal Skeifunni, laugardaginn 10. ágúst frá 11-16. Í tilefni þess verður boðið upp á 20% afslátt af öllum Tulipop vörum.

Blöðrur, litabækur og sleikjó í boði fyrir káta krakka.

Ævintýraheimur Tulipop er svo sannarlega skemmtilegur og börn á öllum aldri hrífast af litríkum og sniðugum karakterum sem þar búa. Tulipop hönnunarfyrirtækið var stofnað 2010 með það markmið að búa til skapandi og fallega vörulínu fyrir börn. Vörulínan, sem inniheldur vandað úrval af borðbúnaði, húsbúnaði, ritföngum og fylgihlutum, hefur hlotið lof víða um heim og unnið til alþjóðlegra hönnunarverðlauna. Tulipop fæst í Epal. 

Við hlökkum til að sjá ykkur, laugardaginn 10. ágúst. 

Allir eru hjartanlega velkomnir!

Jólaborðið í Epal : ANNA THORUNN

Jólaandinn svífur yfir í verslunum Epal í desember og höfum við fengið til okkar hönnuði og stílista sem dekkuðu jólaborð í hverri viku fram að jólum í Epal Skeifunni.  Anna Þórunn vöruhönnuður dekkaði upp jólaborðið í Epal síðustu viku ársins og sjá má skemmtilega notkun af vinsælum Feed Me skálum sem eru ein þekktasta hönnun Önnu Þórunnar.

Hönnunarmerkið ANNA THORUNN var stofnað af Önnu Þórunni Hauksdóttur við útskrift frá Listaháskóla Íslands árið 2007. Vörurnar eru hannaðar og framleiddar út frá innblástri af eigin upplifun og tilfinningum. Hönnunin byggist á einskonar ástríðuferðalagi sem Anna Þórunn leggur í sem part af hönnunarferlinu. Ferlið endar svo með hlut sem hefur ekki einungis notagildi heldur vekur einnig upp tilfinningar hjá notandanum.

“Mig langaði til að hafa borðið svolítið öðruvísi þannig að ég ákvað að Feed Me skálin yrði að matardisk sem að í sjálfu sér er alveg raunhæft. Mér finnst gaman að brjóta reglur og upplifa hluti upp á nýtt.” Anna Þórunn Hauksdóttir.

Að hverju er gott að huga þegar dekkað er upp hátíðarborð? Mjög gott er að byrja að athuga hvað maður á þegar og reyna hugsa hlutina upp á nýtt.t.d hvaða litaþema maður vill nota ásamt hvaða stemmningu maður vill ná fram.

Hvaða hlutir eru á borðinu? Feed Me skálin bæði í svörtu og hvítu en svarta er svo til nýkomin á markað og hefur hún fengið frábærar móttökur. Hay hnífapör, rauðvíns glös frá Rosenthal, Essence vatnsglös frá iittala sem eru svotil nýkomin í þessum litum dökk gráum og dökk grænum ásamt karöflunni úr sömu línu. Prosper blómavasinn er mín hönnun og er í framleiðsluferli. Gylltu kertastjakarnir eru frá Menu en sá svarti fyrir tvö kerti frá Ferm Living. Ég notaði Hay rúmteppi fyrir dúk.

Hvaða hlut værir þú helst til í að eiga af hátíðarborðinu? Ég væri meira en til í að eiga vatnsglösin og karöfluna. Mig vantar mjög mikið að endurnýja hjá mér hnífapörin þannig að Hay hnífapörin eru á óskalistanum. Ég er svo heppin að eiga nú þegar Menu stjakana og viðar jólatrén sem eru á borðinu, og svo á ég auðvitað fjölmargar Feed Me skálar.

Ferðu eftir vissu þema þegar þú skreytir? Mér finnst mjög gott að hugsa um hvaða stemningu mig langar til að ná fram. Það flýtir fyrir, því það getur verið mjög tímafrekt að dekka borð ef maður veit ekki hvað maður vill. Við borðum t.d. alltaf við dúk hversagslega hér heima, hann gefur hýju og rammar inn borðbúnaðinn en ef við fáum gesti þá leita ég inní ískáp eftir ávöxtum eða í einhverjar aðrar hirslur eftir smádóti en útkoman getur orðið mjög skemmtileg og alls ekki formleg!

 

 

 

MÆÐRASTYRKSKERTIÐ – 2018

Mæðrastyrkskertið 2018 fæst í Epal – með kaupum á kertinu styrkir þú efnalitlar konur til náms og nýrra tækifæra. Kertin eru hönnuð af Þórunni Árnadóttur vöruhönnuði. Kertin eru fimm talsins, með mismunandi leyniskilaboðum tileinkuð mæðrum.

Verð: 3.000 kr. og rennur allur ágóði til Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur.