NÝTT FRÁ SVEINBJÖRGU: THERMO BOLLAR

Nýju thermo bollarnir frá íslenska hönnunarmerkinu Sveinbjörgu by Vorhus living eru loksins komnir til okkar og vekja strax mikla eftirtekt. Bollarnir eru sérstaklega fallegir og fást nú í fjórum gerðum, allir með silfri í tilefni af 10 ára afmæli Vorhús og Sveinbjörg.
Þessi útgáfa er með hátíðlegum blæ en rímar engu að síður við fyrri útgáfur af bollunum.
Bollarnir koma í tveimur týpum í Krumma og tveimur týpum í Garðveislu – allir með silfri. -Bollarnir mega fara í uppþvottavél.

Verð : 2.900 kr.

 

NÝTT Í EPAL : HIMNESKIR HERSKARAR

Himneskir herskarar eru handverkstæði Páls Garðarssonar þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír.  Þar má finna fígúrur af ýmsu tagi. Epal hefur hafið framleiðslu á hreindýrum Himneskra herskara sem hönnuð voru árið 2005.

“Hvít hreindýrin spretta úr jarðvegi íslensks handverks þar sem alúð er lögð við hvert smáatriði. Þau eiga uppruna sinn að rekja í hugarheim Páls Garðarssonar, urðu til við eldhúsborðið og þangað sóttu þeir sem kynntust þeim fyrst. Hreindýrin eru brot af stærri heimi þar sem einfaldleiki og lágstemmd kímni eru leiðarstef. Seinna tók kliðmjúkur bjölluhljómur hreindýranna á móti þeim sem rötuðu á verkstæði Páls.”

Og nú hefst nýr kafli í ferðalagi hvítu hreindýranna, og eru þau fyrsta varan sem gefin er út af Hönnunarsjóði Epal.

FALLEG HÖNNUN VÍK PRJÓNSDÓTTUR Í JÓLAPAKKANN

Trefill eða fallegt ullarteppi er hin fullkomna jólagjöf að okkar mati og er eitthvað sem allir þurfa að eiga. Við bjóðum upp á gott úrval af fallegri hönnun frá Vík Prjónsdóttur, Verndarhendurnar vinsælu ásamt Vængjateppum til að hlýja sér með á köldum kvöldum.

Verð á Verndarhöndum er 19.900 kr.

Vík Prjónsdóttir er án efa eitt af þeim spotafyrirtækjum í íslenskri hönnun sem best hafa ávaxtað sitt pund. Fyrirtækið varð til árið 2005 sem samvinnuverkefni um ullariðnað, tengt Víkurprjóni, mikilvirkri prjónastofu í Mýrdal. Upphaflega voru aðstandendur fimm talsins, en nú er fyrirtækið rekið af hönnuðunum Brynhildi Pálsdóttur, Guðfinnu Mjöll Magnúsdóttur og Þuríði Rós Sigurþórsdóttur.

 

Frá upphafi einsetti Vík Prjónsdóttir sér að hanna og framleiða óhefðbundnar gæðavörur úr bestu íslensku ull sem fáanleg er hverju sinni, í samvinnu við helstu framleiðendur í ullariðnaði á landinu. Hefur samstarf fyrirtækissins við prjónastofuna Glófa ehf. við Ármúla verið sérstaklega farsælt. Í seinni tíð hefur fyrirtækið einnig unnið náið með erlendum aðilum, bæði hátæknivæddum prjónastofum og framsæknum textílhönnuðum. Þar má nefna japanska hönnuðinn Eley Kishimoto og sænsku listakonuna Petra Lilja. Afrakstur þeirra samvinnu hefur reglulega komið fyrir augu almennings á Hönnunarmarsi í Reykjavík.

Sérstaða Víkur Prjónsdóttur felst ekki einasta í staðföstum trúnaði fyrirtækisins við það sjálfbæra og einstaka hráefni sem íslenska ullin er, heldur í því hvernig hönnuðir þess hafa notað bæði náttúru landsins og þjóðsagnaarf í þróun ullarvöru af ýmsu tagi, vöru sem er allt í senn þénug, litrík og smellin. Flestir landsmenn þekkja nú værðarvoðir fyrirtækisins sem hægt er að íklæðast, lambhúshetturnar með yfirskegginu, vettlinga sem byggðir eru á selshreifum og slár í formi fuglsvængja.

Vörur Víkur Prjónsdóttur hafa vakið athygli á hönnunartengdum samkomum víða um lönd og hér heima hafa þær hlotið margar viðurkenningar.

Sjáðu úrvalið í vefverslun okkar. 

NÝTT Í EPAL : FÓLK REYKJAVÍK

Við vorum að fá til okkar nýtt og spennandi íslenskt vörumerki, FÓLK Reykjavík sem verður spennandi að fylgjast með á næstunni.

Fyrsta varan sem við fáum að kynnast eru hillurnar Urban Nomad sem hannaðar eru af Jóni Helga Hólmgeirssyni, og koma hillurnar í þremur lengdum og eru í boði tveir litir á hillum og hilluberum.

Hillurnar eru minimalískar og fágaðar í útliti og eru án efa eftir að prýða mörg íslensk heimili.

FÓLK vinnur með náttúruleg eða endurvinnanleg hráefni og hefur sjálfbærni að leiðarljósi í öllu framleiðsluferlinu, allt frá hönnun- og vöruþróun yfir í framleiðslu, notkun og endurvinnslu.

ÍSLENSK HÖNNUN : ART OF MÁR

Við kynnum ný og spennandi íslensk veggspjöld í Epal, Art of Már.

Hönnuður Art of Már er arkitekinn Magnús Már sem elskar að skapa og hanna í sínum frítíma. Fyrsta hönnunarlína Art of Már eru Kennileitin, þar túlkar hönnuður á sinn hátt kennileiti Íslands. Í línunni eru 12 verk.

Á Instagram síðu Epal @epaldesign má finna gjafaleik þar sem einn heppinn fylgjandi fær veggspjald að eigin vali í gjöf.

GJAFALEIKUR: ILMANDI VÖRULÍNA FRÁ URÐ

URÐ er íslenskt fyrirtæki sem hannar og framleiðir ilmandi vörulínu með árstíðirnar fjórar í huga. Vörulína URÐAR samanstendur í dag af ilmkertum, sápum og heimilisilmi.
URÐ er gamalt, íslenskt orð og felur í sér vísun til markmiða og framleiðsluaðferða URÐAR.
Vörurnar eru framleiddar úr bestu fáanlegu hráefnum og pakkað í fallegar og vandaðar umbúðir. Við framleiðsluna er stuðst við gamlar handverksaðferðir.

Hver ilmur hefur það hlutverk að vekja upp minningar tengdar árstíðunum fjórum. Ilmirnir bera íslensk nöfn sem eru lýsandi fyrir hverja árstíð; BJARMI (vor), BIRTA (sumar), DIMMA (haust) og STORMUR (vetur). 

Við gefum 4x handþrykkta gjafakassa og hver kassi inniheldur sápu, ilmstrá og ilmkerti. Þú gætir haft heppnina með þér á Facebook síðu Epal ásamt því að við gefum einnig á Instagramsíðu Epal. Við drögum út föstudaginn 15. september. 

NÝTT FRÁ VORHUS LIVING BY SVEINBJÖRG

Við vorum að fá til okkar glæsileg og vönduð rúmföt frá íslenska hönnunarmerkinu Vorhus living by Sveinbjörg. Rúmfötin koma í þremur litum, bleikum, bláum og gráum og kosta þau 15.900 kr.

Vorhus living er hönnunarhús sem vinnur náið með völdum hönnuðum að vöruþróun, framleiðslu og sölu á fallegum vörum sem hafa gott notagildi og eru framleiddar úr hágæða efniviði hverju sinni. Fyrirtækið er upprunalega stofnað í lok árs 2007 af Sveinbjörgu Hallgrímsdóttur og hefur um árabil selt hönnunarvörur undir nafni Sveinbjargar með góðum árangri. Samhliða auknum vexti erlendis og áhuga hönnuða á starfsemi fyrirtækisins var ákveðið að víkka út starfsemina í hönnunarhús og breyta nafni fyrirtækisins í Vorhus living.

Vorhus living dregur nafn sitt af gömlu bæjarnafni húss á Eyrarbakka sem langamma Sveinbjargar átti og hét Vorhús. Nafnið vísar til vorsins þegar ungar fæðast, gróður grænkar og líf færist í móana. Litrík náttúran og fjölbreytileiki hennar er okkar fyrirmynd. Það er því stefna fyrirtækisins að skapa líflegar vörur úr fjölbreyttum efnivið og að vera staður þar sem fólk kemur saman og skapar framtíðina.

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir

Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er myndlistamaður og einn af hönnuðum Vorhus living. Hún er jafnframt stofnandi fyrirtækisins og annar eigandi þess. Vörulína hennar einkennist af munstrum úr náttúrunni sem eru litrík og lifandi. Fjölbreytt vöruúrval og fjölbreyttir efniviðir eru ríkjandi og því ættu því allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Sveinbjörg hefur starfað sem myndlistamaður og myndlistarkennari á árum áður, þó einna helst vann hún í grafík og þá aðallega í tréristur og kopar. Þaðan koma mynstur hennar og hönnun og á þeim verkum byggir vörulína hennar. Það er íslenska náttúran sem er henni hvað mest hugleikin og veitir henni sterkan innblástur og er rauði þráðurinn í hönnun hennar.

 

Ásamt rúmfötunum bjóðum við í Epal upp á frábært vöruúrval frá Voruhus living by Sveinbjörg.

NÝTT FRÁ TAKK HOME

TAKK Home er íslenskt fyrirtæki stofnað árið 2016 af vinkonunum Dröfn Sigurðardóttur og Ollu Gunnlaugsdóttur sem hefur vakið mikla athygli undanfarið fyrir fallegar vörur sínar. TAKK Home sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á gæðavörum fyrir heimilin með megináherslu á einfaldleika, fegurð og notagildi, ásamt virðingu fyrir umhverfinu. Hönnunin er innblásin af klassískri norrænni hönnun og kraftinum í íslenskri náttúru. Að auki er hún undir áhrifum af margbreytilegri menningu um heim allan sem hönnuðir TAKK Home hafa upplifað á ferðalögum sínum.

Fyrsta vörulína TAKK Home voru Tyrknesk handklæði öðru nafni Pesthemal eða Haman. Tyrknesk handklæði hafa verið stór hluti af baðmenningu Tyrkja í aldaraðir en þau hafa þá eiginleika að vera sérstaklega rakadræg, fyrirferðarlítil og þorna fljótt. Handklæðin eru hönnuð af TAKK Home og framleidd í Tyrklandi eftir hefðbundnum vefnaðaraðferðum. Þau eru úr 100% tyrkneskum bómul, með handhnýttu kögri.

Tyrknesku handklæðin eru tilvalin í ferðalagið, líkamsræktina, sundlaugina, á ströndina eða til notkunar heimavið í stað hefðbundinna handklæða. Einnig hægt að nota sem hálsklút eða ungbarnateppi.

Núna hafa einnig bæst við glæsileg rúmteppi sem eru létt og einstaklega mjúk sem einnig má nýta sem teppi á sófann. Teppin koma í þremur litum og eru hönnuð af TAKK Home á Íslandi og framleidd í Tyrklandi eftir aldagömlum vefnaðaraðferðum.

NÝTT: HÆNAN EFTIR SIGURJÓN PÁLSSON

Við kynnum nýja hönnun eftir Sigurjón Pálsson, Hænuna.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt frá Danmarks Designskole– en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „Shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má nefna að hann vann hin virtu verðlaun blóðdropan fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Í hönnun sinni leitast Sigurjón við að sameina efni, form og notagildi þannig að úr verði einföld og samhæfð heild þessarar þrenningar.

Um Hænuna segir:

“Frá því að maðurinn hóf akuryrkju hefur hænan fylgt honum og verið ómissandi þáttur í lífi hans. Ómögulegt er að hugsa sér lífið án hennar, því þótt mildilegt gaggið heyrist ekki í þéttbýli lengur, né ábúðarfullt gal hanans á morgnana, þá finnum við fyrir notalegri návist hennar með því sem hún leggur okkur til dag hvern.

Þessi huggulegi fugl sem áður fyrr einkenndi hvert heimili með nærveru sinni og iðjusemi: taktöstu goggi eftir æti í næsta umhverfi þess, launaði öryggið sem vinskapurinn við fjölskylduna veitti henni, með fæðuöryggi. Enn þann dag í dag gætir nærveru hennar í híbýlum okkar og veitir sömu notalegu hughrifin.

Hænan fæst í Epal og kostar 5.900 kr.-