ÍSLENSK HÖNNUN FRÁ ARCO : CONTOUR STÓLLINN

Hönnuðurinn Guðmundur Lúðvík hefur náð mjög langt á alþjóðlegum vettvangi og eru húsgögn eftir hann í framleiðslu eftir leiðandi framleiðslufyrirtæki svosem Erik Jorgensen, Caneline og Arco. Nýlega sýndi Guðmundur Lúðvík stólinn Contour á HönnunarMars í Epal og okkur lék forvitni á að vita meira um söguna á bakvið stólinn.

Segðu okkur aðeins frá samstarfi þínu við Arco? Arco er frábær samstarfsaðili og við höfum átt frábært samstarf hingað til. Þeir hafa lengi verið aðili sem ég hef haft stórar mætur á og því sem þeir hafa upp á að bjóða. Þeir eru þekktir fyrir einstakt handverk og stíll þeirra á mjög vel við mig á sama hátt og manneskjurnar á bak við fyrirtækið líkt mér, setja háar kröfur til alls sem þeir senda frá sér.

gudmundur_ludvik

Vörur Arco eru ekki ódýrar sem hangir saman með háum gæðum. Það hefur gert það að verkum að oft þegar þeir selja borð sem er sú vörugrúppa sem þeir eru þekktastir fyrir missa þeir af sölu á stólum í kring um borðið. Þessu óska þeir eftir að breyta og í því samhengi báðu þeir mig að koma með uppkast að stól sem gæti staðist þær háu gæðakröfur sem þeir hafa til handverks, hönnunar og þæginda, Contour er afkoma þessarar óskar. Stóllinn er hannaður með það fyrir augum að nýta nútíma framleiðslumáta án þess að missa útlit og hugmyndina um gott handverk.

Arco skrifar um stólinn á heimasíðu sinni: The Contour is as comfortable as it looks: the round backrest makes for comfortable sitting because it shapes itself around you. Its elegance flows from its beautiful simplicity.

Við erum að vinna að öðrum útgáfum með mismunandi undirstellum og hægindastóls útgáfu. Í Mílanó komum við til með að sýna stólinn með tréstelli, fjögurra arma súlustelli og fjögurra arma súlustelli á hjólum.

Eins og með flesta af mínum og Welling/Lúðvíks samstarfsaðilum vona ég að samstarfið með Arco haldi áfram langt út í framtíðina. Sjaldan hef ég fundið mig eins vel og í samvinnu með Arco.” segir Guðmundur Lúðvík.

Arco-Contour-Gudmundur_Ludvik-HiRes-01unspecified-1

Guðmundur Lúðvík Grétarsson er fæddur árið 1970 í Reykjavík. Hann hélt í framhaldsnám til Kaupmannahafnar árið 1999 og hefur verið búsettur í Danmörku síðan.

Bakgrunnur Guðmundar sameinar handverk, list og hönnun. Handverkið ólst hann upp með og vann í mörg ár sem smiður áður en leiðin lá í Myndlistaskóla Íslands þar sem nám í höggmyndlist hófst. Að lokum lá leiðin í Danish Design School þar sem formlegri menntun lauk sem húsgagnahönnuður árið 2002. Þessi vegferð hefur verið honum bæði eðlileg og rökrétt og hefur mótað hæfni hans til þess að vinna á skapandi hátt og nýta tækni- og fagurfræðilegar hliðar hönnunarfagsins.

Guðmundur Lúðvík rekur eigið stúdíó og er annar eigenda hönnunarfyrirtækisins Welling/Ludvik Industrial Design.

HÖNNUNARMARS: ANNA ÞÓRUNN

Anna Þórunn sýnir línuna COWBOY DREAM /Kúrekadraumur á HönnunarMars í Epal.

“Snemma í æsku átti ég mér þann draum að verða kúreki enda heilluð af þeirri ímynd sem maður upplifði í bandarískum bíómyndum og sjónvarpsþáttum. Sá draumur hélt mér hugfanginni þar til að annar draumur varð yfirsterkari. Leyfum okkur að dreyma! Cowboy Dream Collection er tileinkað föður mínum Hauki Hervinssyni.”

Opnunartími HönnunarMars í Epal:

Föstudagur: 10:00 – 18:00

Laugardagur: 11:00 – 16:00

Sunnudagur: 12:00 – 16:00
20160304_AnnaThorunn_0076 20160304_AnnaThorunn_002720160304_AnnaThorunn_004020160304_AnnaThorunn_0102

LJÓSANNÁLL PLAKAT: EITT ÁR AF LJÓSI FRÁ I-LIGHT

I-light.is eða eitt ár af ljósi hófst af einskærri forvitni. Halldór Steinn Steinsen lýsingarhönnuður hafði áhuga á því að fanga Íslenska dagsljósið á kerfisbundinn hátt og miðla því með einhverjum hætti inní hið byggða umhverfi með vöru eða þjónustu. Sumarsólstöður, vetrarsólstöður, haust og vorjafndægur marka þáttaskil innan ársins í dagsljósi. Ljósmyndir voru teknar frá sólarupprás til sólarlags með kerfisbundnum hætti yfir allan daginn. Úr þessu ferli kom aragrúi ljósmynda sem nú hefur verið tekinn saman í geometrískt munstur sem þú getur keypt og notið. Munstið er skipulagt sem fjórar lóðréttar línur, lengst til vinstri er mars frá sólarupprás til sólarlags, næst kemur júní, síðan september og loks desember. Með þessum hætti er hægt að sjá heilt ár af íslensku dagsljósi í einni mynd.

Plakatið er hannað af Einari Gylfasyni, grafískum hönnuði á Leynivopninu

Við mælum með því að horfa á fallegt video frá I-light þar sem farið er yfir innblásturinn á bakvið verkið, sjá hér. 

Halldór Steinn Steinsen. MBA, M.Sc. er menntaður lýsingarhönnuður frá KTH í Svíþjóð. Hann hefur rekið eigið fyrirtæki um árabil og sinnir ljóshugðarefnum í hjáverkum. Hann starfaði fyrir Ljóstæknifélag Íslands í hlutastarfi um 4 ára skeið þar af sem formaður í 2 ár.

Ljósannáll plakatið fæst núna í Epal.

12308636_1685820285008680_5859808353422419031_n 12345615_1685816888342353_5174807931723443022_n 12348084_1685804505010258_1325787425209313508_n ilight_plakat_72dpi_700br

FAGURKERA DAGATAL

Við vorum að fá til okkar dásamlegt Fagurkera dagatal eftir grafíska hönnuðinn Elsu Nielsen, en hún hefur teiknað eina trélitamynd á dag frá 1.janúar.
Um er að ræða gjafakassa með 12 blokkum með hverjum mánuði og þú “rífur” einn og einn dag af í einu. Ein lítil trana fylgir í kassanum til að setja blokkirnar á.
Hægt er að fylgjast með Elsu Nielsen á Instagram síðu hennar: https://www.instagram.com/elsanielsen/

Verð: 13.500 kr.
12342386_10154399945614447_5030705707984602338_n12279045_10154399945714447_6909082622203500071_n 12321168_10154399945389447_1581960363704182947_n 12321624_10154399945394447_4808183925076828999_n 12341201_10154399945694447_7375239153548942878_n 12341305_10154399945774447_2405599050728912961_n
12347743_10154399945399447_2303613109385317913_n Screen Shot 2015-12-15 at 13.08.49

KÆRLEIKSKÚLAN 2015

LANDSLAG eftir Rögnu Róbertsdóttur er Kærleikskúla ársins 2015.

Verkið kallast á við frumform jarðarinnar og orkumynstur hennar, sköpunar- og tortímingarkraftana og í raun það sem mætti kalla lífskraftinn. Ég nota sjálflýsandi plastagnirnar meðal annars sem tákn fyrir hin litríku íslensku líparítfjöll og sláandi litadýrð þeirra sem orsakast af háu steinefnamagni og samspili þess við birtuna. Ragna Róbertsdóttir.
kula

isl_kaerleikskulan_2_toppur_1122512765

 

 

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur staðið að útgáfu Kærleikskúlunnar frá árinu 2003 og eru kúlurnar því orðnar þrettán talsins. Frá upphafi hafa kúlurnar fengið frábærar viðtökur landsmanna enda um að ræða einstakt safn listaverka eftir marga þekktustu listamenn okkar Íslendinga. Listamenn Kærleikskúlunnar hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna.

TILGANGUR

Tilgangurinn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ungmenna, með því að efla starfsemi Reykjadals. Gera þannig fleirum mögulegt að njóta þar ævintýra tilverunnar í hópi með jafnöldrum – eignast vini og dýrmætar minningar.

Ár hvert fær Kærleikskúlan nýtt útlit – og er verkið í höndum fremstu listamanna þjóðarinnar. Í grunninn er Kærleikskúlan tær eins og kærleikurinn – með borða í rauðum lit, lit jólanna og kærleikans. Kærleikskúlan er blásin og eru því engar tvær kúlur nákvæmlega eins, en allar fallegar hver á sinn hátt. Kærleikskúlan kemur í kassa og fylgir henni bæklingur. Litir bæklinsins eru svartur og silfraður. Svartur táknar árstímann og silfraður birtuna sem er svo lýsandi fyrir boðskap jólanna.

2015 JÓLAÓRÓINN FRÁ NOX

NOX jólaóróinn er hannaður af Jóhannesi Arnljóts Ottóssyni, gullsmið og skartgripahönnuði og er óróinn í ár skreyttur fallegri rjúpu. Óróinn kom út í fyrsta sinn jólin 2014 og var þá jafnframt fyrsti íslenski jólaóróinn á markaðinn og var hann þá skreyttur hreindýri, Íslendingar eru vel kunnir jólaóróum og eru fjölmargir sem safna slíkum og er því einstaklega skemmtilegt að geta boðið upp á íslenska og vandaða jólaóróa.

Óróinn er úr gull eða silfurhúðuðu sinki og kemur í fallegri öskju með svörtum silkiborða sem á stendur Gleðileg jól á öllum norðurlandamálunum og aftan á er þýska, spænska og enska. Nox jólaóróinn er einstök íslensk hönnun sem gaman er að safna.

12195805_1005163612859732_6456108697003652909_n 12190127_1005163609526399_6943121255008409355_n

NÝTT: HANDGERÐIR & ENDURUNNIR VASAR

Epal hefur hafið sölu á handgerðum vösum eftir Sigríði Höllu Guðmundsdóttur. Vasarnir bera nafnið Vasi og eru úr endurunnum krómuðum glerflöskum. Þeir gegna bæði hefðbundnu hlutverki blómavasa og nýtast einnig sem pannastatíf á skrifborðum, eða sem einfaldur og stílhreinn listmunur.

Hver glerflaska í vasanum hefur sína lögun, sinn búk, sinn háls og tiplar á sinni tá. Þær leita saman, styðja hver við aðra og mynda heild. Hver þeirra hefur samt sína reisn og teygir sig þangað sem henni sýnist.

Hönnuðurinn, Sigríður Halla Guðmundsdóttir, fæddist í Reykjavík árið 1967. Hún stundaði nám í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands árin 2011 og 2012. Hún lauk námi í hönnun við Iðnskólann í Hafnarfirði árið 2011. Í hönnun sinni leitast hún við að fanga form úr hversdagsleikanum og gæða þau nýju lífi.
g6MIZ_GN1t-tpZFNxyyozM2Ffh2YDPE8AnUkhhIzKq0 dn7OmrbCWa4-PwAqC3TKCGL5rOzQI89YHpfkBBtZCt8rJwBsvQTVj_L3ImHVZ8R1nRdLNGUXQQ_M2iFuWiVokQ

NÝTT FRÁ HÁR ÚR HALA

Hár úr hala, hönnunarteymi er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau minni. Mörg ykkar kannist eflaust við dýrahankana sívinsælu og í þessari nýju vörulínu sem var að koma til okkar í Epal eru hillur skreyttar kisum út í mýri með vísun í hina alkunnu þulu,

Köttur úti í mýri 

setti upp á sér stýri 

úti er ævintýri.

Hilla_Bækur_web HuH_hillur_web HuH_hillusnagi_web

Bókahillurnar og fráleggshillan með lyklakrók munu án efa hitta beint í mark hjá fagurkerum enda einstaklega vandaðar og fallegar hillur. Tilvalið í jólapakkann í ár!

TULIPOP HLÝTUR VIRT BRESK VERÐLAUN

Í gær var tilkynnt að Tulipop hafi hlotið viðurkenningu frá Smallish Design Awards hönnunarverðlaununum 2015, en verðlaunin eru ein virtustu verðlaun Bretlands á sviði hönnunarvara fyrir börn. Tulipop fékk viðurkenningu í flokknum „Best Newcomer”, eða sem eitt besta nýja barnavörumerkið á breska markaðinum.

Meðal keppenda voru rjómi breskra og alþjóðlegra hönnunarmerkja og verslana. Þar á meðal Harrods, Liberty, Stella McCartney, Petit Bateau og Bonpoint. Yfir 200 vörumerki voru tilnefnd til verðlaunanna og þess vegna er mikill heiður fyrir Tulipop að fá þessa viðurkenningu. Samkvæmt Smallish ritstjórninni hefur aldrei verið eins mikill fjöldi sterkra og flottra vörumerkja sem keppt hafa um viðurkenninguna. Í dómnefnd eru virtir ritstjórar, hönnuðir og stílistar m.a. Leah Wood (dóttir Ronnie Wood í Rolling Stones). Hönnunarvara fyrir börn er ört stækkandi geiri í Bretlandi og markaðurinn gerir sífellt meiri kröfur um framúrskarandi hönnun og gæði.
Tulipop_HelgaSigny_Studio_photagrapherBaldurKristjans_W4B4560 Bubble_Lamp2PhotagrapherAxelSigurdsson

UM TULIPOP

Töfrandi Tulipop ævintýraheimurinn var skapaður af tveimur góðum vinkonum, Signýju Kolbeinsdóttur, vöruhönnuði og teiknara, og Helgu Árnadóttur, tölvunarfræðingi og MBA. Markmið Signýjar og Helgu með Tulipop er að búa til skapandi og fallegar vörur fyrir börn sem höfða til fólks á öllum aldri.

Í Tulipop heiminum búa krúttlegar og heillandi persónur, eins og sveppstrákurinn hugljúfi Bubble, sem ann öllu sem hrærist, og systir hans Gloomy, hugrakka og ævintýragjarna sveppastelpan sem hræðist ekkert.

Fyrirtækið Tulipop var stofnað í byrjun árs 2010 og er Tulipop vörulínan í dag seld í fjölda fallegra verslana á Íslandi auk þess að vera til sölu í 14 löndum utan Íslands. Allar vörur er jafnframt hægt að kaupa í vefverslun Tulipop. Vörulína Tulipop hefur hlotið lof víða um heim og fengið alþjóðleg hönnunarverðlaun 2014 og 2015.

 

Við óskum Tulipop innilega til hamingju með þessa frábæru viðurkenningu.



ERTU KLÁR Í SKÓLANN?

Um helgina verður veittur 15% afsláttur af öllum Tulipop vörum! Tilvalið er að nýta sér afsláttinn fyrir skólakrakkana því Tulipop er með frábært úrval af allskyns skólavörum, töskum, pennaveskjum, nestisboxum, blíantasettum, minnisbókum ásamt mörgu öðru litríku og skemmtilegu.

Afslátturinn gildir frá föstudegi til sunnudags í öllum verslunum Epal og einnig í vefverslun. 
EPAL_Skolatosku_augl_Tulipop2015_2

_W4B5068

_W4B5241_W4B4952_W4B4355
Falleg íslensk hönnun fyrir káta skólakrakka.

Komdu við og sjáðu úrvalið frá Tulipop!